Við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvenær haustnámskeiðið hefst. Það byrjar laugardaginn 1. september. Best er að skrá sig á póstlistann okkar, þá fáið þið að vita um leið og opnar fyrir skráningu. Hlaupasamfélagið byrjar líka 1. september en það er hugsað fyrir þá sem hafa verið áður á námskeiði eða vana hlaupara sem hafa hlaupið reglubundið í náttúrunni. Fræðast má betur um námskeiðin okkar og uppbyggingu þeirra hér og um hlaupasamfélagið hér.