Haute Route 2024

Við kynnum nýja hlaupaferð í Valais kantónunni í Sviss. Leiðin fer um eina þekktustu gönguleið Alpanna, Haute Route (Á milli Chamonix og Zermatt). 

júl, 2024
Verð:
308.000 kr.
Skráning opin
Lengd:
8 dagar
Ferð
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min
Ný alpaferð

Hlaupaferðin

Ferðin byrjar og endar í Sion (Saillon), sem er höfuðborg Valais og einn sólríkasti staður Alpanna. Hlaupið byrjar í Isérables fyrir ofan Sion og endar í Matterhorn dalnum. Leiðin liggur í gegnum skóga og yfir há fjallaskörð sem tengja saman eina stórbrotnustu dali Alpanna. Gist verður í fjallaskálum sem flestir eru staðsettir á fallegum útsýnisstöðum. Leiðin er vinsæl á meðal reyndra fjallahlaupara en er ekki eins umsetin og Tour du Mt. Blanc þar sem Haute Route er meira krefjandi og liggur hærra.

Hlaupaleiðin sem verður farin á sex dögum er samtals um 120 km löng og
samanlögð hækkun er um 8500 metrar.

Þetta er ferð fyrir vana utanvega- og
fjallahlaupara og er kostur að hafa reynslu af sambærilegum ferðum t.d. Tour du Mt.
Blanc eða Tour Monte Rosa.

Fyrir hverja?

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin hentar hlaupurum sem hafa mikla reynslu af lengri hlaupum og einnig vana fjallahlaupara. Mikill kostur að hafa farið í sambærilega hlaupaferð þar sem dagleiðir eru allt að 20-25km. Ferðin er einnig tilvalin æfingaferð fyrir þau sem stefna á lengrifjallahlaup t.d. UTMB og WTM hlaupin o.fl. Frábært tækifæri til að þjálfa sig í að fara upp og niður langar brekkur í háfjallalofti.

Fyrirkomulag ferðarinnar er með öðru sniði en í Tour Mt. Blanc ferðunum. Hópurinn
gistir í skálum á leiðinni sem standa oft hátt í fjallshlíðum. Því þarf að ferðast með
sama létta búnaðinn allan tímann í góðum hlaupabakpoka. Ferðin er sniðin fyrir þau
sem vilja njóta fjallalofts og -fegurðar í heila viku og á sama tíma takast á við
eftirminnilega áskorun.

Fararstjórn

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Katrínar Sigrúnar Tómasdóttur. Kata býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiðsögn, hlaupa- og alpaferðum. Hlutverk fararstjórans er að tryggja öryggi þátttakenda og góða upplifun frá upphafi til enda.

Innifalið í verði:

  • Fararstjórn
  • Gisting í góðum fjallaskálum og gistiheimilum (5 nætur)
    og á 4*hótel fyrstu og síðustu nóttina.
  • Morgunverður alla daga og 5x kvöldverðir.
  • Samgöngur á degi 2, 4 og 7.
  • Undirbúningsfundur og sameiginleg æfing fyrir ferð.

Ekki innifalið í verði:

  • Flug
  • Lestarferð/akstur frá flugvelli til og frá Sion (Saillon).
  • Kvöldverður á degi 1, og 7.
  • Hádegissnarl og drykkir. Fararstjóri bókar hádegisverði í skálum/bæjum
    og skipuleggur nestisstopp eftir aðstæðum og þörfum hópsins.

Dagskrá ferðarinnar - Birt með fyrirvara um breytingar

23. júlí (þriðjudagur)
Dagur 1: Reykjavík - Saillon, Sion
Ferðin byrjar í bænum Saillon í Sviss (510m). Gist verður á 4* hóteli sem er frægt fyrir sundlaugar og heilsulind. Fyrir þau sem koma frá Íslandi er beint flug til Genfar með Icelandair þennan dag. Fararstjóri munu skipuleggja ferðalag frá Genfar flugvelli og til Saillon fyrir þau sem vilja, hvort sem það verður með lest eða einkaakstri. Fararstjóri mun aðstoða við lokaundirbúning á búnaði og fer yfir dagleiðir. Mikilvægt er að allt sé að mestu leyti klárt fyrir hlaupaferðina þegar komið er til Saillon. Hér verður gott að slaka á fyrir fyrsta hlaupadaginn.
23. júlí (þriðjudagur)
24. júlí (miðvikudagur)
Dagur 2: Saillon - Mont Fort skálinn (2457m), 17km og +1700m/-400m
Hópurinn ferðast stutta leið til bæjarins Riddes og þaðan verður farið með kláf til fjallaþorpsins Isérables, þar sem hlaupið byrjar. Fyrri hluti leiðarinnar er að mestu í skógi áður en farið er yfir Col des Mines (2320m). Þar má njóta stórfenglegs útsýnis yfir Sion dalinn, fræga skíðabæinn Verbier og Mont Rogneux (2636m). Þaðan er farið í Mont Fort skálann þar sem hópurinn gistir. Mynd: Útsýni úr Mont Fort skálanum þar sem hópurinn gistir.
24. júlí (miðvikudagur)
25. júlí (fimmtudagur)
Dagur 3: Mont Fort Skálinn - Dix skálinn (2928m), 26km og +1800m/-1300m
Þetta er stór dagur þar sem farið er yfir fjögur skörð! Termin skarðið (2648m), Louvie skarðið (2921m), Prafleuri skarðið (2987m) og Roux-skarðið (2800m). Á milli þessara skarða er farið yfir stórbrotið og afskekkt landslag. Stoppað verður í Prafleuri skálanum og hlaupið fram hjá hinu fræga Dix vatni. Síðasti kafli leiðarinnar er í mikillri nálægð við Cheilon jökulinn, sem gistiskálinn stendur við.
25. júlí (fimmtudagur)
26. júlí (föstudagur)
Dagur 4: Dix skálinn - Moiry skálinn (2825m), 22km og +2100m/-1750m
Dagurinn byrjar á að fara yfir Col de Riedmatten (2919m). Þegar komið er yfir skarðið er hlaupið niður til Arolla (2067m). Arolla er fallegt þorp með dæmigerðum svissneskum húsum skreyttum blómum, staðsett í hinum stórbrotna Herens dal. Hópurinn tekur rútu á milli Arolla til Les Hauderés til að stytta dagleiðina. Frá La Forclaz þorpinu er farið um blómþakinn alpahaga og yfir Tsaté skarðið (2868 m). Þaðan er hlaupið niður að rótum Moiry jökulsins þar sem hópurinn gistir í Moiry skálanum (2825m).
26. júlí (föstudagur)
27. júlí (laugardagur)
Dagur 5: Moiry skálinn - Zinal (1675), 15km, +600m/-1600m
Þessi dagur er frekar þægilegur og ekki mjög langur. Frá Moiry skálanum er hlaupin einstaklega falleg svalaleið fyrir ofan Mory vatnið. Næst er farið yfir Sorebois skarðið (2837m) og þaðan blasir við útsýni yfir Anniviers dalinn. Gist verður á góðu gistiheimili í fræga skíða- og hlaupabænum Zinal niðri í dalnum. Eitt elsta og frægasta utanvegahlaup Alpanna, Sierre-Zinal, endar í bænum. Dagleið morgundagsins fer stóran hluta keppnisleiðarinnar.
27. júlí (laugardagur)
28. júlí (sunnudagur)
Dagur 6: Zinal - Gruben (1822m) 22km, +1400m/-1300m
Eftir fremur stutt klifur í byrjun dags er komið á einstaklega skemmtileg svalaleið (Sierre-Zinal leiðin) fyrir ofan Anniviers dalnum. Áður en næsta klifur byrjar verður hádegisstopp á hinu fræga Weisshorn hóteli. Þaðan verður farið yfir Meidpass (2790m) sem er ótrúlegur útsýnisstaður. Í fjarska má sjá Turtmann- og Brunegghorn jöklana og útsýni yfir marga stórkostlega 4000m tinda. Þaðan er hlaupið niður í Turtmanndalinnl og gist á góðu gistiheimili í alpabænum Gruben.
28. júlí (sunnudagur)
29. júlí (mánudagur)
Dagur 7: Gruben - Sankt Niklaus, 18km, +1200m/-1850m
Nú liggur leiðin frá Turtmanndalnum yfir í Matterdalin sem kenndur er við Matterhorn. Farið er yfir Augstbord skarðið (2894m) og þaðan tekur við tæknilegur kafli þar til leiðin liggur fyrir ofan Matterdalinn. Þá er hlaupin stórfengleg svalaleið áður en leiðin hlykkist niður í áttina að Sankt Niklaus sem er fyrsta þorp dalsins. Eftir góðan dag á fjöllum kemur hópurinn sér aftur á sundlauga- og SPA hótelið í Saillon. Þar mun gefast góður tími til að slappa af og njóta áður en hugað er að heimferð daginn eftir.
29. júlí (mánudagur)
30. júlí (þriðjudagur)
Dagur 8: Saillon - Ferðalag heim
Morgunverður á hóteli. Ferðalag heim. Fararstjóri munu skipuleggja ferðalag frá Saillon til Genfar flugvallar fyrir þau sem vilja, hvort sem það verður með almenningssamgöngum eða einkaakstri.
30. júlí (þriðjudagur)
Myndir

Myndir

Spurningar og svör

Spurningar og svör

No data was found