Bakgarður 101

Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Keppnin fer fram í Öskjuhlíð, frá Mjölnisheimilinu, 4. maí 2024.

maí, 2024
Verð:
13.900 kr.
Skráning er lokuð
Lengd:
6,7km
Keppni
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

Keppnin verður haldin í þriðja sinn þann 4. maí 2024. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga meðfram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik).

Um Bakgarð 101
Keppnisleiðin frá Öskjuhlíð
Hér má sjá leiðina. Með því að smella á flugvélina á myndinni til hliðar, er betur hægt að átta sig á landslaginu, hækkanir og lækkanir á leiðinni.
Hvernig virkar Bakgarður?

Greiðsluskilmálar

Verðið í hlaupið er 13.900 kr. og er greitt við skráningu.

Hlaupið endurgreiðir ekki skráningargjaldið. Nafnabreytingar þar til tvær vikur eru í keppni.

Reglur

Aldurstakmark í hlaupið er 18 ára.

Sjá nánar almennar reglur í bakgarðshlaupum: http://backyardultra.com/rules/.

Keppendur fá sendar ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag og reglur í tölvupósti.

 

Innifalið í skráningu

  • Keppnisnúmer og tímataka: Þú hleypur eins marga hringi og þú vilt. Keppninni lýkur þegar aðeins einn hlaupari nær að ljúka hring.
  • Hressing og veitingar á drykkjarstöð allan tímann.
  • Heitar veitingar á 4 klst fresti á meðan þú ert ennþá í keppninni.
  • Þátttökuviðurkenning
  • Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður í Mjölnisheimilinu. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.

Silfurmiðar og heimsmeistaramót

 

Bakgarður 101 2024 er silfurhlaup og fær sigurvegarinn silfurmiða í landslið Íslands sem keppið í landsliðakeppninni í október 2024. Keppnin er þó tækifæri fyrir öll til að ná sem lengst og geta komist í íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum ef þau hlaupa nægilega langt.

Keppendur sem ljúka að minnsta kosti 15 hringjum geta sótt um að gerast félagar í Félagi 100km hlaupara á Íslandi (www.100km.is)

Silfurmiðar
Spurningar og svör

Spurningar og svör