Bakgarður 101
Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Bakgarður 101 2022 og Bakgarður Náttúruhlaupa 2021 eru undankeppnir (silfurhlaup) fyrir landsliðskeppni í Bakgarðshlaupum sem er áætluð 15. október 2022.
Keppnin verður haldin í fyrsta sinn þann 30. apríl 2022. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga meðfram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik).
Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Bakgarður 101 2022 og Bakgarður Náttúruhlaupa 2021 eru undankeppnir (silfurhlaup) fyrir landsliðskeppni í Bakgarðshlaupum sem er áætluð 15. október 2022.
Keppnin verður með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn er rúmlega 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og er mikilvægt að keppendur séu komnir í ráshólfið og hlaupi af stað þegar bjallan hringir á heila tímanum. Hlauparar sem eru ekki komnir í ráshólfið á heila tímanum þegar hringur er ræstur eru dæmdir úr keppni. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km). Núverandi heimsmet í Bakgarðshlaupum eru 85 hringir (569,5km), en það var slegið af Harvey Lewis (USA) í Big Dog’s Backyard Ultra 2021.
Greiðsluskilmálar
Reglur
Aldurstakmark í hlaupið er 18 ára (16-17 ára með forráðamanni).
Sjá nánar almennar reglur í bakgarðshlaupum: http://backyardultra.com/rules/.
Keppendur fá sendar ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag og reglur í tölvupósti.
Fyrirkomulag og reglur geta miðast við gildandi Covid-19 samkomutakmarkanir á hlaupadegi.
Innifalið í skráningu
- Keppnisnúmer og tímataka: Þú hleypur eins marga hringi og þú vilt. Keppninni lýkur þegar aðeins einn hlaupari nær að ljúka hring.
- Hressing og veitingar á drykkjarstöð allan tímann.
- Heitar veitingar á 4 klst fresti á meðan þú ert ennþá í keppninni.
- Veitingar fyrir aðstoðarmenn keppenda sem eru ennþá í keppninni eftir kl. 18:00.
- Þátttökuviðurkenning
- Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður í Mjölnisheimilinu. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.
Silfurmiðar og heimsmeistaramót
Þeir sex hlauparar sem fara lengst fá sæti í landsliði Íslands í Bakgarðshlaupum. Áætlað er að Heimsmeistaramót landsliða fari fram þann 15. október 2022 í gegnum netið. Sá Íslendingur sem fer lengst í landsliðskeppninni getur unnið gullmiða og þátttökurétt á Heimsmeistaramóti einstaklinga í Big Dog’s Backyard Ultra (Tennessee) sem mun fara fram í október 2023.
Spurningar og svör
Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.