Skilmálar

Við leggjum áherslu á að njóta og hafa gaman. Sýnum hvoru öðru tillitsemi og verum vingjarnleg.
 • Allir þátttakendur eru skyldugir að útvega sér og hlaupa með búnað sem gefur gott grip í hálku þegar þess þarf. Náttúruhlaup mæla með Kahtoola Exospikes (Íslensku Alparnir) en einnig er til annar góður búnaður. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að framfylgja þessu.
 • Á námskeiðum, á hlaupaæfingum og í ferðum Náttúruhlaupa áskila Náttúruhlaup sér rétt til að taka myndir og vídeó af þátttakendum til að nota í prentmiðlum, á heimasíðu eða Facebook síðum Náttúruhlaupa. Ef þátttakandi vill ekki að mynd af sér verði birt, vinsamlegast látið vita með því að senda póst á natturuhlaup@natturuhlaup.is. Sendið mynd með vefpóstinum, fullt nafn og kennitölu og þá mun Náttúruhlaup virða þá ósk.
 • Náttúruhlaup áskila sér rétt til að hækka verð á námskeiðum en þó aldrei eftir að skráning á viðkomandi námskeið er hafin. 
 • Þegar gjald vegna þátttöku í  Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa hækkar, sendir Náttúruhlaup út netpóst á þátttkendur og tilkynnir hækkunina. Þegar hækkunin tekur gildi, hækkar næsta greiðsla hjá þeim sem eru í mánaðaráskrift án bindinga og ársáskrift með eingreiðslu. Greiðsla vegna ársáskriftar með mánaðargreiðslu, hækkar með næstu greiðslu ef viðkomandi hefur verið áskrifandi í 12 mánuði samfleytt eða lengur. Að öðrum kosti, helst gamla verðið þar til viðkomandi hefur klárað 12 mánuði og eftir það hækkar greiðslan.
 • Allir þátttakendur Náttúruhlaupa bera ábyrgð á eigin heilsu. Náttúruhlaup taka ekki ábyrgð á slysum né heilsubrests vegna sjúkdóma, meiðsla eða ofþjálfunar.
 • Námskeið og æfingar Náttúruhlaupa fara fram á auglýstum tíma. Ef þátttakandi kemst ekki á allar æfingar, fær viðkomandi það ekki bætt. Náttúruhlaup eru ekki skyldug til að endurgreiða námskeið eða áskrift eftir að búið er að greiða. Ekki er leyfilegt að færa námskeið eða áskrift yfir á annan einstakling en þann sem skráður er. Ef ófyrirsjáanlegar aðstæður eins og meiðsli eða veikindi koma upp er þó sjálfsagt að senda línu á natturuhlaup@natturuhlaup.is. Náttúruhlaup áskilar sér rétt til að koma til móts við slíkar fyrirspurnir þó Náttúruhlaup séu ekki skyldug til þess. Hvert tilfelli fyrir sig er skoðað.

Afbókunarreglur ferða

Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið ferdir@natturuhlaup.is vegna ferða og natturuhlaup@natturuhlaup.is vegna námskeiða.

Næturferðir

 • Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu og er það óendurkræft eftir að viðkomandi ferð er staðfest.
 • Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
 • Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.

Dagsferðir

Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.

Hlaupasamfélagið

Ársáskrifendur binda sig í eitt ár, hvort sem greitt er með mánaðargreiðslum eða eingreiðslu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa eftir árið nema henni sé sagt upp með því að senda póst á natturuhlaup@natturhlaup.is. Eftir árið, geta þeir sem greiða mánaðrgreiðslu sagt áskriftinni upp með tveggja mánaða fyrirvara.

Námskeið

Námskeið fást að fullu endurgreidd ef hætt er við það a.m.k. tveimur dögum áður en það hefst. Berast þarf tilkynning þess eðlis á natturuhlaup@natturuhlaup.is.

 • Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
 • Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
 • Tölvukerfi sem Náttúruhlaup nota, kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila.

Gerum eitthvað gott...gerum það saman 😀