5VH námskeið

Námskeið fyrir hlaupara sem vilja þjálfa sig upp í að taka þátt í 20-30km utanvegahlaupi í skemmtilegum félagsskap og undir handleiðslu reyndra hlaupaþjálfara.

apr, 2024
Verð:
57.500 kr.
Skráning opin
Lengd:
14 vikur
Námskeið
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

5VH námskeið

Þátttakendur undirbúa sig fyrir Fimmvörðuhálshlaupið (5VH Trail Run) 10. ágúst eða annað utanvegahlaup síðla sumars 2024.

Námskeiðið er hugsað fyrir fólk sem hefur hlaupið reglulega síðast liðið ár og vill þjálfa sig upp í að taka þátt í 20-30km utanvegahlaupi í skemmtilegum félagsskap og undir handleiðslu reyndra hlaupaþjálfara.

Skráning í Fimmvörðuhálshlaup Náttúruhlaupa (5VH Trail Run) er opin!

5VH námskeiðið er einnig góður undirbúningur fyrir önnur utanvegahlaup (20-30km) sem haldin verða seinni part sumars t.d. Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Jökulsárhlaupið,  7 tinda hlaupið o.fl.

5VH námskeið
Fyrirkomulag

Fyrirkomulag námskeiðsins

  • Tvær sameiginlegar æfingar á viku: Á þriðjudögum kl. 17:30 og sunnudögum kl. 9:00.
  • Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða aðgengilegar í gegnum Sportabler appið.
  • Æfingaáætlun eftir getu. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi nokkrum sinnum í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. 
  • Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við utanvegahlaup. 
  • Þátttakendur fá 15% afslátt af 5VH Trail Run.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar hlaupurum sem hafa góðan grunn og langar að þjálfa sig upp í að geta hlaupið utanvegahlaup sem er á bilinu 20-30km. Miðað er við að námskeiðið henti flestum sem hafa hlaupið með vínrauðum á upplifunaræfingum eða hafa hlaupið 10-15km um helgar áður en námskeiðið hefst. 

Æskilegt er að þátttakendur…

  • hafi hlaupið reglulega síðast liðið ár 
  • séu vanir að hlaupa 10-15km um helgar áður en námskeiðið hefst
  • séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við skemmtilega hlaupaáskorun
Fyrir hverja?

 

Til að tryggja góðan árangur er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap.

Hópurinn verður hvattur til að skrá sig í ýmsar æfingakeppnir á tímabilinu sem nýtist sem góður undirbúningur fyrir lokamarkmiðið. 

Hvað er innifalið?

Innifalið í námskeiðinu:

  • Eitt langt upplifunarhlaup í getuskiptum hópum á viku.
  • Ein sameiginleg gæðaæfing á viku.
  • Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti (notum Sportabler til að miðla upplýsingum um sameiginlegar æfingar).
  • Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið.
  • Æfingaplan eftir getu
  • Tvö fræðslukvöld

5VH námskeið (14 vikur): 57.500 kr.

Verð fyrir áskrifendur Náttúruhlaupa: 47.500 kr.

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
Sunnudagur kl.9:00
Gæðaæfingar
Þriðjudagur 17:30
Spurningar og svör

Spurningar og svör