Laugavegsnámskeið

Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2025!

  • 2. apríl 2025
  • Skráning opnar í nóvember
  • Verð: 58.500 kr.
  • Lengd: 15 vikur
  • Erfiðleikastig: Miðlungs / Erfitt
  • Skráningarstaða: Skráning opnar í nóvember
  • Verð fyrir ársáskrifendur: 48.500 kr.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Laugavegsnámskeið náttúruhlaupa

Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í áttunda skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvissa æfingaáætlun, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Námskeiðið stendur yfir í 15 vikur. Fyrsta sameiginlega æfingin verður 2. apríl og stendur námskeiðið fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 12. júlí 2025

Umsjón: Elísabet Margeirsdóttir

Fyrirkomulag námskeiðsins

Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða aðgengilegar í gegnum Sportabler appið.

Æfingaáætlun eftir getu er gefin út vikulega. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-3x í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. Þjálfarar aðstoða þátttakendur að samtvinna æfingaáætlun við aðra hreyfingu og rútínu.

Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. Einn í upphafi námskeiðs og annar þegar um 2-3 vikur eru í keppnina.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á Laugavegshlaupið 2025.

Æskilegt er að þátttakendur…

Hafi hlaupið reglulega í nokkur ár og fram að námskeiðinu. Gott að miða við a.m.k. 30km á viku.

Hafi nýlega tekið þátt í lengri utanvegahlaupi (Fimmvörðuhálshlaupinu (28km) eða sambærilegu utanvegahlaupi, 25-30km).

Séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við stóra og skemmtilega hlaupaáskorun.

Til að tryggja góðan árangur í Laugavegshlaupinu er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap!

Innifalið í námskeiðinu

Eitt langt upplifunarhlaup í getuskiptum hópum á viku.

Ein sameiginleg gæðaæfing á viku.

Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti (notum Sportabler til að miðla upplýsingum um sameiginlegar æfingar).

Léttar styrktaræfingar til að gera heima

Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið. Æfingaplan sent út vikulega.

Tvö fræðslukvöld

Æfingaferð í Þórsmörk með þjálfurum (þátttakendur greiða gjald fyrir rútu og aðstöðu).

ATH. Það verður ekki sameiginlegt laugardagshlaup um páskahelgina (þátttakendur hlaupa skv. plani á eigin vegum). Laugardaginn 3. maí verður æfing með færri þjálfurum. Helgina 14.-15. júní verður sameiginleg æfing 15. júní en ekki 14. júní (Mælt með að fólk taki þátt í Mt. Esja hálfmaraþoninu 14. júní).

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
  • Laugardagur kl.8:45
Gæðaæfingar
  • Miðvikudagur 17:30

Spurningar og svör

Laugavegsnámskeið

  • Apríl 2025
  • Skráning er lokuð
  • Verð: 58.500 kr.
  • Lengd: 15 vikur
  • Erfiðleikastig: Miðlungs / Erfitt
  • Skráningarstaða: Skráning opnar í nóvember
  • Verð fyrir áskrifendur: 48.500 kr.
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields