Laugavegsnámskeið

Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2024!

apr, 2024
Verð:
58.900 kr.
Skráning er lokuð
Lengd:
15 vikur
Námskeið
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

Laugavegsnámskeið náttúruhlaupa

Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í sjötta skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Námskeiðið stendur yfir í 15 vikur. Fyrsta sameiginlega æfingin verður 3. apríl og stendur námskeiðið fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 13. júlí 2024

Umsjón: Elísabet Margeirsdóttir

Laugavegsnámskeið
Fyrirkomulag

Fyrirkomulag námskeiðsins

 • Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða aðgengilegar í gegnum Sportabler appið.
 • Æfingaáætlun eftir getu er gefin út vikulega. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-4x í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. Þjálfarar aðstoða þátttakendur að samtvinna æfingaáætlun við aðra hreyfingu og rútínu.
 • Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á Laugavegshlaupið 2024.

 

Æskilegt er að þátttakendur…

 • Hafi hlaupið reglulega í nokkur ár og fram að námskeiðinu.
 • Hafi nýlega tekið þátt í lengri utanvegahlaupi (Fimmvörðuhálshlaupinu (28km) eða sambærilegu utanvegahlaupi, 25-30km).
 • Séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við stóra og skemmtilega hlaupaáskorun.
Fyrir hverja?

Til að tryggja góðan árangur í Laugavegshlaupinu er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap!

Hvað er innifalið?

Innifalið í námskeiðinu:

 • Eitt langt upplifunarhlaup í getuskiptum hópum á viku.
 • Ein sameiginleg gæðaæfing á viku.
 • Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti (notum Sportabler til að miðla upplýsingum um sameiginlegar æfingar).
 • Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið.
  Æfingaplan sent út vikulega.
 • Tvö fræðslukvöld
 • Æfingaferð í Landmannalaugar með þjálfurum (þátttakendur greiða gjald fyrir rútu og aðstöðu). 

ATH. nokkur laugardagshlaup verða hlaupin á eigin vegum eða með færri þjálfurum. Þátttakendur fá að vita um þær dagsetningar með góðum fyrirvara.

Laugavegsnámskeið (14 vikur): 58.900 kr.

Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 48.900 kr.

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
Laugardagur kl.8:45
Gæðaæfingar
Miðvikudagur 17:30
Spurningar og svör

Spurningar og svör