Um Náttúruhlaup

Hlaup í náttúru Íslands verða sífellt vinsælli og hafa utanvegahlaup aldrei verið vinsælli. Íslendingar hafa fyrir löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum, en síðustu 15 ár hafa utanvegahlaup rutt sér til rúms á meðal almennings.

Með því að sameina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum.

Uppgötvaðu nýjan lífsstíl og hlaup í fallegu umhverfi með okkur í Náttúruhlaupum!

Sýn Náttúruhlaupa

Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að stuðla að góðri heilsu og aukinni hamingju fólks með því að leiða það inn í nýjan lífsstíl og vera farvegur fyrir fólk til að stunda hlaup í náttúrunni í góðum félagsskap.

Náttúruhlaup kynna fólki fyrir þessum lífsstíl á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa og í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Við bjóðum einnig upp á hlaupaferðum innanlands og erlendis ásamt fleirum námskeiðum, keppnishlaupum og hlaupaviðburðum.

Rannsóknir benda til þess að náttúran hafi jákvæð áhrif á andlegu heilsu fólks. Eins eru jákvæð áhrif hreyfingar, bæði á líkama og sál, vel þekkt. Samfélag, vinátta og að tilheyra hópi, ýtir sömuleiðis undir hamingju og jafnvægi.

Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í náttúrunni. Náttúruhlaup stuðla einnig að því að fólk komist í gott form á skynsamlegan hátt undir faglegri handleiðslu. Með þessum hætti eru meiri líkur á að fólk geri hlaup í náttúrunni að lífstíl.

Gildi Náttúruhlaupa eru: Lífsgleði – Fagmennska – Umhyggja.

Upphaf Náttúruhlaupa

Náttúruhlaup hófu starfsemi 2014 með hinu sívinsæla grunnnámskeiði í Náttúruhlaupum. Fljótlega varð til Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa þar sem fólk mætti endurtekið á námskeið og ljóst var að fólk vildi ekki bara kynningu á þessum lífsstíl, heldur ákveðinn farveg og samfélag.

Síðan þá hefur framboð stöðugt aukist með spennandi hlaupaferðum, undirbúningsnámskeiðum og keppnishaldi.

Teymi Náttúruhlaupa samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir hlaupum og að miðla henni áfram. 


Ég hefði ekki getað trúað því að ég myndi hlakka til að vakna snemma á laugardagsmorgni til að fara út í hvaða veður sem er en það var allaf yndislegt. Gaman að vera búin að kynnast öllum þessum skemmilegu hlaupaleiðum og frábært að þurfa ekki að leita langt útfyrir borgina til að komast í snertingu við náttúruna.

Telma L. Tómasson
Sjónvarpsfréttakona


Námskeiðið var vel skipulagt og fræðslan og fyrirkomulag til fyrirmyndar! Það er eitthvað dásamlegt við að blanda saman að hlaup og náttúru en þó alltaf með áhersluna á að njóta og upplifa. Þakka kærlega fyrir mig, er klárlega kolfallin náttúruhlaupandi!

Oddný Arnarsdóttir


Ég hef aldrei verið á jafngóðu og skemmtilegu námskeiði. Utanumhald frábært og ótrúlega gagnlegt og skemmtilegt að mæta á æfingar. Varð bara að koma þessu frá mér!
Takk

Hrefna Guðmundsdóttir


Ég hef verið í íþróttum frá því ég man eftir mér. Í tengslum við þær íþróttir hef ég verið látin hlaupa úti og inni. Ég hef aldrei þolað það. Kviðið fyrir því og hugsað allan tímann á meðan ég hleyp hversu léleg ég er og hversu leiðinlegt það er að hlaupa.

Þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu á meðan á Covid19 stóð sá ég tækifæri í því að njóta náttúrunnar og vonandi að læra að kunna að meta að hlaupa í leiðinni. Mér óraði ekki fyrir breytingunni á fyrst og fremst hugarfari en líka hversu vel mér gekk að hlaupa.
Búin að segja upp samningnum í líkamsræktarstöðinni og hlakka mikið til náttúrunnar, útiverunnar og komandi hlaupa.

Karen Ósk Björnsdóttir


Námskeiðið var meiriháttar! Hlaupin virkilega skemmtileg og fræðslan og þá sérstaklega hvernig hugsa á um líkamann fyrir, á meðan og eftir hlaup til fyrirmyndar! Besta hreyfing og núvitund sem ég hef prófað. Ég hef klárlega fundið mitt nýja uppáhalds áhugamál.

Ninja Ýr Gísladóttir

Kostir náttúruhlaups

Allir kostir þess að skokka og hreyfa þig

Hreint og tært loft, enginn útblástur, ekkert svifryk

Hægt að njóta náttúru og landslags um leið og hlaupið er

Aukin fjölbreytni í hlaupaleiðum

Áfangastaðirnir verða markmið í sjálfu sér, ekki bara bið eftir næsta hlaupi

Reynir á fleiri þætti fótaburðar og úthalds

Mýkra undirlag reynir minna á liði en hörð gata eða gangstétt

Engir bílar, ekkert malbik, engin steypa

Friðsæl náttúran eflir andann jafnt og líkamann

Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields