Backyard Ultra World Team Championships

Þann 15. október n.k. fer fram Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum. Með tilkomu Bakgarðshlaupa Náttúruhlaupa hefur Ísland unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu og veitt hlaupurum hér á landi tækifæri á að komast í íslenska landsliðið.

Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum 2022

Í heild eru 38 lönd sem keppa og hvert land hleypur í sínu eigin landi og hefja keppni á nákvæmlega sama tíma.

Keppnin byrjar kl. 12:00 á hádegi á íslenskum tíma. Markmið liðsins er að ná sem flestum samanlögðum fjölda hringja á meðan keppnin er enn í gangi. Númer hvers keppanda fer eftir árangri og munu þau einnig keppast um að sigra sinn númeraflokk. Þegar aðeins einn keppandi í íslenska liðinu er eftir og hefur lokið einum hring einn (sigurvegarinn) þá lýkur keppninni á Íslandi. Sigurvegari íslensku keppninnar vinnur sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum 2023.

Keppnisstaðurinn á Íslandi verður í Elliðaárdal og hefst hringurinn við Elliðaárstöð Orkuveitu Reykjavíkur. Keppendur og starfsfólk mun hafa aðstöðu í byggingum Orkuveitu Reykjavíkur og er Elliðaárstöðin og svæðið í kring tilvalið fyrir áhorfendur til að koma og fylgjast með keppendum leggja af stað í hvern hring eða sjá þau koma í mark.

Hlaupabrautin er eins og í öllum viðurkenndum bakgarðshlaupum 6,706 km löng og fer um frábæra stíga í og í kringum hólmann. Brautinn inniheldur litla hækkun og er að mesta á náttúrustígum.

Vakin er athygli á því að skv. reglum keppninnar er stranglega bannað að hlaupa með keppendum í brautinni eða aðstoða (t.d. rétta hluti) á meðan þau eru enn að hlaupa hringinn.

Keppnisleiðin

Hér má sjá leiðina. Með því að smella á flugvélina á myndinni til hliðar, er betur hægt að átta sig á landslaginu, hækkanir og lækkanir á leiðinni.

Keppendur

Liðið er skipað 15 hlaupurum sem tryggðu sér sæti í liðinu út frá árangri í bakgarðskeppnum á tímabilinu ágúst 2020-ágúst 2022.
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields