Leiðin yfir Fimmvörðuháls er mögnuð og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að hlaupa hana! Keppnin verður haldin í þriðja sinn þann 12. ágúst og hefst skráning þann 30. nóvember kl. 12:00.

Keppnin hefur fengið frábærar viðtökur og keppendur almennt mjög ánægðir með leiðina og umgjörðina. Við höldum áfram að byggja upp þennan skemmtilega viðburð og vonumst til að sjá sem flesta a spreyta sig á þessari 28km löngu leið frá Skógum yfir í Húsadal í Þórsmörk.

Nánari upplýsingar og skráning

Við minnum á 5VH námskeiðið sem er sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir keppnina. Skráning fer vel af stað og verður þetta flottur hópur sem mun æfa saman í sumar.