Grunn hlaupanámskeið
Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi náttúruleiðir á höfuðborgarsvæðinu eða útjöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Til að gera hlaup að lífsstíl, þarf að hafa gaman af þeim!
Grunn hlaupanámskeið
hefst eftir


Sameiginlegar æfingar tvisvar í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing

Upplifunarhlaup
Einu sinni í viku eru farnar mismunandi leiðir og lögð áhersla á að njóta þess að skokka í fallegri náttúru.
Reikna má með að æfingarnar taki 1-2 klst. Mæting er á mismunandi stöðum og tímasetning æfinga er breytileg eftir hópum.
Gæðaæfingar
Gæðaæfingar fara fram einu sinni í viku á virkum degi frá kl. 17:30-18:30.
Þessar æfingar fara allar fram á sama stað, miðsvæðis og lögð er áhersla á hlaupaþjálfunina. Æfingin sjálf er alltaf 1 klst. Misjafnt er eftir hópum hvenær æfingin fer fram.

Fyrir hverja?
Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn) og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum (rauði hópurinn).
Fyrir fólk sem hefur áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur, bendum við á hlaupasamfélagið þar sem allir ættu að finna hóp sem hentar. Vanir hlauparar, sem hafa ekki áður tekið þátt í námskeiði en hafa mikla reynslu af hlaupum í náttúrunni, geta líka farið beint í hlaupasamfélagið.
Við mælum ekki með að reynslulitlir hlauparar eða hlauparar sem hafa ekki reynslu af hlaupum í náttúrunni fari beint í hlaupasamfélagið. Best er að fara fyrst á námskeið þar sem utanumhald og fræðsla er meiri.
Hópar
Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Það er gengið og hlaupið til skiptis. Forkröfur er að geta gengið 5 km . Viðmiðunarmarkmið er að skokka stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins.
Einn gulur hópur er í boði. Æfingar á laugardögum kl. 10:00 og fimmtudögum milli 17:30-18:30.
Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang. Einnig götuhlaupara sem eru að færa sig yfir í utanvegahlaup. Gert er ráð fyrir breidd varðandi hraða. Yfirleitt er farið 6-10 km. Forkröfur er að geta skokkað stanslaust í 45 mín.
Tveir rauðir hópar eru í boði. Æfingar á fimmtudögum kl. 17:30 og mánudögum milli 17:30-18:30 eða á sunnudögum kl. 10:00 og þriðjudögum milli 17:30-18:30.
Umsagnir







Tímasetning æfinga: Tvær æfingar á viku á hóp.
Yfirleitt eru tveir rauðir hópar í boði. Annaðhvort má velja hóp A (fimmtudagar og mánudagar) eða hóp B (sunnudagar og þriðjudagar) en stundum er aðeins annar hópurinn í boði.
Innifalið:
- Tvö sameiginleg hlaup í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing.
- Fræðsla
Þjálfarar fræða jafnóðum um hlaupastíl og atriði sem hafa þarf í huga þegar hlaupið er í náttúrunni. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Einnig veittur aðgangur að stafrænu fræðsluefni. - Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman.
- Afsláttur á fötum og skóm hjá 66° Norður sem henta nattúruhlaupum.
- Vandaður stafrænn bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar og fleira.

Spurningar og svör
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.
Í SPORTABLER APPINU:
1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í VAFRA (TÖLVU):
1.Farið í vafra og inn á síðuna sem þið keyptuð námskeiðið: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.
Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173