Grunn hlaupanámskeið

Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi náttúruleiðir á höfuðborgarsvæðinu eða útjöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Til að gera hlaup að lífsstíl, þarf að hafa gaman af þeim!

  • ágúst og septmeber 2024
  • Skráning er opin
  • Verð: 23.900 kr.
  • Lengd: 4 vikur
  • Erfiðleikastig: Fyrir alla
  • Gult námskeið hefst 21. september
  • Rauð námskeið hefjast 19. og 22. september
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Sameiginlegar æfingar tvisvar í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing

Upplifunarhlaup

Einu sinni í viku eru farnar mismunandi leiðir og lögð áhersla á að njóta þess að skokka í fallegri náttúru. Reikna má með að æfingarnar taki 1-2 klst. Mæting er á mismunandi stöðum og tímasetning æfinga er breytileg eftir hópum.

Gæðaæfingar

Gæðaæfingar fara fram einu sinni í viku á virkum degi frá kl. 17:30-18:30. Þessar æfingar fara allar fram á sama stað, miðsvæðis og lögð er áhersla á hlaupaþjálfunina. Æfingin sjálf er alltaf 1 klst. Misjafnt er eftir hópum hvenær æfingin fer fram.

Fyrir hverja?

Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn) og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum (rauði hópurinn).

Fyrir fólk sem hefur áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur, bendum við á hlaupasamfélagið þar sem allir ættu að finna hóp sem hentar. Vanir hlauparar, sem hafa ekki áður tekið þátt í námskeiði en hafa mikla reynslu af hlaupum í náttúrunni, geta líka farið beint í hlaupasamfélagið.

Við mælum ekki með að reynslulitlir hlauparar eða hlauparar sem hafa ekki reynslu af hlaupum í náttúrunni fari beint í hlaupasamfélagið. Best er að fara fyrst á námskeið þar sem utanumhald og fræðsla er meiri.

Hópar

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Það er gengið og hlaupið til skiptis. Forkröfur er að geta gengið 5 km . Viðmiðunarmarkmið er að skokka stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins. 

Næsta gula námskeið hefst 21. september. Æfingar á laugardögum kl. 10:00 og fimmtudögum milli 17:30-18:30.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang. Einnig götuhlaupara sem eru að færa sig yfir í utanvegahlaup. Gert er ráð fyrir breidd varðandi hraða. Yfirleitt er farið 6-10 km. Forkröfur er að geta skokkað stanslaust í 45 mín.

Tveir rauðir hópar verða í boði í september. Æfingar á fimmtudögum kl. 17:30 og mánudögum milli 17:30-18:30 eða á sunnudögum kl. 10:00 og þriðjudögum milli 17:30-18:30.


Ég hefði ekki getað trúað því að ég myndi hlakka til að vakna snemma á laugardagsmorgni til að fara út í hvaða veður sem er en það var allaf yndislegt. Gaman að vera búin að kynnast öllum þessum skemmilegu hlaupaleiðum og frábært að þurfa ekki að leita langt útfyrir borgina til að komast í snertingu við náttúruna.

Telma L. Tómasson
Sjónvarpsfréttakona


Þetta var skemmtilegsta hreyfi -og náttúruvitundarnámskeið sem ég hef farið á og voru þjálfararnir þar lykilaðilar sem gerðu allt betra og skemmtilegra og kveiktu enn meiri áhuga á áframhaldandi hlaupum í náttúrunni.
Takk fyrir mig

Lilja Petra Ólafsdóttir


Ég byrjaði í Náttúruhlaupum árið 2020. Þá hafði ég stundað götuhlaup í mörg ár, klárað tvö maraþon undir 4 klst og tekið þátt í mörgum hálfmaraþonum. Ég fór samt fyrst á Grunnnámskeið og í framhaldinu í Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa.

Ég græddi mikið á því og mæli með að allir fari fyrst á Grunnnámskeið. Ég lærði hlaupastíl, hvernig fara á upp og niður brekkur og hlaupa yfir hindranir. Þetta var svo mikið pepp og endalaust af fróðleiksmolum og æfingum sem ég hafði aldrei hugsað út í.

Ég lærði líka að njóta. Það var mikil áhersla á að njóta frekar en að keppast við klukkuna og sú viðhorfsbreyting gerði hlaupin enn skemmtilegri en áður. Fyrir vikið varð ég betri, ánægðari og hraðari hlaupari.

Erla Signý Þormar


Námskeiðið var vel skipulagt og fræðslan og fyrirkomulag til fyrirmyndar! Það er eitthvað dásamlegt við að blanda saman að hlaup og náttúru en þó alltaf með áhersluna á að njóta og upplifa. Þakka kærlega fyrir mig, er klárlega kolfallinn Náttúruhlaupari!

Oddný Arnarsdóttir


Ég hef aldrei verið á jafngóðu og skemmtilegu námskeiði. Utanumhald frábært og ótrúlega gagnlegt og skemmtilegt að mæta á æfingar. Varð bara að koma þessu frá mér!
Takk

Hrefna Guðmundsdóttir


Ég hef verið í íþróttum frá því ég man eftir mér. Í tengslum við þær íþróttir hef ég verið látin hlaupa úti og inni. Ég hef aldrei þolað það. Kviðið fyrir því og hugsað allan tímann á meðan ég hleyp hversu léleg ég er og hversu leiðinlegt það er að hlaupa.

Þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu á meðan á Covid19 stóð sá ég tækifæri í því að njóta náttúrunnar og vonandi að læra að kunna að meta að hlaupa í leiðinni. Mér óraði ekki fyrir breytingunni á fyrst og fremst hugarfari en líka hversu vel mér gekk að hlaupa.
Búin að segja upp samningnum í líkamsræktarstöðinni og hlakka mikið til náttúrunnar, útiverunnar og komandi hlaupa.

Karen Ósk Björnsdóttir


Námskeiðið var meiriháttar! Hlaupin virkilega skemmtileg og fræðslan og þá sérstaklega hvernig hugsa á um líkamann fyrir, á meðan og eftir hlaup til fyrirmyndar! Besta hreyfing og núvitund sem ég hef prófað. Ég hef klárlega fundið mitt nýja uppáhalds áhugamál.

Ninja Ýr Gísladóttir


Frábært námskeið - lagt upp með gleði og að njóta í stað þess að vera alltaf að gera meira og meira. Mér leið alltaf vel eftir hverja æfingu og langaði alltaf að mæta aftur þar sem mesta áherslan var á að njóta og vera með í stað þess að vera í einhverri keppni. Svo var plús að kynnast fullt af nýjum hlaupaleiðum.

Sigríður Hallsteinsdóttir


Skráði mig á grunnnámskeið Náttúruhlaupa þar sem mér finnst hugmyndin og uppsetningin flott.
Námskeiðið stóðst allar væntingar og meir. Mikil og skemmtileg fræðsla frá þjálfara og haldið vel utan um allan hópinn með öruggum höndum.
Rödd þjálfarans verður örugglega í hausnum á mér fram eftir sumri.
Takk fyrir mig Náttúruhlaup.

Árni Gunnar Vigfússon

Til að tryggja góðan árangur er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap.

Hópurinn verður hvattur til að skrá sig í ýmsar æfingakeppnir á tímabilinu sem nýtist sem góður undirbúningur fyrir lokamarkmiðið. 

Tímasetning æfinga

Tvær æfingar á viku á hóp.
Yfirleitt eru tveir rauðir hópar í boði. Annaðhvort má velja hóp A (fimmtudagar og mánudagar) eða hóp B (sunnudagar og þriðjudagar) en stundum er aðeins annar hópurinn í boði.
Upplifunaræfingar
  • Gulur: Mánudagur kl.17:30 Hefst 12.8.24
  • Rauður: Mánudagur kl.17:30 Hefst 12.8.24
  • Rauður: Fimmtudagur kl.17:30 Hefst 19.9.24
  • Gulur: Laugardagur kl.10:00 Hefst 21.9.24
  • Rauður: Sunnudagur kl.10:00 Hefst 22.9.24
Gæðaæfingar
  • Gulur: Fimmtudagur 17:30
  • Rauður: Fimmtudagur 17:30
  • Rauður: Mánudagur 17:30
  • Gulur: Fimmtudagur 17:30
  • Rauður: Þriðjudagur 17:30

Innifalið

Tvö sameiginleg hlaup í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing.

Fræðsla Þjálfarar fræða jafnóðum um hlaupastíl og atriði sem hafa þarf í huga þegar hlaupið er í náttúrunni. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Einnig veittur aðgangur að stafrænu fræðsluefni.

Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman.

Afsláttur á fötum og skóm hjá 66° Norður sem henta nattúruhlaupum.

Vandaður stafrænn bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar og fleira.

Spurningar og svör

Grunn hlaupanámskeið

  • Ágúst og september 2024
  • Skráning er opin
  • Verð: 23.900 kr.
  • Lengd: 4 vikur
  • Erfiðleikastig: Fyrir alla
  • Rauður hópur A: Fimmtudag 19. september kl. 17:30
  • Gulur hópur: Laugardag 21. september kl. 10:00
  • Rauður hópur B: Sunnudag 22. september kl. 10:00
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields