Bakgarður Heiðmörk

Allir geta tekið þátt í Bakgarðshlaupinu. Þú þarft aðeins að treysta þér til að fara 6,7 km á einum klukkutíma. Hversu oft þú gerir það, er undir þér komið!

sep, 2023
Verð:
12.900 kr.
Skráning opin
Lengd:
6,7km
Keppni
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min

Bakgarður Heiðmörk
Iceland Backyard Ultra

Verður haldinn í fjórða skiptið laugardaginn 16. september 2023. Keppnin verður hefðbundið bakgarðshlaup og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (https://backyardultra.com/rules/). Hlaupin verður 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring.

Þessi keppni snýst ekki um hraða. Áherslan er á að njóta náttúrunnar og félagsskapsins. Á milli hringja verður einstök stemmning. Sá sem síðast yfirgefur partýið sigrar 😀

Bakgarður Náttúruhlaupa
Hvernig virkar Bakgarður?

Keppnin verður með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn er rúmlega 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og er mikilvægt að keppendur séu komnir í ráshólfið og hlaupi af stað þegar bjallan hringir á heila tímanum. Hlauparar sem eru ekki komnir í ráshólfið á heila tímanum þegar hringur er ræstur eru dæmdir úr keppni. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km). Núverandi heimsmet í Bakgarðshlaupum eru 85 hringir (569,5km), en það var slegið af Harvey Lewis (USA) í Big Dog’s Backyard Ultra 2021.

Greiðsluskilmálar

Verðið í hlaupið er 12.900 kr. og er greitt við skráningu.

Hlaupið endurgreiðir ekki skráningargjaldið. Nafnabreytingar eru leyfðar til 5. september.

Reglur

Aldurstakmark í hlaupið er 18 ára (16-17 ára með forráðamanni).

Sjá nánar almennar reglur í bakgarðshlaupum: http://backyardultra.com/rules/.

Keppendur fá sendar ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag og reglur í tölvupósti.

Fyrirkomulag og reglur geta miðast við gildandi Covid-19 samkomutakmarkanir á hlaupadegi.

Innifalið í skráningu

  • Keppnisnúmer og tímataka: Þú hleypur eins marga hringi og þú vilt. Keppninni lýkur þegar aðeins einn hlaupari nær að ljúka hring.
  • Hressing og veitingar á drykkjarstöð allan tímann.
  • Heitar veitingar á 4 klst fresti á meðan þú ert ennþá í keppninni.
  • Veitingar fyrir aðstoðarmenn keppenda sem eru ennþá í keppninni eftir kl. 18:00.
  • Þátttökuviðurkenning
  • Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður í Mjölnisheimilinu. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks fyrir þátttakendur í hvíldartímanum. 
Keppnisleiðin

Keppnisleiðin

Sjá nákvæmt kort og gpx skrá af hlaupaleiðinni hér
Mikilvægar upplýsingar

Mikilvægar upplýsingar

Verðlaun

Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt. Sá sem klárar Bakgarðshlaupið fær glæsileg verðlaun og viðurkenningu.

Drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Elliðavatnsbæ. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks allan daginn fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.

Skráningu lýkur á miðnætti 1. september að því gefnu að hlaupið verði ekki orðið fullt. Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar.

Verð

  • Bakgarður Náttúruhlaupa: 12.900 kr.
  • Ársáskrifendur Náttúruhlaupa fá 10% afslátt

Innilfalið í skráningu

  • Keppnisnúmer, brautarvarsla og tímataka
  • Hressing og veitingar á drykkjarstöð og í lok hlaups
  • Þátttökuviðurkenningar
Myndir

Myndir

Spurningar og svör

Spurningar og svör