Hlaupasamfélagið

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir vana hlaupara eða þá sem hafa farið á grunnnámskeið og vilja halda áfram að stunda hlaup í náttúrunnni í skemmtilegum félagsskap. 

Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu.  Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir.

Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur Hlaupasamfélagins valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg en krefjandi hlaupaverkefni. 

Lengd hlaupa á upplifunaræfingum eftir hópum

6-9km

Gull-gulur

6-9km

Appelsínugulur

9-12km

Vínrauður

12-15km

Svartur

15-18km

Silfurgrár

IMG_9481
IMG_9570
IMG_9146

Áskriftarleiðir

Ársáskrift að hlaupasamfélaginu
Tvær greiðsluleiðir: Eingreiðsla (54.900 kr) eða mánaðargreiðslur (4.900 kr á mánuði eða 58.800 kr). Binding í 12 mánuði. Það sama er innifalið í báðum geiðsluleiðum. Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé henni ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á [email protected]

Hlaupatörn er þriggja mánaða áskrift að hlaupasamfélaginu. Næsta hlaupatörn er 1. apríl-30. júní 2022. Árleg gjöf, vildarkort Náttúruhlaupa og sérverð á ferðum er ekki innifalið. 

Mánaðaráskrift án bindingar 
Verð: 8.900 kr á mánuði. Þessi leið verður í boði fljótlega og kemur í staðinn fyrir hlaupatörn. Upplagt ef viðkomandi vill prófa Hlaupasamfélagið eða vera ákveðið tímabil. Árleg gjöf og vildarkort Náttúruhlaupa og sérverð á ferðum fylgir ekki með. Lágmarksbinditími er 1 mánuður. Segja þarf áskriftinni upp með tveggja vikna fyrirvara með því að senda póst á [email protected], að öðrum kosti endurnýjast hún sjálfkrafa.

4.900kr

á mánuði 

(binding í 12. mán.)

Eða eingreiðsla 54.900 kr fyrir árið

25.900kr

Þrír mánuðir

EINGREIÐSLA

Innifalið fyrir árs áskrifendur

 • Vikuleg upplifunarhlaup þar sem velja má um mislangar vegalengdir á laugardagsmorgnum. Mismunandi upphafsstaðir í hverri viku.
 • Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Gæðaæfingar fara fram miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 17:30 – 18:30 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum.  
 • Fjallaæfingar eru á fimmtudögum kl. 17:30
 • Frjálst er að mæta á eins margar æfingar í viku og fólk vill en þátttakendur skrá sig á æfingarnar með nokkura daga fyrirvara. Æfingar fara ekki fram á rauðum dögum né í júlí og ágúst.
 • Sérverð í ákveðin keppnishlaup.
 • Gjöf merkt Náttúruhlaupum (afhent að vori til).
 • Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
 • Sérverð á flestum hlaupaferðum Náttúruhlaupa.

Upplifunaræfingarnar á laugardagsmorgnum

 • Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. 
 • Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman. 
 • Boðið er upp fimm getuskipta hópa, miðað er við að allir fái allt að 1,5 klst. á fótum burtséð frá getustigi.
 • Ekki þarf að binda sig við sömu vegalengdina hvern laugardag en velja þarf hóp með tilliti til hraða og getu.

Gæðaæfingar í miðri viku

 • Gæðaæfingar eru alltaf miðsvæðis og eru þær  1 klst. að lengd. Þar er lögð áhersla á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakendur stýra ákefðinni upp að vissu marki.
 • Boðið er upp á fimm gæðaæfingar í viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 17:30-18:30. Fimmtudagsæfingin er fjallaæfing. 
 • Þátttakendum er velkomið að mæta á fleiri en eina gæðaæfingu í viku.

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
Laugardagur
kl.9:00
Gæðaæfingar
Mánudagur
kl.17:30
Þriðjudagur
kl.17:30
Miðvikudagur
kl.17:30
Miðvikudagur
kl.17:30
Fjallaæfingar
Fimmtudagur
kl.17:30
Lengd hlaupa á upplifunaræfingum

6-9km

Gull-gulur

6-9km

Appelsínugulur

9-12km

Vínrauður

12-15km

Svartur

15-18km

Silfurgrár

Gull-gulur
6-9km

Sama vegalengd og appelsínuguli hópurinn hleypur nema hægari yfirferð. Hugsað fyrir þá sem koma úr gulum hóp af grunnnámskeiði.

Appelsínugulur
6-9km

Mjög þægilegur hraði og gengið upp flestar brekkur.

Vínrauður
9-12km

Þægilegur hraði og gengið upp lengri brekkur. Hentar mörgum sem koma úr rauðum hóp af grunnnámskeiði.

Svartur
12-15km

Nokkuð þægilegur hraði en færri stopp á leiðinni en hjá vínrauðum. Vanir hlauparar sem koma af grunnnámskeiði geta prófað svarta hópinn.

Silfurgrár
15-18km

Þessi hópur hentar flestum vönum utanvegahlaupurum. Hópurinn hleypur hraðar en sá svarti og er lítið stoppað. Mikill kostur ef fólk kann að fylgja GPS slóð ef teygist úr hóp.

Hvaða hópur hentar mér?

Þú bindur þig bara einn laugardag í einu og getur alltaf skráð þig í annan hóp næst.

Ef þú ert í vafa, má alltaf senda okkur línu á [email protected] eða spyrja þjálfarana okkar.

Myndasafn af æfingum okkar

Spurningar og svör