Ný og spennandi ferð verður farin 2020: Everest Maraþon í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn.

Tenzing Hillary Everest Maraþonið er alþjóðlegur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr Grunnbúðum Everst, 42 km leið niður í Namche Basar, höfuðstað Sherpana. Boðið verður upp á 60 km ultra maraþon, 42 km maraþon og 21 km hálfmaraþon. Í ferðinni er gert ráð fyrir góðum tíma til þess að aðlagast hæðinni þegar gengið verður upp í grunnbúðirnar fyrir hlaupið.

Fararstjórar í ferðinni verða þau Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Vilhjálmur Árnason. Þetta er 20 daga „einu sinni á ævinni“ ferð og farið verður af stað frá Íslandi 15. maí 2020.