Birkir Már Kristinsson

Birkir HK 100

Birkir er framkvæmdastjóri Arctic Running. Hann er menntaður sjúkraþjálfari og er að taka meistaragráði í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst. Birkir hefur hlaupið reglulega síðan hann var barn. Hann hefur tekið þátt í ótal hlaupakeppnum með góðum árangri. Eftir að hann uppgötvaði hlaup í náttúrunni fyrir 10 árum síðan, hefur hann kolfallið fyrir þeim. Hann hefur m.a. tekið þátt í Laugavegshlaupinu, Hengil Ultra sem er 81 km (50 mílna) fjallahlaup og 100 km fjallahlaupi í Hong Kong. Birkir hefur haft umsjón með náttúruhlaupanámskeiðunum síðan þau byrjuðu vorið 2014 og leggur áherslu á að fólk þjálfi skynsamlega og njóti upplifunarinnar.

 

Elísabet Margeirsdóttir

Elisabet Tor des Geants

Elísabet er ultra hlaupari, næringafræðingur og reglulega langhlaupari ársins. Hún hefur umsjón með svarta hópnum. Elísabet hefur lokið fjölmörgum fjallahlaupum og er hokin af reynslu þegar kemur að hlaupum í náttúrunni. Hún hefur meðal annars klárað Ultra Trail du Mt. Blanc, Transgrancanaria, Ultra Trail Mt. Fuji og Tor des Géants.

 

 

 

 

Gunnur Róbertsdóttir

GunnurGunnur er sjúkraþjálfari og leiðsögumaður Arctic Running og mun hún, eins og á síðustu námskeiðum, hafa umsjón með gula hópnum. Gunnur er vön að halda utan um og þjálfa hópa. Hún er glaðlynd, hvetjandi og hefur einstakt lag á að láta öllum líða vel og finna sig í hópnum. Að auki kennir hún einstaklega skemmtilegar styrktar- og jafnvægisæfingar. Hún lauk Laugavegshlaupinu 2016 með mjög góðum árangri og hljóp Laugaveginn með Náttúruhlaupurum 2017.

 

 

 

 

 

 

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé

Halldóra Lavaredo

Halldóra er þaulreyndur hlaupari og þríþrautarkona með meiru. Hún byrjaði að hlaupa skipulega 2011 og hljóp þá sitt fyrsta götumaraþon í Kaupmannahöfn og Laugavegshlaupið (55 km).

Árið 2012 byrjaði hún að æfa þríþraut. Tók þátt í sínum fyrsta Ironman í Cozumel í Mexíkó (sund 3,8 km, hjól 180 km, hlaup 42,2 km) og var í fjögurra manna liði í fyrstu Wow Cyclothon hjólakeppnninni hringinn í kringum Ísland með Silfurskottunum. Hún keppti í öllum vegalengdum í þríþrautarkeppnum á Íslandi, hálfum járnmanni, ólympískri þríþraut, hálfri ólympískri þríþraut og sprettþraut.  

Árið 2013 bættust gönguskíðin við og Halldóra var í fyrsta hópnum sem kláraði Íslenska Landvættinn er Landvættur #8. Landvættur gengur út að ljúka einni þraut í hverjum landsfjórðungi á tólf mánuðum, Fossavatnsgangan 50 km (vesturland), Bláalónsþrautin 60 km (suðurland), Urriðavatnssundið 2,5 km (austurland) og Jökulsárhlaupið 32,7 km (norðurland).  Á árinu 2013, hjólaði hún líka Jakobsstíginn (800 km) og tók þátt í Ironman Frankfurt í Þýskalandi. 

Á árinu 2014 fór hún í þriðju Ironman keppnina í Kalmar í Svíþjóð og fór í sitt fyrsta 100 km hlaup á Spáni, Trail Sierra de Las Nieves. Árið 2015 var fjallahlaupaárið mikla hjá Halldóru, en þá tók hún fyrst kvenna þátt í Mt. Esja Ultra (11 Esjur) og í CCC hlaupinu í Ultra Trail du Mont Blanc (102 km) auk þess kláraði hún fjórðu Ironman keppnina í Flórída í lok ársins. 

Á árinu 2016 tók hún þátt í Lavaredo Ultra Trail hlaupinu á Ítalíu (120 km) og kláraði sænska klassíkerinn, sem er fjórþraut í Svíþjóð sem þarf að klára á einu ári. Vasaloppet skíðaganga (90 km), Vätternrundan hjólakeppni (300 km), Vansbrosimningen sund (3 km) og Lidingöloppet (30 km).  

Unnur Árnadóttir

UAUnnur er menntaður sjúkraþjálfari, með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og er sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun. Hún byrjaði ung að hlaupa á eftir bolta og spilaði knattspyrnu í allmörg ár og er þeim ferli lauk hélt hún hlaupunum áfram án boltans. Unnur hefur að mestu leyti haldið sig á malbikinu og hefur lokið þremur maraþonum, í Berlín 2012, Kaupmannahöfn 2016 og Boston 2017. Náttúruhlaupin hafa smám saman fengið meira vægi hjá Unni en Laugaveginn hljóp hún 2013 og Vesturgötuna 2015. Einnig hefur hún tívegis tekið þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka. Ein af uppáhalds hlaupaleiðum Unnar er Fimmvörðuháls en hann hefur hún skokkað all nokkrum sinnum sér til skemmtunar í góðum félagsskap hlaupafélaga í ÍR-skokk.