Hlaupaferð í Dólómítana

Náttúruhlaup bjóða upp á spennandi hlaupaferð í Dólómítana. 

  • 27 ágúst- 2. sept. 2025
  • Skráning er opin
  • Verð: 319.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 309.000 kr.
  • Staðfestingargjald: 309.000 kr.
  • Hópastærð: 14-20
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Dólómítanir með Náttúruhlaupum!

Dólomítafjöllin eru sannkölluð útivistarparadís og þar er hægt að hlaupa ótal leiðir á milli fjallaskála í mögnuðu umhverfi. Í þessari ferð verður meðal annars hlaupið um svæði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, til dæmis Tre Cimes og Cinque Torri. Þetta svæði Ítalíu er einnig þekkt fyrir sögu sína frá fyrri heimstyrjöldinni og er gaman að kynna sér hana.

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin er miðlungskrefjandi og þarf fólk að vera í góðri þjálfun til að þola að vera lengi á fótum nokkra daga í röð.

Í ferðinni eru fjórir hlaupadagar og einn frjáls dagur. Hlaupaleiðirnar eru frá 10-20km með allt að 1.100m hækkun.

Þau sem það kjósa geta sleppt hlaupadegi og notið þess sem Cortina d´Ampezzo hefur upp á að bjóða. Eins verður einn frjáls dagur sem fólki gefst kostur á að verja að vild, m.a. er hægt að leigja sér hjól eða fara í göngutúr á eigin vegum.

Hópurinn hittist á flugvellinum í Munchen á degi eitt og er akstur innifalinn til og frá Cortina d’Ampezzo.

Hlaupaferð í Dólómítana

  • 27 ágúst- 2. sept. 2025
  • Skráning er opin
  • Hópastærð: 14-20
  • Verð: 319.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur 309.000 kr.
  • Hafðu samband [email protected]
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields