Landmannalaugar -
dagsferð
Náttúruhlauparar munu fara hlaupaferð um hið stórbrotna svæði við Landmannalaugar. Friðlandið að Fjallabaki er einstakt svæði og verður enginn svikinn af litadýrðinni og landslaginu.
Landmannalaugar 2022
hefst eftir
Landmannalaugar -
dagsferð
Þrjár vegalengdir eru í boði og leiðir eru mismunandi eftir því hvaða vegalengd er valin en allir fá stórkostlegt landslag!
Val um 3 hlaupa vegalendir:*
hækkun og lækkun
hækkun og lækkun
hækkun og lækkun
*Ef næg þátttaka næst
Fyrir hverja?
Stysta leiðin (11 km) er fyrir öll getustig nema algjöra byrjendur. Ekki er lögð áhersla á hraða heldur að njóta leiðarinnar. Gengið verður upp brekkur og stoppað reglulega til að taka myndir og þjappa hópnum saman.
17 km leiðin er fyrir nokkuð vana hlaupara sem hafa farið álíka vegalendir einhvern tímann áður. Þessi leið er m.a. fyrir þá sem eru á undirbúningsnámskeiðið fyrir 5VH Trail Run en þeir fá sér verð þar sem verðið er að hluta til innifalið í námskeiðinu.
25 km leiðin er aðeins fyrir vanari hlaupara sem hafa hlaupið að minnsta kosti jafn langt áður í fjalllendi. Hér verður áherslan líka á að njóta en þó verður farið hraðar yfir en í styttri vegalendinni. Athugið að þessi leið er m.a. fyrir þá sem eru á undirbúningsnámskeiði fyrir Laugavegshlaupið en þeir fá sér verð þar sem verðið er að hluta til innifalið í námskeiðinu.
Hvað er innifalið?
- Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum.
- Leiðsögn
- Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur.
Hvað er ekki innifalið?
- Matur og drykkur. Taka þarf með nesti eða kaupa það en við stoppum í sjoppu bæði á leiðinni í Landmannalaugar og á leiðinni í bæinn aftur.
Skyldubúnaður með í hlaupið:
- Hlaupajakki – gott að hafa hettu
- Síðerma hlaupapeysa
- Hlaupabuxur
- Vettlingar
- Buff eða húfa
- Fullhlaðinn sími
- 1 L af vökva
- Orka (nesti)
- Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)
- A.m.k. 2 góða hælsærisplástra
Gott að hafa með í hlaupinu:
- Sólgleraugu/hatt
- Sólaráburður
- Plástur og teygjubindi
- Álteppi (fæst í apótekum á um 300 kr.)
Farangur:
- Hrein föt til skiptana
- Hlý peysa og úlpa
- Auka húfa og vettlingar
- Auka skór
- Handklæði
- Sápa, sjampó og snyrtivörur
- Peningur/kort (öruggara að hafa þetta með á hlaupunum)
Hvað er innifalið?
- Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum.
- Leiðsögn
- Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur.
Hvað er ekki innifalið?
- Matur og drykkur. Taka þarf með nesti eða kaupa það en við stoppum í sjoppu bæði á leiðinni í Landmannalaugar og á leiðinni í bæinn aftur.
Spurningar og svör
Afbókunarreglur ferða
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected]
Næturferðir
- Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu, ef 90 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef um pakkaferð er að ræaða þar sem flug er innifalið, fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Að öðru leyti gilda sömu reglur og hér að ofan.
Dagsferðir
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.