Landmannalaugar dagsferð

Náttúruhlauparar munu fara hlaupaferð um hið stórbrotna svæði við Landmannalaugar. Friðlandið að Fjallabaki er einstakt svæði og verður enginn svikinn af litadýrðinni og landslaginu.

  • 17. ágúst 2025
  • Skráning opin
  • Almennt verð: 21.900 kr.
  • Lengd: 9-12km, 16-18km eða 22-25km
  • Hlaupaleið: Landmannalaugar: þrjár getuskiptar leiðir
  • Verð fyrir ársáskrifendur hlaupasamfélags NH: 20.900 kr.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Landmannalaugar dagsferð

Þrjár vegalengdir eru í boði og leiðir eru mismunandi eftir því hvaða vegalengd er valin en öll fá stórkostlegt landslag!

Val um þrjár hlaupa vegalengdir (ef næg þátttaka)

Lágmarksfjöldi til að ferðin sé farin er 30 manns. 

9-12km

Gera má ráð fyrir um 670 m
hækkun og lækkun

16-18km

Gera má ráð fyrir um 750 m
hækkun og lækkun

22-25km

Gera má ráð fyrir um 1150 m
hækkun og lækkun

Fyrir hverja

Stefnt er á að bjóða upp á þrjár vegalengdir með u.þ.b. þessum vegalengdum en með fyrirvara um breytingar.

Stysta leiðin (9-12 km) er fyrir öll getustig en þurfa að geta gengið þessa vegalengd í fjalllendi. Hluti hópsins skokkar og hluti hópsins gengur alla leiðina undir handleiðslu Ólafíu. Við hvetjum þátttakendur Náttúrugöngu og aðra sem vilja ganga frekar en að hlaupa að skrá sig. Ekki er lögð áhersla á hraða heldur að njóta leiðarinnar. Gengið verður upp brekkur og stoppað reglulega til að taka myndir og þjappa hópnum saman.

16-18 km leiðin er fyrir nokkuð vana hlaupara sem hafa farið álíka vegalengdir áður á árinu. 

22-25 km leiðin er aðeins fyrir vana hlaupara sem hafa hlaupið að minnsta kosti jafn langt áður í fjalllendi á árinu. Hér verður áherslan líka á að njóta en þó verður farið hraðar yfir en í styttri vegalengdunum. 

Hvað er innifalið?

Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum.

Leiðsögn

Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur.

Hvað er ekki innifalið?

Matur og drykkur. Taka þarf með nesti eða kaupa það, en við stoppum í sjoppu bæði á leiðinni í Landmannalaugar og á leiðinni í bæinn aftur.

Skyldubúnaður í hlaupinu:

Hlaupajakki – gott að hafa hettu

Síðerma hlaupapeysa

Hlaupabuxur

Vettlingar

Buff eða húfa

Fullhlaðinn sími

1 L af vökva

Orka (nesti)

Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)

A.m.k. tvo góða hælsæris-plástra

Gott að hafa með í hlaupinu:

Sólgleraugu/hatt

Sólaráburður

Plástur og teygjubindi

Álteppi (fæst í apótekum (um 300 kr.))

Farangur:

Hrein föt til skiptana

Hlý peysa og úlpa

Auka húfa og vettlingar

Auka skór

Handklæði

Sápa, sjampó og snyrtivörur

Peningur/kort (öruggara að hafa þetta með á hlaupunum).

Afbókunarreglur ferða

Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] en einnig má senda á [email protected]

Dagsferðir

Í dagsferð sem þessari, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.

Landmannalaugar dagsferð

  • 17. ágúst 2025
  • Skráning er opin
  • Hlaupaleið: Landmannalaugar: þrjár getuskiptar leiðir
  • Lengd: 9-12, 16-18 eða 22-25km
  • Almennt verð: 21.900 kr.
  • Verð fyrir ársáskrifendur hlaupasamfélags NH: 20.900 kr.
  • Hafðu samband [email protected]
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields