Keppnishlaup
um Fimmvörðuháls!
Leiðin um Fimmvörðuháls er ein fegursta gönguleið landsins. En hún er ekki síður frábær hlaupaleið.
5VH Trail Run
hefst eftir
Stórkostlegt landslag





Fimmvörðuhálshlaupið verður haldið í fyrsta skiptið laugardaginn 14. ágúst.
Hlaupið verður frá Skógum að Volcano Huts í Húsadal. Leiðin er um 28 km með rúmlega 1000 m. hækkun og álíka mikilli lækkun.
Um 10km af leiðinni er í meir en 800m hæð. Það er ávallt kaldara þann hluta leiðarinnar og stundum getur verið slagveður á hálsinum en fínasta veður neðar.
Ekki má vanmeta þetta og vera við öllu búin(n).

Leiðin liggur niður Kattarhryggi þegar nálgast fer Þórsmörk. Þetta er traustur stígur og ávallt a.m.k. meter á breidd. Ekki er um neinn halla að ráði að ræða. Útsýnið er dásamlegt og fyrir flesta er afskaplega gaman að hlaupa Kattarhryggina, enda eru þeir frægur hluti Fimmvörðuháls leiðarinnar.
Þó er tiltölega bratt til beggja hliða og þurfa keppendur að sýna sérstaklega mikla tillitsemi og nærgætni á þessum kafla. Óheimilt er að taka fram úr á þessu svæði og hafa ber í huga að sumir kunna að vera lofthræddir við þessar aðstæður. (Smelltu á mynd til að stækka.)

Verð
Hagstæðasta verðið fæst með því að tryggja sér aðgang fyrir 1. janúar.
Ársáskrifendur í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fá afsláttarkóða upp á 15% sem gildir á tvö fyrri tímabilin (til 30. júní). Enginn afsláttur er veittur eftir 30. júní. Ekki er hægt að fá afsláttinn eftir á hafi viðkomandi greitt fullt verð án þess að nýta kóðann.
Innifalið í skráningu
- Keppnisnúmer, brautarvarsla og tímataka
- Drykkjarstöðvar með vatni, íþróttadrykkur og banani við:
- Baldvinsskála (13km),
- Strákagil (23km) og
- Volcano Huts
- Sturtu- og klósettaðstaða að hlaupinu loknu
- Aðalvík langerma hettubolur frá 66° Norður. Velja þarf stærð við skráningu. Fæst í XS-2XL.
- Trúss frá Skógum að Volcano Huts
- Heilbrigðisstarfsfólk í Volcano Huts
Ekki innifalið í skráningu
Rútuferðir og matur að hlaupi loknu. Sendur verður póstur á þátttakendur góðum tíma fyrir hlaupið þar sem þeim gefst kostur á að versla mat og rútuferðir í forsölu. Með því að smella á flipana að ofan má sjá hvaða matur og rútuferðir eru í boði.
Matur í boði
- Kjöt- og grænmetissúpu hlaðborð 2.700 kr.
- Grillaður ostborgari 2.200 kr.
- Grillaður grænmetisborgari 2.200 kr.
Ferðir í boði
- Reykjavík > Skógar – 14.000 kr.
- Volcano Huts > Reykjavík – 14.000 kr.
- Skógar > Volcano Huts – 8.000 kr.
- Volcano Huts > Skógar – 8.000 kr.
- Volcano Huts > Krossá –1.500 kr.
Skógum í Húsadal
Skyldubúnaður
- Hlaðinn sími
- Bakpoki/hlaupavesti
- Álteppi (fæst ódýrt í flestum apótekum)
- Flauta (fylgir með mörgum hlaupavestum)
- Léttur skel jakki sem þolir vind og rigningu upp að einhverju marki.
- Húfa/buff, vettlingar
- A.m.k. 1 L af vökva
- Einhver næring (dæmi: gel, súkkulaði. Gott að nota það sem hefur reynst vel á æfingum)
- Náttúruhlaupaskór (trail skór)
Búnaður sem mælt er með
- Auka fatnaður (t.d. þunn peysa, skelbuxur)
- Sólgleraugu
- Sólarvörn
- Aukabatterí fyrir símann
- 112 Where ARE U appið
Öryggi
Öryggi er á ábyrgð þátttakenda. Skipuleggjendur munu gera eftirfarandi til að lágmarka hættu:
- Leiðin verður vel merkt
- Björgunarsveitin Dagrenning sér um drykkjarstöðvar við Baldvinsskála og í Strákagili. Þeir verða með sjúkrabörur og tæki til að nálgast fólk í neyðartilfellum.
- Brautarverðir verða við Kattarhryggi og í Langadal.
- Læknir og hjúkrunarfræðingur verða í markinu.
Leiðin um Fimmvörðuháls er ein fegursta og vinsælasta gönguleið landsins. Hún er ekki síður skmemmtileg náttúruhlaupaleið. Frá Skógum liggur leiðin meðfram Skógá þar sem ótal fossar blasa við, hverjum öðrum fallegri. Farið er yfir göngubrú, áin yfirgefin og farið austari leiðina meðfram akveginum og framhjá Balvinsskála. Þar verður drykkjarstöð. Nú er mesta hækkunin að baki en heildarhækkun er um 1000 m.
Næst er hlaupið um 3 km um Fimmvörðuhálsinn sjálfan þar til komið að Goðahrauni sem rann í eldgosinu árið 2010 úr gígunum, Magna og Móða. Hlaupið er í gegnum Goðahraun, framhjá gígunum.Fljótlega eftir Goðahraun hefst lækkunin. Farið er niður Bröttufönn og síðan Heljarkamb. Þar eru keðjur til stuðnings stuttan spotta og þarf að fara varlega. Leiðin er þó vel fær, jafnvel fyrir lofthrædda. Við tekur Morinsheiðin sem er flöt og þægileg að hlaupa. Þar eftir heldur lækkunin áfram og fljótlega er hlaupið yfir Kattahryggi. Þar þarf að taka tillit og fara varlega en sumir verða lofthræddir. Lækkunin heldur áfram niður í Strákagil. Þaðan er hlaupið tiltölulega þægilega leið framhjá Básum, göngubrúna yfir Krossá og að Volcano Huts í Húsadal.


Fimmvörðuhálshlaupið?
Leiðin er krefjandi. Viðkomandi þarf að vera í góðri þjálfun og ráða við hækkun og lækkun á hálendinu. Ekki er þó nauðsynlegt að fara hratt yfir. Fyrir fólk í góðu formi er vel hægt að ganga leiðina rösklega á innan við 7 klst en það eru tímamörkin. Í fyrra féll enginn á tíma, fólk kláraði hlaupið frá 2,50 klst. í 6,24 klst.
Hvort sem ætlunin er að ná sem bestum tíma eða nýta tækifærið og njóta leiðarinnar ættu allir, sem eru í formi og hafa heilsu til, að geta klárað leiðina innan tímamarka.