Hlauptu með okkur allt árið um kring!

Fyrir hverja?

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir vana hlaupara eða þá sem hafa farið á grunnnámskeið og vilja halda áfram að stunda reglulega náttúruhlaup í skemmtilegum félagsskap. 

Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu.  Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir.

Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur Hlaupasamfélagins valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg en krefjandi hlaupaverkefni.

Get ég skráð mig beint í Hlaupasamfélagið?

Ef þú ert algjör byrjandi í hlaupum þá er nauðsynlegt að fara á grunnnámskeið hjá okkur áður en þú skráir þig í Hlaupasamfélagið.

Ef þú ert ekki algjör byrjandi en hefur lítið hlaupið á náttúrustígum eða utanvega þá mælum við með að fara fyrst á grunnnámskeið. 

Á grunnnámskeiðinu er farið er yfir öll helstu undirstöðuatriði í tengslum við náttúruhlaupaþjálfun og vel haldið utan um hópa.

Lengd hlaupa eftir hópum

GULL GULUR

6-9 km

Sama vegalengd og appelsínuguli hópurinn nema hægar. Hugsað fyrir þá sem koma úr gulum hóp af grunnnámskeiði.

APPELSÍNUGULUR

6-9 km

Mjög þægilegur hraði og gengið upp allar brekkur. 

VÍNRAUÐUR

9-12 km

Þægilegur hraði og gengið upp lengri brekkur. Hentar mörgum sem koma úr rauðum hóp af grunnnámskeiði.

SVARTUR

12-15 km

Nokkuð þægilegur hraði en færri stopp á leiðinni. Vanir hlauparar sem koma af grunnnámskeiði geta prófað svarta hópinn.

SILFURGRÁR

15-18 km

Þessi hópur hentar flestum vönum utanvegahlaupurum.  Hópurinn hleypur hraðar en sá svarti og er lítið stoppað. Því mikill kostur ef fólk kann að fylgja GPS slóð ef teygist úr hóp.

Hvaða hópur hentar mér?

Ef þú ert í vafa um hvaða hópur hentar þér best skaltu endilega hafa samband við okkur (natturuhlaup (at) natturuhlaup.is eða spyrja þjálfarana okkar.

Áskriftarleiðir

Árs áskrift: mánaðargreiðslur
4.900 kr. á mánuði

Binding í 12 mánuði. Hægt er að segja áskriftinni upp með tveggja mánaða fyrirvara hvenær sem er eftir tíu mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok grunnnámskeiða.

Skráning í Hlaupasamfélagið opnar aftur 3. janúar 2022

Skráning í Hlaupasamfélagið opnar 31. jan.
Árs áskrift: eingreiðsla
54.900 kr.

Binding í 12 mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa nema henni sé sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok grunnnámskeiða.

Skráning í Hlaupasamfélagið opnar aftur 3. janúar 2022

Skráning í Hlaupasamfélagið opnar 31. jan.
Hlaupatörn: eingreiðsla
25.900 kr.

Hlaupatörn er þriggja mánaða áskrift að Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Hægt er að byrja hvenær sem er en næsta Hlaupatörn hefst 5. janúar og lýkur 31. mars (3 mánuðir).

Skráning í Hlaupasamfélagið opnar aftur 3. janúar 2022

Skráning í Hlaupatörn er opin
Hvað er innifalið í árs áskrift að Hlaupasamfélaginu?
 • Vikuleg upplifunarhlaup þar sem velja má um mislangar vegalengdir á laugardagsmorgnum (Upplifunaræfingar fara í jólafrí frá og með 18. desember en hefjast aftur 8. janúar. Júlí og ágúst eru sumarleyfismánuðir í Náttúruhlaupum og þá falla æfingar niður en ýmsar spennandi ferðir og viðburðir eru í boði á vegum náttúruhlaupa.
 • Vikulegar gæðaæfingar allt árið (færri gæðaæfingar eru skipulagðar í kringum jól og áramót og yfir hásumarið).
 • Fjölbreytt fræðslukvöld nokkrum sinnum á ári um efni sem tengist náttúruhlaupum, heilsu eða hamingju.
 • Lokaður Facebook hópur með upplýsingaflæði og hvatningu
 • Gjöf merkt Náttúruhlaupum (virði: 4.000-15.000)
 • Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
 • Sérstakt verð á hlaupaferðum á vegum Náttúrúhlaupa
 • Sérstakt verð á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa (Laugavegsnámskeið og Ultra námskeið).
 • Betri verð í keppnishlaup á vegum Náttúruhlaupa.
Hvenær eru æfingar?
 • Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Fimm æfingar á mismunandi stöðum mánudaga til fimmtudaga kl. 17:30. Frjálst er að mæta á aðra eða báðar æfingarnar. Þessar æfingar eru alltaf 1 klst. og fara fram miðsvæðis.
 • Vikuleg upplifunarhlaup þar sem velja má um mislangar vegalengdir á laugardagsmorgnum kl. 9:00. Mismunandi er hvar upphaf hlaupsins er og þátttakendur þurfa að koma sér þangað sjálfir. 
 • Allar æfingar birtast í STARA skráningarkerfinu
Upplifunaræfingar

Upplifunaræfingarnar á laugardagsmorgnum:

Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman. Boðið er upp á fimm mismunandi hópa eftir hraða. Ekki þarf að binda sig við sömu vegalengdina né láta vita fyrirfram.  Allar nánari upplýsingar um upplifunaræfingarnar (staðsetningu hópa og leiðir) má finna í skráningarkerfinu STARA.

Gæðaæfingar

Gæðaæfingar mánudaga til fimmtudaga 

Gæðaæfingar eru alltaf miðsvæðis og æfingin er ávallt 1 klst. Þar er lagt áherslu á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakandinn stýrir ákefðinni upp á vissu marki. Boðið er upp á fimm gæðaæfingar í viku mánudaga til fimmtudaga á milli kl. 17:30-18:30. Fimmtudagsæfingin er fjallaæfing. Þátttakendum er velkomið að mæta á fleiri en eina gæðaæfingu í viku.