https://www.facebook.com/natturuhlaup/videos/1803761799928238/

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir þá sem hafa farið á námskeið og vilja halda áfram að stunda náttúruhlaup… eða vana hlaupara sem hafa ekki verið á námskeiði. Við mælum með að aðrir fari á námskeið fyrst en þar er meira kennsla og utanumhald. Einnig er hægt að gerast NH Vinur, ársmeðlimur án þátttöku í hlaupasamfélaginu.

Áskriftarleiðir

Við bjóðum upp á þrenns konar áskriftir:

 1. Ársáskrift að hlaupasamfélaginu. Tvær greiðsluleiðir: Eingreiðsla (49.900 kr) eða mánaðargreiðslur (4.500 kr á mánuði eða 54.000 kr).
 2. Hlaupatörn: Þriggja mánaða áskrift að hlaupasamfélaginu. Verð: 25.900. Árleg gjöf ekki innifalin. 
 3. NH Vinir: Ársáskrift án þátttöku í hlaupasamfélaginu. Verð: 12.500.  Innifalið: vildarkort, árleg gjöf (afhent í vor), afsláttur á ýmsum hlaupaferðum. Einnig boð í a.m.k. einn viðburð hjá hlaupasamfélaginu á ári (hlaup og/eða fræðsla). Ekki aðgangur að hlaupaæfingum hlaupasamfélagsins.

Athugið að ársáskriftirnar (einnig NH Vinir) endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé þeim ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á natturuhlaup@arcticrunning.is eða senda einkaskilaboð á Facebook hópnum.

Hægt er að velja um að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Séu greiðsluseðlar valdir bætist við þjónustugjald fyrir hvern greiðsluseðil.

IMG 38571

Uppbygging á æfingum

Upplifunaræfingarnar á laugardagsmorgnum:

Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman. Boðið er upp á mismunandi vegalengdir á hverri æfingu. Ekki þarf að binda sig við sömu vegalengdina né láta vita fyrirfram. 

Gæðaæfingar í miðri viku:
Gæðaæfingar eru alltaf miðsvæðis og æfingin er ávallt 1 klst. Þar er lagt áherslu á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakandinn stýrir ákefðinni upp á vissu marki. Boðið er upp á þrjár gæðaæfingar í viku: á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 17:30-18:30. Þátttakendum er velkomið að mæta á fleiri eina æfingu í viku.

Árs áskrift: mánaðargreiðslur
4.500 kr. á mánuði

Árs áskrift með öllu ofangreindu inniföldnu. Binding í 12 mánuði (54.000 kr fyrir árið). Hægt er að segja áskriftinni upp með tveggja mánaða fyrirvara hvenær sem er eftir tíu mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok byrjenda námskeiða.

Skráning opin
Árs áskrift: eingreiðsla
49.900 kr.

Árs áskrift með öllu ofangreindu inniföldnu. Binding í 12 mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa nema henni sé sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok byrjenda námskeiða.

Skráning opin

Innifalið fyrir árs áskrifendur:

 • Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Þrjár æfingar á mismunandi stöðum á þriðjudögum og ein á miðvikudögum kl. 17:30. Frjálst er að mæta á aðra eða báðar æfingarnar. Þó er frí á rauðum dögum ásamt júlí og ágúst. Þessar æfingar eru alltaf 1 klst. og fara fram miðsvæðis.
 • Vikuleg upplifunarhlaup þar sem velja má um mislangar vegalengdir á laugardagsmorgnum. Mismunandi er hvar upphaf hlaupsins er og þátttakendur þurfa að koma sér þangað sjálfir. Tímabil 8 mánuðir: 1. september-1. desember og 1. febrúar-1. júlí. Ekki er hlaupið á rauðum dögum.
 • Fjölbreytt fræðslukvöld einu sinni til tvisvar á ári um efni sem tengist náttúruhlaupum, heilsu eða hamingju.
 • Lokaður Facebook hópur með upplýsingaflæði og hvatningu
 • Gjöf merkt Náttúruhlaupum (virði: 4.000-10.000)
 • Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
 • Sérstakt verð á hlaupaferðum á vegum Náttúrúhlaupa
 • Sér verð í ákveðin keppnishlaup.

Hlaupatörn

Við bjóðum upp á flokkinn Hlaupatörn í hlaupasamfélaginu sem valkost við að gerast áskrifandi. Hlaupatarnirnar standa yfir í þrjá mánuði og fara fram í apríl-júní og september-nóvember.

Hægt er að velja um að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Séu greiðsluseðlar valdir bætist við þjónustugjald fyrir hvern greiðsluseðil.

Hlaupatörn - þrír mánuðir (apríl-júní og sept-nóv.)
25.900 kr.

Hægt er að greiða í einni greiðslu eða skipta greiðslum í tvennt.

Líkt og í áskriftinni fæst Náttúruhlaupa afslátturinn af ferðum með því að vera skráð(ur) í Hlaupatörnina en hins vegar fylgja ekki afsláttakort né árleg gjöf með þessum flokki.

Vinsamlegast setjið natturuhlaup@natturuhlaup.is í tengiliðasafn ykkar svo að pósturinn lendi ekki í ruslinu.

 Hlaupatörnin er sept-nóvember 2020

Skráning opin

NH Vinir

NH Vinir: Ársáskrift án þáttöku í hlaupasamfélaginu
12.900 kr.
 • Afsláttur á flestum ferðum Náttúruhlaupa
 • Meðlimakort Náttúruhlaupa sem veitir afslátt í ýmsum hlaupatengdum verslunum
 • Gjöf merkt Náttúruhlaupum, 4.000-10.000 kr. virði. Afhent í vor.
 • Boð í a.m.k. einn atburð hjá hlaupasamfélaginu (hlaupaæfing og/eða fræðsla)
Skráning

Hópur fyrir alla!