Sýnin

Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að bæta heilsu og auka hamingju fólks með því að leiða það inn í nýjan lífstíl og vera farvegur fyrir fólk til að stunda hlaup í náttúrunni í góðum félagsskap.

Náttúruhlaup kynna fólki fyrir þessum lífstíl með grunnnámskeiðum í Náttúruhlaupum og er farvegur fyrir fólk með hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, hlaupaferðum innalands og erlendis ásamt fleirum námskeiðum og viðburðum. 

Rannsóknir benda til þess að náttúran hafi jákvæð áhrif á andlegu heilsu fólks. Eins eru jákvæð áhrif hreyfingar, bæði á líkama og sál, vel þekkt. Samfélag, vinátta og að tilheyra hópi, ýtir sömuleiðis undir hamingju og jafnvægi.

Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í náttúrunni. Náttúruhlaup stuðla einnig að því að fólk komist í gott form á skynsamlegan hátt undir faglegri handleiðslu. Með þessum hætti eru meiri líkur á að fólk geri hlaup í náttúrunni að lífstíl.

Þeim sem eru komnir í gott form og hafa áhuga á að keppa, komum við einnig til móts við enda eru getuskiptir hópar innan hlaupasamfélagsins. Einnig bjóðum við upp á undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið.

 

Náttúruhlauparar við kvöldsólarlag