Hér mun fara fram skráning á haustnámskeið Náttúruhlaupa 2018

 

  • Haustnámskeið (8 vikur, nákvæm dagsetning auglýst síðar), verð: 24.900 kr.

ATH! Hægt er að fá námskeiðin niðurgreidd hjá sumum stéttarfélögum. Bæði er hægt að nýta íþrótta- og námskeiðsstyrki.

 

SKRÁNING FYRIR ÞÁ SEM HAFA VERIÐ ÁÐUR

Við erum að vinna í því að aðskilja hlaupasamfélagið frá námskeiðunum þannig að þeir sem áður hafa tekið þátt þurfi ekki að fara í gegnum sömu fræðsluna aftur. Hafir þú áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur og vilt taka upp þráðinn, skráðu þig hér. Athugið að þessi skráning er aðeins fyrir þá sem hafa tekið þátt í námskeiði áður (burtséð frá vegalengd/getustígi).

 

 

Skráning í gulan hóp sunnudaga kl. 09:00 

Guli hópurinn er fyrir algjöra byrjendur.  Ef þu vilt læra að hlaupa í fallegu umhverfi undir faglegri leiðsögn sjúkraþjálfara, er þetta hópur fyrir þig. Hér er gengið og skokkað til skiptis og ekki farnar langar vegalengdir. Þessi hópur hleypur kl. 9:00 á laugardagsmorgnum. Skráðu þig hér:

 

 

Skráning í rauðan hóp fimmtudaga kl. 17:20

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs. Yfirleitt er farið 6-8 km en gæti stundum verið aðeins lengra. Skráðu þig hér:

 

Skráning í rauðan hóp sunnudaga kl. 09:00

Samskonar hópur og fimmtudagshópurinn, bara önnur tímastning. Skráðu þig hér:

 

Skráning í svartan hóp sunnudaga kl. 09:00

Svarti hópurinn er fyrir vana hlaupara sem hafa ekki tekið þátt áður hjá okkur. Ekki þarf að vera reynsla af hlaupum í náttúrunni en þú þarft að hafa hlaupið reglulega í a.m.k. ár. Upplagður hópur fyrir götuhlaupara sem vilja prufa að hlaupa fjölbreyttar leiðir í íslenskri náttúru undir leiðsögn ultrahlaupara. Fyrstu 2-3 skiptin verður farið yfir mikilvæg atriði varðandi hlaup í náttúrunni en síðan verður áherslan á hlaup og þá verður verður vegalengdin yfirleitt 10-15 km. Gert er ráð fyrir að fólk sé í góðu hlaupaformi og hafa reynslu af lengri hlaupaæfingum. Ekki er gerð krafa á mikinn hraða. Skráðu þig hér: