Námskeiðin

Skipt er í tvo hópa eftir getu og reynslu. Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn), þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup (rauði hópurinn). Mjög vanir hlauparar sem vilja auka þol og færni sína á stígum og fjalllendi, geta farið beint í hlaupasamfélagið.

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn fagaðila. Það verður gengið og hlaupið til skiptis. Viðmiðunarmarkmið er að hlaupa stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins. Einnig fyrir þátttakendur sem hafa áður hlaupið með gula hópnum og vilja gera það áfram.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs. Yfirleitt er farið 6-10 km.

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa

Þegar fólk hefur verið á a.m.k. einu námskeiði hjá okkur, fær það aðgang að hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, kjósi það að halda áfram að hlaupa með okkur.  Hlaupasamfélagið er farvegur fyrir þennan dásamlega lífstíl. Fólk sem hefur verið áður með okkur en tekið hlé, getur farið beint inn í hlaupasamfélagið vilji það detta í gleðina á ný!

[epsshortcode id=208]