Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir fólk sem elskar að hlaupa úti í náttúrunni í skemmtilegum félagsskap. Við mælum með að byrjendur í hlaupum og/eða utanvegahlaupum fari fyrst á grunnnámskeið.
Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu! Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir.
Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg og krefjandi hlaupaverkefni skv. vikuáætlun.
„Náttúruhlaup eru lífsbreytandi, ef þú ferð all-in og mætir 2-3x í viku, þá breytist lífið, ekki flókið.“ - Þátttakandi
Lengd hlaupa á upplifunaræfingum eftir hópum
Við erum stolt af fólkinu okkar, þau endurspegla gildi Náttúruhlaupa: Lífsgleði - Fagmennska - Umhyggja. Það má kynnast þjálfurum og leiðtogum betur hér.
Nei, því miður eru hundar hvorki leyfðir í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa né Náttúrugöngu.
Við elskum hunda og skiljum vel að hundaeigendur vilji hafa þá með en þurfum að taka tillit til annarra þátttakenda. Sem dæmi eru sumir hræddir við hunda, aðrir með hundaofnæmi og slíkar þarfir ganga fyrir.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í gráum og grænum hóp þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173
Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.
Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.
Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.
Laugardagsæfingar hlaupasamfélagsins eru þannig hugsaðar að allir fái a.m.k. 90 mínútna hlaup/hreyfingu burtséð frá hvaða vegalend hentar þeim/hversu langt þeir fara á þessum tíma. Einnig má alltaf auka vegalendina með því að fara sjálf/ur auka hring fyrir eða eftir æfinguna og mörg gera það. Það er fólk innan allra hópa sem væru til í að fara lengra á sínum hraða en ef ef viðkomandi ræður ekki við hraðann í hópum sem fara lengri vegalengdir, þarf að lengja á eigin vegum. Þetta er gert til að æfingarnar taki ekki of langan tíma.
Ársáskrifendur binda sig í eitt ár, hvort sem greitt er með mánaðargreiðslum eða eingreiðslu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa eftir árið nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected].
Eftir árið, geta þeir sem greiða mánaðrgreiðslu sagt áskriftinni upp með eins mánaða fyrirvara.
Áskrifendur í mánðaráskrift án bindinga, skuldbinda sig að greiða einn mánuð í einu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected]. Segja þarf áskriftinni upp með tveggja vikna fyrirvara.
Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.
Aðeins er hægt að ná í kvittun á PDF formi í gegnum tölvu eða vafra á síma.
Í appinu
1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2. Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í vafra(tölvu)
1. Farið í vafra og inn á síðuna: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2. Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3. Hægt er að niðurhala kvittunum á PDF formi í reikningar.
Í raun er það einstaklingsbundið þó flestum finnist bakpokarnir þægilegri auk þess sem þeir eru plássmeiri. Svona heilt yfir þá er í styttri hlaupum í góðu veðri nóg að vera með hlaupabelti en í vetrarhlaupum er gott að hafa hlaupabakpoka og geyma þá auka húfu og vettlinga ásamt einhverri orku í pokanum.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields