Hlaupasamfélagið

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir fólk sem elskar að hlaupa úti í náttúrunni í skemmtilegum félagsskap. Við mælum með að byrjendur í hlaupum og/eða utanvegahlaupum fari fyrst á grunnnámskeið.

Á upplifunaræfingum á laugardögum má velja um fimm hlaupahópa eftir getu!  Fjölbreyttar staðsetningar og leiðir. 

Mánudaga til fimmtudaga geta áskrifendur valið um að mæta á fjölbreyttar gæðaæfingar þar sem þjálfari leggur fyrir skemmtileg og krefjandi hlaupaverkefni skv. vikuáætlun. 

„Náttúruhlaup eru lífsbreytandi, ef þú ferð all-in og mætir 2-3x í viku, þá breytist lífið, ekki flókið.“ - Þátttakandi

Lengd hlaupa á upplifunaræfingum eftir hópum

5-7km
Gull-Gulur
7-9km
Appelsínugulur
10-13km
Vínrauður
10-13km
Fjólublár
14-20km
Grár
14-20km
Grænn

Hlaupasamfélagið Áskriftarleiðir

Ársáskrift
kr 5.200
á mánuði
Ársáskrift að Hlaupasamfélaginu er hagstæðasta leiðin til að taka þátt í Hlaupasamfélaginu. 

Hægt er að velja um tvær greiðsluleiðir:

Eingreiðsla (57.900 kr)
Mánaðargreiðslur (5.200 kr á mánuði í 12 mánuði).

Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé henni ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á [email protected]. Athugið að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.
Skráning
Mánaðaráskrift
kr 8.900
á mánuði
Mánaðaráskrift án bindingar er upplögð leið ef þú vilt prófa að vera með í Hlaupasamfélaginu eða vera aðeins ákveðin tímabil.

Áskriftin hefst við skráningu og endurnýjast sjálfkrafa á mánaðarfresti nema að áskriftinni sé sagt upp.

Verð: 8.900 kr. á mánuði.

Athugið að sérverð á ferðum, námskeiðum og keppnum, vildarkort ársáskrifenda og árleg gjöf er ekki innifalið í þessari leið.
Skráning

Innifalið fyrir árs áskrifendur

Vikuleg upplifunarhlaup þar sem hægt er að hlaupa með fimm mismunandi hópum á laugardagsmorgnum. Alltaf nýr upphafsstaður og hlaupaleið í hverri viku.
Vikulegar gæðaæfingar allt árið. Gæðaæfingar fara fram miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu kl. 17:30-18:30 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Ath. minna úrval æfinga í júlí og ágúst.
Fjallahlaupaæfingar eru á fimmtudögum kl. 17:30.
Styrktaræfingar í sal á sunnudögum
Frjálst er að mæta á eins margar æfingar í viku og fólk vill en þátttakendur skrá sig á æfingarnar með nokkurra daga fyrirvara.
Í vikulegum netpósti fá áskrifendur aðgang að æfingaáætlun fyrir hvern getuhóp (gull, appelsínugulur, vínrauður, grár og grænn).
Æfingar í Hlaupasamfélaginu falla niður á flestum stórhátíðardögum og æfingar á frídögum geta verið með breyttu sniði. Í júlí og ágúst eru æfingar kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum (sumaræfingar).
Sérverð í hlaupaferðir, ákveðin keppnishlaup, á undirbúningsnámskeið og grunnnámskeið
Vildarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
Gjöf merkt Náttúruhlaupum (afhent að vori til).
Mánaðaráskrift án bindingar: Aðgangur að öllum æfingum Hlaupasamfélagsins en gjöf, vildarkort og sérverð er ekki innfalið.

Upplifunaræfingar á laugardögum

Við hlaupum á mismunandi stöðum í náttúrunni á Höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. 
Á upplifunaræfingum hleypur fólk á sínum þægilega hraða og áherslan er á að njóta og hafa gaman.
Hópar eru getuskiptir þannig að allir fá svipaðan tíma á fótum þó vegalengdir séu mismunandi.
Ekki þarf að binda sig við sama hóp hvern laugardag en velja þarf hóp með tilliti til hraða og getu.

Gæðaæfingar

Gæðaæfingar eru flestar miðsvæðis og eru þær 1 klst. að lengd. Þar er lögð áhersla á hraðabreytingar, brekkur, styrktaræfingar og hlaupastíl en þátttakendur stýra ákefðinni upp að vissu marki.
Boðið er upp á gæðaæfingar fyrir öll getustig á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum auk hraðari hópa (Grár/Grænn) á miðvikudögum (öll getustig) kl. 17:30-18:30.
Á fimmtudögum kl. 17:30 er fjallahlaupaæfing fyrir öll getustig og fjallagæðaæfing (Grár/Grænn).
Á þriðjudags morgnum kl. 06:30 er farið Úlfarsfellið 
Á sunnudögum kl. 11:50 og 13:00 er Hlaupastyrkur í boði (sérhannaðir styrktartímar fyrir hlauptara) á heilsuræktarstöðinni Katla Fitness.
Áskrifendur geta mætt á fleiri en eina gæðaæfingu í viku, en við mælum með ákveðnum æfingum fyrir mismunandi getustig. 
Vikuleg hlaupaáætlun fylgir eftir því hvaða litakóðaða upplifunaræfing hentar sem þátttakendur geta stuðst við.

Tímasetning æfinga

Upplifunaræfingar
  • Laugardaga kl. 9:00
  • Nýr fjólublár hópur hefur göngu sýna 23. nóvember. Hann fer svipaða vegalengd og vínrauði og er á milli vínrauða og gráa í hraða.
Gæðaæfingar
  • Mánudaga kl. 11:50
  • Mánudaga kl. 17:30
  • Úlfarsfell
    Þriðjudaga kl. 6:30
  • Þriðjudaga kl. 17:30
  • Þriðjudaga (lengri) kl. 17:30
  • Miðvikudaga kl. 17:30
  • Hlaupastyrkur
    Sunnudaga kl. 11:50
  • Hlaupastyrkur
    Sunnudaga kl. 13:00
Fjallaæfingar
  • Fjallahlaup
    Fimmtudaga kl. 17:30
  • Fjallagæði
    Fimmtudaga kl. 17:30
Lengd hlaupa á upplifunaræfingum
5-7km
Gullgulur
7-9km
Appelsínugulur
10-13km
Vínrauður
14-20km
Grár
14-20km
Grænn

Hópaskipting

Lengd og ákefð hópa á upplifunaræfingum.
Gull-gulur5-7km
Mjög rólegur og þægilegur hraði þar sem er hlaupið og gengið til skiptis og gengið upp brekkur. Frábær hópur fyrir hlaupara sem vilja fara rólega og njóta allan tímann. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði.
Fjólublár10-13km
Fjólublái hópurinn fer svipaða vegalengd og vínrauði og er á milli vínrauða og gráa í hraða.
Appelsínugulur7-9km
Mjög rólegur og þægilegur hraði þar sem er gengið upp brekkur. Frábær hópur fyrir hlaupara sem vilja fara rólega og njóta allan tímann. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði.
Grár14-20km
Grái hópurinn fer aðeins hraðar yfir og lengra en vínrauði hópurinn. Í hópnum eru vanir hlauparar og mörg þjálfa reglulega fyrir utanvega- og ofurhlaup.
Vínrauður10-13km
Þægilegur hraði og gengið upp flestar brekkur. Hentar mörgum sem koma af grunnnámskeiði. Í hópnum eru einnig vanir hlauparar og mörg þjálfa reglulega fyrir utanvegahlaup.
Grænn14-20km
Græni hópurinn fer yfirleitt sömu vegalengd og grái hópurinn en fer hraðar yfir. Í hópnum eru vanir og hraðari hlauparar sem þjálfa fyrir utanvega- og ofurhlaup.
Hvaða hópur hentar mér?
Þú bindur þig bara einn laugardag í einu og getur alltaf skráð þig í annan hóp næst. Ef þú ert í vafa, má alltaf senda okkur línu á [email protected] eða spyrja þjálfarana okkar.

Náttúruhlaup eru lífsbreytandi, ef þú ferð all-in og mætir 2-3x í viku, þá breytist lífið, ekki flókið.

Í október 2022 skellti ég mér á Grunnnámskeið hjá Náttúruhlaupum og fór í kjölfarið í Hlaupasamfélag NH. Klárlega ein af betri ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu.

Þrátt fyrir að hafa aðeins sprett úr spori fyrir einhverjum árum síðan tel ég það ekki einu sinni með því það veitti mér enga gleði og ég fann aldrei taktinn. Bara blóðbragð í munni, kvöl og pína.

Núna hinsvegar gefa hlaupin mér orku og hreinsa hugann. Gjafirnar sem að hlaupalífið hefur síðan fært mér á þessum tveimur árum eru eitthvað sem mig óraði aldrei fyrir að yrðu svona stórkostlegar. Náttúran, ævintýrin, áskoranirnar, hlaupavinirnir, samveran, hugleiðslan og hlaupavíman.

Máney Sveinsdóttir

Virkilega skemmtilegur hópur og gott að koma inn sem nýliði.

Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en ákvað að skrá mig á grunnnámskeið Náttúruhlaupa og prófa.

Ég lærði að hlaupa og njóta og fann fljótt að utanvegahlaupin eiga vel við mig og lærði hvað það er gott að fara út sama hvernig viðrar (næstum því allavega).

Ég fór hægt af stað en hef hlaupið nánast daglega undanfarið ár ýmist í hópum Náttúruhlaupa eða sjálf.
Helstu kostir Hlaupasamfélags NH eru að hægt er að flakka á milli hópa eins og hentar hverju sinni, vegalengda og hraða. Svo eru fjallaæfingarnar sem eru mínar uppáhalds!

Það er þægilegt að þurfa bara að skrá sig og mæta á staðinn og þurfa ekki að finna staðsetningu og vegalengd sjálf.

Alltaf nýjar leiðir, gleði og gaman.

Afslættir sem fylgja áskriftinni koma sér líka vel fyrir allan þann búnað sem hlaupara sæmir að eiga.

Það er alltaf gleði á æfingum og þjálfararnir boðnir og búnir til að hjálpa/leiðbeina og peppa.

Ég mæli heilshugar með Náttúruhlaupum fyrir alla.

Geggjað samfélag og frábærir hlaupafélagar og bara ein besta ákvörðun sem maður hefur tekið!

Ég er svo endalaust þakklát fyrir frábæra þjálfara, fjölbreyttar æfingar, félagsskapinn, hvatninguna og ráðin. Alltaf svo góð stemmning á æfingum og gaman að mæta.

Harpa Heimisdóttir

Mér finnst skemmtilegt að uppgötva nýjar leiðir í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Finnst dásamlegt að geta stoppað og notið en ekki þurfa að bruna, það var nýtt fyrir mér í upphafi - njóta en ekki þjóta :) Gæðaæfingarnar eru hnitmiðaðar og góðar.

Í hlaupasamfélagi NH upplifði ég fyrst nokkrar af fallegustu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins sem ég hefði aldrei viljað missa af.

Það að vera í hlaupasamfélaginu gerir ekki minna fyrir sálarlífið en líkamann.

Alltaf jafn yndislegt að hlaupa með frábærum hópi hlaupafélaga og einstökum þjálfurum - alltaf jafn gaman alveg sama hvernig veðrið er!

Skipulag til fyrirmyndar, þjálfarar alltaf hvetjandi og gefa góð ráð fyrir utan að vera ótrúlega skemmtileg þannig að mann langar alltaf að mæta á æfingar.

Hlaupasamfélagið í heild myndar frábæra stemmningu og orku sem maður tekur með sér út í hversdaginn eftir æfingar :)

Mæli 100% með!

Kristjana

Ástríða fyrir hlaupum út í náttúrunni og samvera með hressu fólki en þetta skín í gegn hjá þjálfurum sem eru alltaf hressir og kátir og svo mikið til í njóta sama hvernig sem vindar blása.

Meiriháttar í alla staði. Fjölbreytt og frábærir þjálfarar. Hlakka alltaf til að mæta :)

Hlaupasamfélag NH einkennist af ástríðu fyrir hlaupum út í náttúrunni og samvera með hressu fólki.

Þetta skín í gegn hjá þjálfurum sem eru alltaf hressir og kátir og svo mikið til í að njóta sama hvernig sem vindar blása.

Það er gott að tilheyra hlaupasamfélaginu, góður andi á æfingum, hvetjandi og hæfir þjálfarar.

Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.

Árný Inga

Mér finnst náttúruhlaupin frábær og henta mér mjög vel.

Maður getur skipt um hóp eftir forminu. Allir hópstjórar frábærir.

Allir fá að hlaupa á sínum forsendum.

Svavar

Er hrikalega ánægð með ykkur. Þjálfararnir æði og leiðirnar skemmtilegar. Þið hugsið mjög vel um okkur. Fjölbreytnin er svo skemmtileg hjá ykkur.

Dásamlegt hlaupasamfélag með góðum hlaupavinum og frábærum þjálfurum. Alltaf gleði og ljós í hjartað. Þakklát fyrir vináttuna, flottar leiðir, gleði og stuðning.

Fólkið okkar

Við erum stolt af fólkinu okkar, þau endurspegla gildi Náttúruhlaupa: Lífsgleði - Fagmennska - Umhyggja. Það má kynnast þjálfurum og leiðtogum betur hér.

Spurt og svarað

Nei, því miður eru hundar hvorki leyfðir í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa né Náttúrugöngu.

Við elskum hunda og skiljum vel að hundaeigendur vilji hafa þá með en þurfum að taka tillit til annarra þátttakenda. Sem dæmi eru sumir hræddir við hunda, aðrir með hundaofnæmi og slíkar þarfir ganga fyrir.

Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í gráum og grænum hóp þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173

Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.

  • Til að velja hóp sem hentar, má endilega prufa sig áfram. Fyrir hvern laugardag, skrá náttúruhlauparar sig í hóp. Það má því alltaf breyta um hóp næsta laugardag.
  • Í öllum hópum, nema gráum og grænum, eru tveir leiðtogar. Gullgulir halda hópinn vel, þar er gengið og hlaupið til skiptis og mörg upplifunarstopp tekin.
  • Í gráa og græna hópunum eru iðkendur hvattir til að vera með GPS track sjálfir og þeim frjálst að fara á undan leiðtoganum.
  • Í hinum fjórum hópunum (gullgulum, appelsínugulum, vínrauðum, fjólubláum ), eru leiðtogar fremst og aftast og engin skilinn eftir nema í samráði við iðkandann. Ef iðkandinn er iðulega fremstur í hóp og væri til í að fara aðeins hraðar eða finnst stoppað of lengi, er tilvalið að prufa hópinn fyrir ofan og sjá hvort hann henti betur.
  • Eins ef iðkandinn er einn með leiðtoga aftast og dregst stöðugt aftur úr hópnum, er æskilegt að færa sig í hóp sem fer hægar.
  • Viðmiðið er að allir fái a.m.k. 1.5 klst á fótum, burtséð frá vegalengd. Það eru iðkendur í öllum hópum sem gætu hugsað sig að fara lengri vegalengdir á sínum hraða en því miður þurfum við að miða við að æfingar taki ekki of langan tíma. Ef viðkomandi ræður ekki við hraðann í hópum sem fara lengri vegalengdir, er upplagt að lengja á eigin vegum eftir æfinguna. 

Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.

  • Til að velja hóp sem hentar, má endilega prufa sig áfram. Fyrir hvern laugardag, skrá náttúruhlauparar sig í hóp. Það má því alltaf breyta um hóp næsta laugardag.
  • Í öllum hópum, nema gráum og grænum, eru tveir leiðtogar. Gullgulir halda hópinn vel, þar er gengið og hlaupið til skiptis og mörg upplifunarstopp tekin.
  • Í gráa og græna hópunum eru iðkendur hvattir til að vera með GPS track sjálfir og þeim frjálst að fara á undan leiðtoganum.
  • Í hinum fjórum hópunum (gullgulum, appelsínugulum, vínrauðum, fjólubláum ), eru leiðtogar fremst og aftast og engin skilinn eftir nema í samráði við iðkandann. Ef iðkandinn er iðulega fremstur í hóp og væri til í að fara aðeins hraðar eða finnst stoppað of lengi, er tilvalið að prufa hópinn fyrir ofan og sjá hvort hann henti betur.
  • Eins ef iðkandinn er einn með leiðtoga aftast og dregst stöðugt aftur úr hópnum, er æskilegt að færa sig í hóp sem fer hægar.
  • Viðmiðið er að allir fái a.m.k. 1.5 klst á fótum, burtséð frá vegalengd. Það eru iðkendur í öllum hópum sem gætu hugsað sig að fara lengri vegalengdir á sínum hraða en því miður þurfum við að miða við að æfingar taki ekki of langan tíma. Ef viðkomandi ræður ekki við hraðann í hópum sem fara lengri vegalengdir, er upplagt að lengja á eigin vegum eftir æfinguna. 

Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.

  • Til að velja hóp sem hentar, má endilega prufa sig áfram. Fyrir hvern laugardag, skrá náttúruhlauparar sig í hóp. Það má því alltaf breyta um hóp næsta laugardag.
  • Í öllum hópum, nema gráum og grænum, eru tveir leiðtogar. Gullgulir halda hópinn vel, þar er gengið og hlaupið til skiptis og mörg upplifunarstopp tekin.
  • Í gráa og græna hópunum eru iðkendur hvattir til að vera með GPS track sjálfir og þeim frjálst að fara á undan leiðtoganum.
  • Í hinum fjórum hópunum (gullgulum, appelsínugulum, vínrauðum, fjólubláum ), eru leiðtogar fremst og aftast og engin skilinn eftir nema í samráði við iðkandann. Ef iðkandinn er iðulega fremstur í hóp og væri til í að fara aðeins hraðar eða finnst stoppað of lengi, er tilvalið að prufa hópinn fyrir ofan og sjá hvort hann henti betur.
  • Eins ef iðkandinn er einn með leiðtoga aftast og dregst stöðugt aftur úr hópnum, er æskilegt að færa sig í hóp sem fer hægar.
  • Viðmiðið er að allir fái a.m.k. 1.5 klst á fótum, burtséð frá vegalengd. Það eru iðkendur í öllum hópum sem gætu hugsað sig að fara lengri vegalengdir á sínum hraða en því miður þurfum við að miða við að æfingar taki ekki of langan tíma. Ef viðkomandi ræður ekki við hraðann í hópum sem fara lengri vegalengdir, er upplagt að lengja á eigin vegum eftir æfinguna. 

Laugardagsæfingar hlaupasamfélagsins eru þannig hugsaðar að allir fái a.m.k. 90 mínútna hlaup/hreyfingu burtséð frá hvaða vegalend hentar þeim/hversu langt þeir fara á þessum tíma.  Einnig má alltaf auka vegalendina með því að fara sjálf/ur auka hring fyrir eða eftir æfinguna og mörg gera það. Það er fólk innan allra hópa sem væru til í að fara lengra á sínum hraða en ef ef viðkomandi ræður ekki við hraðann í hópum sem fara lengri vegalengdir, þarf að lengja á eigin vegum. Þetta er gert til að æfingarnar taki ekki of langan tíma.

Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.

Ársáskrifendur binda sig í eitt ár, hvort sem greitt er með mánaðargreiðslum eða eingreiðslu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa eftir árið nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected].

Eftir árið, geta þeir sem greiða mánaðrgreiðslu sagt áskriftinni upp með eins mánaða fyrirvara.

Áskrifendur í mánðaráskrift án bindinga, skuldbinda sig að greiða einn mánuð í einu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected]. Segja þarf áskriftinni upp með tveggja vikna fyrirvara.

Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.

Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir.

Aðeins er hægt að ná í kvittun á PDF formi í gegnum tölvu eða vafra á síma.

Í appinu

1. Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.

2. Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingaráskriftirkvittanir og það sem er ógreitt.

Í vafra(tölvu)

1. Farið í vafra og inn á síðuna: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup

2. Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.

3. Hægt er að niðurhala kvittunum á PDF formi í reikningar.

Í raun er það einstaklingsbundið þó flestum finnist bakpokarnir þægilegri auk þess sem þeir eru plássmeiri. Svona heilt yfir þá er í styttri hlaupum í góðu veðri nóg að vera með hlaupabelti en í vetrarhlaupum er gott að hafa hlaupabakpoka og geyma þá auka húfu og vettlinga ásamt einhverri orku í pokanum.

Skráning á æfingar

Áskrifendur skrá sig á æfingar í Abler appinu eða í tölvu/vafra með því að smella á hnappinn.
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields