Hlaupanámskeið fyrir byrjendur  

Grunnnámskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi leiðir í íslenskri náttúru í Reykjavík og í nálægum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þeirra. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum.

Fræðslukvöld er innifalið á hverju námskeiði auk þess þess sem þjálfarar munu fræða jafnóðum um hlaupastíl og atriði sem hafa þarf í huga þegar hlaupið er í náttúrunni. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni.

Á námskeiðinu er hlaupurum skipt upp í tvo hópa eftir getustigi, gulan og rauðan hóp. Guli hópurinn er fyrir byrjendur og þar er gengið og hlaupið til skiptis. Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang. Sameiginleg náttúruhlaup eru tvisvar í viku og nefnast annars vegar upplifunarhlaup og hins vegar gæðaæfingar en þá hlaupa allir hópar saman miðsvæðis.

Námskeiðin eru 4 vikur og fara fram þrisvar á ári, að vetri, vori og hausti.

 
 

Hlaupanámskeið fyrir krakka 

Gefðu barni þínu dýrmæta gjöf!

Það er dýrmætt að geta hlaupið. Reimað á sig hlaupaskóna hvar og hvenær sem er og notið þess að hreyfa sig. Ekki síst ef hægt er að njóta náttúrunnar á sama tíma.

Því fyrr sem börn venjast því að gera hlaup að lífsstíl, því líklegra er að þau munu tileinka sér það. Að kenna börnum að hlaupa er gjöf sem mun halda áfram að gefa allt þeirra líf.

 

Laugavegsnámskeið

Þetta 14 vikna námskeið hefst laugardaginn 10. apríl og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 17. júlí 2020. Reynslumiklir þjálfarar koma að námskeiðinu og verður umsjónarmaður Elísabet Margeirsdóttir.

Það verða tvær sameiginlegar æfingar á viku með þjálfara, ein löng á laugardögum þar sem verður alltaf farin ný og spennandi leið og ein styttri gæðaæfing á stígum í miðri viku. 

Hóp er skipt í þrjú getustig á laugardögum. 

Tveir sérstakir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. Æfingaprógram eftir getu verður sent vikulega á alla þátttakendur. 

Athugið: Laugavegsnámskeiðið 2020 seldist upp hratt!

 

Ultra námskeið

Þetta nýja námskeið er hugsað fyrir hlaupara sem hafa góðan bakgrunn og reynslu af náttúruhlaupum. Æskilegt að þátttakendur hafi t.d. lokið Laugavegshlaupinu á undir sjö klukkutímum eða náð sambærilegum árangri í öðru utanvegahlaupi. Sniðið fyrir þá sem stefna á að keppa í lengri og krefjandi utanvegakeppnum á borð við Hengil Ultra 50/100km, Mt. Esja Marathon, Laugavegshlaupið eða lengri hlaup erlendis (100km+).

Æfingaprógramið hefst 11. janúar og mun námskeiðið standa yfir í 20 vikur
 

Við bendum ykkur á að fylgjast með fréttum af Náttúruhlaupum með því að skrá ykkur á póstlistann okkar. Þannig fáið þið fréttirnar af því hvenær skráningar opna, nýjar ferðir koma út og aðra viðburði um leið.