Leiðbeiningar til að nálgast greiðslukvittanir 

Hvernig nálgast ég kvittun?

Inn á natturuhlaup.felog.is má nálgast rafræna kvittun sem stéttafélögin taka gilda. Nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Síðan er farið í “iðkandi” og í “eldri skráningar” en þar má prenta kvittunina út eða senda hana með tölvupósti. Athugið að kvittunin uppfærist sjálfkrafa með hverri greiðslu þannig að þú verður að “safna” upp í þá upphæð sem þú þarft að nota. Myndbandið að neðan lýsir ferlinu hvernig nálgast má kvittun. Myndbandið er í lélegum gæðum en vonandi dugir það. Athugðið að ef skráning fór fram í gegnum Sportabler þá má finna kvittun þar.