Göngunámskeið 60 ára og eldri
Prófaðu nýjan lífsstíl með okkur!
Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að farnar eru mismunandi leiðir í íslenskri náttúru á höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hreyfa sig í fallegri náttúru. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu viljum við bjóða 60 ára og eldri upp á göngunámskeið.
Fyrirkomulag og skipulag verður samkvæmt fyrirmælum sem gefið hafa verið út vegna Covid-19.
- Hámark 20 í hóp
- Hæfilega fjarlægð á milli þátttakenda (2-3 metrar)
- Þátttakendur með kvef/flensu einkenni eða í sóttkví verða beðnir um að mæta ekki á æfingar.
Fyrirkomulag
Sameiginleg náttúruhlaup eru tvisvar í viku: á laugardögum kl. 13:00 og mánudögum kl. 17:30


Hvar?
Mismunandi er hvar við hittumst á laugardögum en tilkynnt verður með tölvupósti og á lokaðri Facebook grúppu hvar æfingin verður í hvert skipti.
Á mánudögum verður æfingin ávallt miðsvæðis á sama stað.
Hver þátttakandi ber sjálfur ábyrgð á að koma sér á staðinn og heim. Reikna má með að hvert skipti taki 1.5-2 klst. með öllu en það fer eftir því hvaða leið er valin og hve langt þarf að keyra á staðinn.
Skráning fer fram hér. Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast skráningarsíða Náttúruhlaupa á Nóra. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, stofna sig sem forráðamann (hafi það ekki þegar verið gert) og síðan stofna sig sem iðkanda. Síðan þarf að velja iðkanda og þá er hægt að sjá hvaða námskeið eru í boði og skrá sig.
VERÐ: 16.900
Skráning