Grunn hlaupanámskeið

Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi náttúruleiðir á höfuðborgarsvæðinu eða útjöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Til að gera hlaup að lífsstíl, þarf að hafa gaman af þeim!

apr, 2024
Verð:
23.900 kr.
Skráning opin
Lengd:
4 vikur
Námskeið
hefst eftir
00
Daga
:
00
Klst
:
00
Min
Skráning opin á febrúar Grunnnámskeið á natturuhlaup.is
IMG_2785
Sameiginleg náttúruhlaup

Sameiginlegar æfingar tvisvar í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing

Upplifunarhlaup

Einu sinni í viku eru farnar mismunandi leiðir og lögð áhersla á að njóta þess að skokka í fallegri náttúru.

Reikna má með að æfingarnar taki 1-2 klst. Mæting er á mismunandi stöðum og tímasetning æfinga er breytileg eftir hópum.

Gæðaæfingar

Gæðaæfingar fara fram einu sinni í viku á virkum degi frá kl. 17:30-18:30. 

Þessar æfingar fara allar fram á sama stað, miðsvæðis og lögð er áhersla á hlaupaþjálfunina. Æfingin sjálf er alltaf 1 klst. Misjafnt er eftir hópum hvenær æfingin fer fram.

Fyrir hverja?

Fyrir hverja?

Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn) og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum (rauði hópurinn).

Fyrir fólk sem hefur áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur, bendum við á hlaupasamfélagið þar sem allir ættu að finna hóp sem hentar. Vanir hlauparar, sem hafa ekki áður tekið þátt í námskeiði en hafa mikla reynslu af hlaupum í náttúrunni, geta líka farið beint í hlaupasamfélagið.

Við mælum ekki með að reynslulitlir hlauparar eða hlauparar sem hafa ekki reynslu af hlaupum í náttúrunni fari beint í hlaupasamfélagið. Best er að fara fyrst á námskeið þar sem utanumhald og fræðsla er meiri.

Hópar

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Það er gengið og hlaupið til skiptis. Forkröfur er að geta gengið 5 km . Viðmiðunarmarkmið er að skokka stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins.
Einn gulur hópur er í boði. Æfingar á laugardögum kl. 10:00 og fimmtudögum milli 17:30-18:30.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang. Einnig götuhlaupara sem eru að færa sig yfir í utanvegahlaup. Gert er ráð fyrir breidd varðandi hraða. Yfirleitt er farið 6-10 km. Forkröfur er að geta skokkað stanslaust í 45 mín.
Tveir rauðir hópar eru í boði. Æfingar á fimmtudögum kl. 17:30 og mánudögum milli 17:30-18:30 eða á sunnudögum kl. 10:00 og þriðjudögum milli 17:30-18:30.

Umsagnir

Tímasetning æfinga: Tvær æfingar á viku á hóp.

Yfirleitt eru tveir rauðir hópar í boði. Annaðhvort má velja hóp A (fimmtudagar og mánudagar) eða hóp B (sunnudagar og þriðjudagar) en stundum er aðeins annar hópurinn í boði. 

Upplifunaræfingar
Fimmtudagur kl.17:30
Laugardagur kl.10:00
Sunnudagur kl.10:00
Gæðaæfingar
Mánudagur 17:30
Fimmtudagur 17:30
Þriðjudagur 17:30
Innifalið

Innifalið:

  • Tvö sameiginleg hlaup í viku: Upplifunarhlaup og gæðaæfing.
  • Fræðsla
    Þjálfarar fræða jafnóðum um hlaupastíl og atriði sem hafa þarf í huga þegar hlaupið er í náttúrunni. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Einnig veittur aðgangur að stafrænu fræðsluefni.
  • Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman.
  • Afsláttur á fötum og skóm hjá 66° Norður sem henta nattúruhlaupum.
  • Vandaður stafrænn bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar og fleira.
Spurningar og svör

Spurningar og svör