PANTA RÚTU

Hér er pöntuð rúta. Hringferð frá Háskólanum í Reykjavík að Skógum þar sem hlaupið hefst og frá Húsadal þar sem hlaupið endar aftur að Háskólanum í Reykjavík. Einnig er innifalið trúss úr Skógum í Húsadal.

Mæting hjá Háskólanum í Reykjavík kl. 05:45 á keppnisdeginum 12. ágúst 2023. Rútan fer kl. 06:00, ekki verður beðið eftir þeim sem koma of seint.

Vinsamlegast bókið sem fyrst en skráning í rútuna lokar 31. júlí.

Far frá Skógum að Volcano Huts (aðstandendur)

Hér geta aðstandendur pantað rútu aðra leið frá Skógum þar sem keppnin hefst að Volcano Huts þar sem það endar. Mæting hjá Skógum kl. 09:00 en rútan fer fljótlega eftir að keppnin hefst og komið er í Þórsmörk áður en keppendur koma í mark. 
Verð: 6.000 kr. á mann. 

Athugið að þetta er aðeins önnur leið. Miði fyrir rútuna tilbaka í Skóga má fá á næstu síðu og er á vegum Volcano Huts, ekki Náttúruhlaupa.

 

Vinsamlegast bókið sem fyrst en skráning í rútuna lokar 31. júlí.

FAR AÐ SKÓGUM

Fyrir hlaupara sem vilja keyra sjálfir upp í Skóga og skilja bílinn sinn eftir þar, er í boði að kaupa far frá Húsadal að Skógum í lok hlaupsins fyrir 9.000 kr. Það er gert á næstu síðu.

Far yfir Krossá

Fyrir áhorfendur verður í boði að fá far yfir Krossá (báðar leiðir  fyrir 5.000 kr. Ferjað verður yfir Krossá og að Volcano Huts kl. 10:30-11:30 og tilbaka eftir keppnina kl. 15:30-16:00. Það er gert á næstu síðu.

NÆST: PANTA MAT

Með því að smella á „ÁFRAM“, gefst kostur á að kaupa mat á Volcano Huts. Það þarf að gera fyrirfram til að hægt sé að áætla fjölda. Einnig er á næstu síðu hægt að kaupa farið frá Skógum.