Nýtt skráningarkerfi

Screenshot 2018 08 01 16.14.33

Kostir við Nóra

Það eru mikil gleðitíðindi að Náttúruhlaup eru núna komin með gott skráningarkerfi með gagnagrunni. Það mun ekki aðeins auðvelda okkur vinnuna heldur hefur það ýmsa kosti í för með sér fyrir ykkur, kæru Náttúruhlauparar:

  • Rafrænar greiðslukvittanir: Nú fáið þið rafrænar greiðslukvittanir sem stéttafélögin taka góð og gild.
  • Gagnagrunnur: Það þýðir að þið þurfið ekki að skrá inn upplýsingar um ykkur aftur og aftur…og aftur 🙂
  • Öryggi: Innskráning er með rafrænum skilríkjum og öll meðferð á persónugögnum samkvæmt öllum stöðlum.
  • Sveigjanleiki: Með þessu greiðslukerfi verður aukinn sveigjanleiki varðandi afborgarnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.