Laugavegshlaupið með Náttúruhlaupum

Laugavegshlaupið er vinsælasta náttúruhlaupakeppni landsins og verður haldin í júlí. Hlaupið er 55km langt og krefst góðs undirbúnings. Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur hlotið mikið lof og verður haldið í þriðja sinn í ár. Námskeiðið hefst þann 30. mars og mun standa yfir í 15 vikur eða alveg fram að hlaupinu. Reynslumiklir og hressir þjálfara koma að námskeiðinu en umsjónarmaður og aðalþjálfari er Elísabet Margeirsdóttir. Þetta námskeið er fyrir hlaupara sem búa að góðum grunni (t.d. keppni í 21km+) en ekki eru gerðar kröfur um ákveðinn hlaupahraða. 

ATH. Skráning í Laugavegshlaupið hefst 11. janúar á www.marathon.is og hefur selst hratt upp í hlaupið síðustu ár. Skáningargjald í Laugavegshlaupið er ekki innifalið í námskeiði.

Það verða tvær sameiginlegar æfingar á viku með þjálfara, ein löng á laugardögum þar sem verður alltaf farin ný og spennandi leið og ein styttri gæðaæfing á stígum í miðri viku. Tveir sérstakir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. Æfingaætlun verður send vikulega á alla þátttakendur og einnig notum við Facebook hóp námskeiðsins til að miðla mikilvægum upplýsingum. ATH! Hámark 40 þátttakendur. 

20180714 0843490

Lengd námskeiðsins og æfingatímar

Lengd námskeiðs: 15 vikur (30. mars – 13. júlí)

Æfingatímar:

Laugardagsæfingar (Upplifunaræfing): Staðsetning og nánari upplýsingar settar inn á Facebook hóp á fimmtudögum. Æfingar hefjast yfirleitt kl. 9 nema annað sé tekið fram.

  • Alltaf ný og spennandi hlaupleið á stígum eða fjallendi nálægt Reykjavík
  • Lengd æfinga 1.5-3 klst. / Fyrstu 5 vikurnar verða æfingarnar 1.5-2 klst. en lengjast eftir því sem líður á námskeiðið. Nokkrar lengri æfingar (4-5 klst.) verða einnig skipulagðar.
  • Keppnishlaup – hópurinn stefnir á að taka þátt í nokkrum skipulögðum utanvegahlaupum í sumar sem nýtast sem góð æfingahlaup fyrir Laugaveginn.

Miðvikudagsæfingar (Gæðaæfing): Staðsetning tilkynnt í Facebook hóp. Æfingarnar munu hefjast kl. 17:15 nema annað sé tekið fram.

  • Yfirleitt æft á svipuðum slóðum og á góðum stígum. Áhersla verður lögð á hraða- og brekkuæfingar.
  • Lengd æfinga 1-1.5 klst.

Laugavegshlaup

Verð námskeiðsins

Laugavegsundirbúningur (15 vikur): 46.000 kr.

Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 36.800 kr.

ATH! Hægt er að fá námskeiðin niðurgreidd hjá sumum stéttarfélögum. Bæði er hægt að nýta íþrótta- og námskeiðsstyrki.

 

Athugið!

Skráningar hnappurinn leiðir þig á Nórann, skráningarkerfið sem við notum. Þar þarft þú að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og síðan stofna þig sem forráðamaður og iðkandi hafir þú ekki gert það áður. Undir „skráningar í boði“ hjá þér sem iðkanda, finnur þú námskeiðið og skráir þig þar. Hægt er að skipta greiðslunum í allt að þrjár greiðslur og greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli. Greiða þarf þó þjónustugjald af hverjum greiðsluseðli.

Upplagt er að skrá sig sem árs áskrifandi hjá Náttúruhlaupum fyrst og fá þá 20% afslátt af námskeiðinu. Sért þú þegar áskrifandi en veist ekki hvernig nýta á afsláttinn, hafðu samband við