Hópurinn á Laugavegsnámskeiði í Landmannalaugum 2019

Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður haldið núna í fimmta skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega handleiðslu, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2021!

Fyrir hverja? Alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á að hlaupa Laugavegshlaupið 2021. Æskilegt að þátttakendur sem stefna á sitt fyrsta Laugavegshlaup hafi hlaupið reglulega í nokkur ár og séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við stóra hlaupaáskorun. Reynsla af lengri hlaupum (½-heilt maraþon) og/eða æfingahlaupum (>2klst.) er kostur. Við mælum við með virkri þátttöku í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa áður en námskeið hefst fyrir þá sem eiga enn eftir að koma sér í hlaupagírinn.

Laugavegshópurinn í Landmannalaugum Umsjón og þjálfun: Reynslumiklir þjálfarar koma að námskeiðinu. Umsjón hefur Elísabet Margeirsdóttir ásamt Rúnu Rut Ragnarsdóttir. Lengd: Námskeiðið hefst laugardaginn 10. apríl og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 17. júlí 2021. 14 vikna markviss undirbúningur sem hefst strax eftir páska.  ATH. Skráning í Laugavegshlaupið sjálft opnar 8. janúar á www.marathon.is og hefur selst hratt upp í hlaupið síðustu ár. Skáningargjald og skráning í Laugavegshlaupið er ekki innifalin í undirbúningsnámskeiðinu.   Kynningarfundur um Laugavegsnámskeiðið verður haldinn á ZOOM, miðvikudaginn 6. janúar kl. 19:30. Sjá viðburðinn og ZOOM hlekk á Facebook síðu Náttúruhlaupa (www.facebook.com/natturuhlaup/events). Hlekkur á Zoom fundinn Ef þið hafið frekari spurningar hafið samband við Elísabetu () fyrir frekari upplýsingar.   Uppsetning námskeiðs
 • Tvær sameiginlegar æfingar á viku með þjálfara. IMG 0114
 • Á laugardögum kl. 8:30 eru löngu hlaupatúrarnir og verða alltaf farnar nýjar og spennandi hlaupaleiðir á stígum eða fjalllendi í eða nálægt borginni með þjálfurum. Hópnum er skipt í þrjú getustig á laugardögum og leiðir þjálfari hvern hóp. Lengd æfinga verða um 1,5-3klst. Æfingar lengjast er líður á námskeiðið. Nokkrar lengri æfingar (4-5 klst.) verða einnig skipulagðar og stefnt að því að fara út fyrir borgina.
 • Á miðvikudögum kl. 17:20 eru gæðaæfingar á stígum með áherslu á hraða og brekkur. Lengd æfinga 1-1,5 klst.
 • Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða settar inn á lokaðan Facebook hóp námskeiðsins og í æfingaáætlun.
 • Æfingaáætlun eftir getu er send vikulega á alla þátttakendur. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-4x í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. Þjálfarar aðstoða þátttakendur að samtvinna æfingaáætlun við aðra hreyfingu og rútínu. 
 • Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. 
 • Keppnishlaup – hópurinn stefnir á að taka þátt í nokkrum skipulögðum utanvegahlaupum í sumar sem nýtast sem góð æfingahlaup fyrir Laugaveginn (meira um það síðar).
  20200704 152257 Innifalið í námskeiði:
 • Tvær sameiginlegar æfingar í viku með þjálfara. Eitt langt upplifunarhlaup og gæðaæfing
 • Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti 
 • Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið
 • Æfingarplan m.v. markmið hvers og eins
 • Fræðslukvöld (2x)
Verð Laugavegsnámskeið: 49.900 kr. (39.900 áskrifendur í Náttúruhlaupum) Hámarksfjöld á námskeiði: 60 þátttakendur   Skrá mig á biðlista (námskeiðið er fullt)

Undirbúningsnámskeið/keppnir undir keppnis- og ofurhlaup á vegum Náttúruhlaupa:

Bakgarður Náttúruhlaupa (keppni) Landvættir Náttúruhlaupa Laugarvegsnámskeið Ultra prógram