laugavegsnámskeið náttúruhlaupa

Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í sjötta skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2022!

UMSJÓN OG ÞJÁLFUN

Elísabet Margeirsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu. Reynslumiklir þjálfarar Náttúruhlaupa koma að námskeiðinu og halda utan um getuskipta hópa á löngum æfingum.

DAGSETNING NÁMSKEIÐS

Námskeiðið stendur yfir í 14 vikur og hefst laugardaginn 9. apríl og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram þann 16. júlí 2022.

Skráning í Laugavegshlaupið

Skráning í Laugavegshlaupið er opin frá 5. til 12. nóvember á Laugavegshlaup.is

Þann 19. nóvember kl. 12:00 fá þeir sem sóttu um í hlaupið að vita hvort þeir hafi fengið sæti.

Skráning á Laugavegsnámskeiðið Náttúruhlaupa opnar 19. nóvember kl. 12:00.

20200704 152257 scaled
11807108 10153468124619373 3914192788822398643 o
61787328 10157462374954558 604104957116809216 n
20160708 084829 scaled
28828057 10155334993598715 3223958001854066359 o
20160708 082953 scaled
20170819 132947 scaled

Nánari upplýsingar

Fyrirkomulag námskeiðsins
 • Staðsetning og nánari upplýsingar um allar æfingar verða aðgengilegar í gegnum Sportabler appið. 
 • Æfingaáætlun eftir getu er send vikulega á alla þátttakendur. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlaupi 2-4x í viku á eigin vegum skv. æfingaáætlun. Þjálfarar aðstoða þátttakendur að samtvinna æfingaáætlun við aðra hreyfingu og rútínu. 
 • Tveir fræðslufundir verða haldnir í tengslum við þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. 
 • Lokaður Facebook hópur fyrir samskipti og upplýsingar. 
 • Skipulögð dagsferð í Landmannalaugar 2. júlí á sérkjörum fyrir þátttakendur á námskeiðinu
Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á Laugavegshlaupið 2022. 

Æskilegt er að þátttakendur…

 • hafi hlaupið reglulega í nokkur ár og fram að námskeiðinu
 • hafi tekið þátt í lengri keppnishlaupum áður (½-heilt maraþon eða 20km+ utanvegahlaup)
 • séu tilbúnir að fylgja markvissri æfingaáætlun og takast á við stóra og skemmtilega hlaupaáskorun

Til að tryggja góðan árangur í Laugavegshlaupinu er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur).

Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap!

Sameiginlegar æfingar og æfingatímar
 • Tvær sameiginlegar æfingar á viku með þjálfara. 
 • Á laugardögum kl. 8:30 eru löngu hlaupatúrarnir og verða alltaf farnar nýjar og spennandi hlaupaleiðir á stígum eða fjalllendi í eða nálægt borginni með þjálfurum. Hópnum er skipt í 3-4 getustig á laugardögum og leiðir þjálfari hvern hóp. Lengd æfinga verða um 1,5-3klst. Æfingar lengjast er líður á námskeiðið. Nokkrar lengri æfingar (3-4 klst.) verða einnig skipulagðar og stefnt að því að fara nokkrum sinnum út fyrir borgina.
 • Á miðvikudögum kl. 17:30 eru gæðaæfingar á stígum með áherslu á hraða og brekkur. Lengd æfinga 1-1,5 klst.
 • Fjórar laugardagsæfingar verða ýmist hlaupnar á eigin vegum skv. leið í plani eða með færri þjálfurum: 16. apríl (Páskafrí), 30. apríl (Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð), 4. júní (Hengill Ultra 26km), 18. júní (Mt. Esja Ultra 14km).
 • Hópurinn fer saman í æfingaferð í Landmannalaugar þann 2. júlí. Sérstök kjör á ferðinni fyrir þátttakendur á námskeiðinu (12.900 kr).
Verð og hvað er innifalið?

Laugavegsnámskeið (14 vikur): 54.900 kr. 

Verð fyrir áskrifendur í Náttúruhlaupum: 44.900 kr.

Innifalið í námskeiðinu:

  • Eitt langt upplifunarhlaup í getuskiptum hópum á viku
   • ATH. nokkur laugardagshlaup verða hlaupin á eigin eða með færri þjálfurum vegna æfingakeppna: Bakgarður 101, Hengill Ultra (26km) og Mt. Esja Ultra 14km)
  • Ein sameiginleg gæðaæfing á viku 
  • Lokaður Facebook hópur fyrir upplýsingar og samskipti (notum Sportabler til að miðla upplýsingum um sameiginlegar æfingar)
  • Fjölbreyttar og spennandi hlaupaleiðir allt tímabilið
  • Æfingaplan sent út vikulega
  • Tvö fræðslukvöld
  • Æfingaferð með þjálfurum í Landmannalaugar á sérstökum kjörum (12.900 kr.). Ferðin verður farin tveimur vikum fyrir Laugavegshlaupið.