Tour du Mont Blanc 2024

Náttúruhlaup bjóða upp á þessa vinsælu hlaupaferð í ágúst 2024!
  • Ágúst 2024
  • Skráning er opin
  • Verð: 314.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 299.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Dagsetningar: 9.-16. ágúst 2024
  • Hópastærð: 20
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Umhverfis Fjallið Hvíta
með Náttúruhlaupum

Farin verður hin sögufræga leið Tour du Mont Blanc (TMB) sem er einnig leiðin í frægasta utanvegahlaupi heims Ultra-Trail du Mt. Blanc (UTMB). Það kemur ekki á óvart að þeir sem hafa hlaupið á þessu magnaða alpasvæði fara aftur og aftur. Ferðin hentar öllum vönum hlaupurum hvort sem markmiðið er að njóta í botn eða nýta hana sem æfingaferð… eða bæði!

Leiðin sjálf er um 170km og heildarhækkun um 10.000 metrar. Í ferðinni verður farið yfir meirihlutann af leiðinni (120km+) og verður einblínt á fallegustu hluta hennar. Leiðin byrjar í Frakklandi en liggur svo yfir til Ítalíu á annarri dagleið og Sviss á hinni fjórðu. Síðasti hlaupadagurinn er ógleymanlegur þar sem Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann.

Hlaupið er um dali og fjallaskörð og hver dagur býður upp á nýja sýn á Mt. Blanc fjallgarðinum. Hópurinn gistir ýmist á hótelum og góðum skálum og verður farangri trússað á milli staða (fyrir utan einn dag). Það má því segja að þetta sé algjör lúxusferð í einu fallegasta landslagi í heimi þar sem við njótum stórfenglegrar náttúru á hlaupum. Fararstjórar ferðarinnar skipuleggja hvern dag þannig að allir nái að ferðast á þægilegum hraða. Suma daga getur hópnum verið skipt upp eftir því hversu hratt fólk vill fara. Miðað er við að allir klári hverja dagleið á svipuðum tíma. Það er fátt betra en að skála saman í skála eftir gott dagsverk

Fyrir hverja

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin hentar hlaupurum með reynslu af undirbúningi fyrir lengri hlaup eða utanvegahlaup. Öll sem hafa æft með gráa eða græna hópnum í Náttúruhlaupum ættu að ráða vel við ferðina og flest í vínrauða hópnum með góðum undirbúningi.

Hraðinn verður þægilegur og það verður tryggt að allir njóti sín. Brattar brekkur eru á leiðinni og því skiptast dagleiðir upp í hlaup og göngu með reglulegum stoppum.

Ég er að fara í UTMB (OCC, CCC, TDS, UTMB) eða annað keppnishlaup í haust. Hentar ferðin mér? Já ferðin er upplögð fyrir alla sem eru að stefna á lengri fjallahlaup. Frábært tækifæri til að þjálfa sig að fara upp og niður langar brekkur og finna hvernig það er að hreyfa sig í þynnra lofti.

Fararstjórn

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Önnu Sigríðar Arnardóttur og Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur. Þær þekkja svæðið mjög vel og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiðsögn, hlaupaferðum og utanvegahlaupum.

Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Þetta verður erfitt á köflum, en fyrst og fremst skemmtilegt!

Innifalið í verði:

Fararstjórn, gisting í skálum (3 nætur) og á hótelum (4 nætur).

2x rútuferðir, morgunverður alla daga og 4x kvöldverður.

Trúss á farangri á milli gististaða nema á degi 4.

Ekki innifalið í verði:

Flug, akstur til og frá Chamonix.

Kvöldverður á degi 1, 3 og 7.

Hádegisverðir

Drykkir

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1

Ísland – Genf – Chamonix (Frakkland)
Þriðjudagur 9.ágúst

Ferðin hefst í fjallabænum Chamonix þar sem hópurinn gistir á hóteli fyrstu nóttina og við förum yfir dagleiðir næstu daga. Gisting á hóteli í 2ja manna herbergjum.

Dagur 2

Les Contamines - Montjoie – Les Chapieux: 17 km og um 1200 m hækkun
Miðvikudagur 10.ágúst

Við byrjum ferðina með trompi og skellum okkur strax upp lengsta klifrið í mögnuðu umhverfi alpanna. Hlaupið hefst í Les Contamines og er hlaupið að Notre Dame kirkjunni. Þaðan liggur leiðin yfir Bonhomme (2329m) og Croix du Bonhomme skörðin (2433m). Á leiðinni er upplagt að fá sér hádegishressingu í Bonhomme skálanum. Eftir hressingu hlaupum við niður í smáþorpið Chapieux (1549m) og gistum þar í fjallaskála.

Dagur 3

Les Chapieux – Courmayeur (Ítalía): 27 km og um 1200 m hækkun
Fimmtudagur 11.ágúst

Dagurinn byrjar á vegi inn Jökuldalinn og sem leiðir okkur að Col de la Seigne skarðinu (2516m). Við höldum upp Seigne skarðið en það skilur að Frakkland og Ítalíu. Kunnugir tindar eins og Mont-Blanc de Courmayeur, la Noire de Peutrey, les Grandes-Jorasses virðast vera rétt innan seilingar. Við höldum svo niður í Veny dalinn og fáum okkur hressingu í Elisabetta skálanum (2195 m). Skálinn stendur undir skriðjökli og gríðarfallegum tindum sem heita Pýramídarnir. Ef aðstæður eru góðar má taka krók í kringum Pýramídana en þeim spotta var bætt við Ultra-Trail du Mont Blanc hlaupið fyrir nokkrum árum. Við hlaupum næst niður í Veny dalinn framhjá Combal vatninu áður en við höldum upp í næsta skarð. Leiðin héðan og til Courmayeur er líklega ein sú mikilfenglegasta. Fyrir ofan Courmayeur (1226) er skemmtilegur skáli, Maison Veille (1956m), þar sem gott er að fá sér létta hressingu og slaka aðeins á áður en við brunum niður langa brekku í bæinn. Eftir gott bað á hóteli í Courmayeur er upplagt að rölta í bæinn, kíkja á útivistarbúðir og fá sér gourmet ítalska máltíð. Gisting á hóteli í Courmayeur.

Dagur 4

Courmayeur – Bertone – Bonatti: 12 km og um 790 m hækkun
Föstudagur 12. ágúst

Þessi dagur verður styttri og léttari en við þurfum að bera með okkur örlítið aukadót fyrir tvo hlaupadaga þar sem enginn vegur liggur til skálans sem við gistum í. Það fer eftir veðri hvort hópurinn eyði morgninum í Courmeyur eða fari snemma af stað. Hlaupið hefst úr bænum og við stefnum á Bertone skálann (1989 m) sem stendur á brekkubrúninni. Þar er hægt að fá sér hressingu áður en við skokkum eftir fjallshlíð Ferret dalsins. Við nemum staðar við Bonatti skálann (2025 m) og komum okkur fyrir. Skálinn er einn sá flottasti á TMB leiðinni með frábærri aðstöðu.

Dagur 5

Dagur 5 / Bonatti – Ferret skarð - La Fouly: 20 km og um 770m hækkun
Laugardagur 13.ágúst

Í dag liggur leiðin yfir til Sviss og við höldum áfram inn dalinn að Ferret skarðinu (2537 m). Upplagt er að horfa til baka eftir Veny dalnum og yfir að Seigne skarði áður en við höldum niður samnefndan dal Sviss megin landamæranna. Útsýnið er talsvert annað en við eigum að venjast frá göngu undanfarinna daga og ekki laust við að minni ögn á heimaslóðir. Við gerum stuttan stans við La Peule (2071 m) og getum fengið okkur hressingu þar áður en við höldum áfram til bæjarins La Fouly (1610 m). Hópnum verður skutlað til Champex-Lac (1466 m) þar sem við fáum farangurinn okkar og gistum í nótt. Bærinn Champex er vel í sveit settur við lítið fjallavatn og umlukinn skógi. Ótrúleg fegurð sem við fáum að upplifa þar.

Dagur 6

Champex-Lac – Le Tour: 25 km og um 1500m hækkun
Sunnudagur 14.ágúst

Þessi dagur verður strembinn þar sem við förum yfir tvö skörð á leiðinni. Við höldum frá Champex og förum yfir les Bovines til smábæjarins Trient (1300 m). Hægt er að fá sér hressingu á leiðinni niður til Trient áður en við höldum áfram yfir næsta skarð, Col de Balme (2191m). Við endum daginn á langri brekku niður til bæjarins Le Tour. Þegar komið er til Vallorcine mun hópurinn nota lestina til að koma sér á gististað. Ef það er einhver orka eftir þá má einnig hlaupa þangað. Eftir krefjandi dag borðum við góða máltíð og gistum í mögnuðum skála í dalnum. Ef veðrið er einstaklega gott þá verður hægt að fara aðra leið yfir hið mikilfenglega Fenêtre d’Arpette skarð (2665m) yfir til Le Tour.

Dagur 7

Le Tour –La Flegere – Chamonix: 14 km og um 700m hækkun
Mánudagur 15.ágúst

Síðasti hlaupadagurinn býður upp á stórbrotið útsýni yfir Chamonix dalinn og Mt. Blanc. Frá skálanum liggur leiðin til Tete aux Vents (2130) og La Flegere skálans. Ef veður er gott munum við bæta við stuttum spotta að Lac Blanc sem er aðeins ofar í hlíðinni en þar er stórkostleg náttúra og útsýni. Frá Flegere liggur leiðin nánast beint niður til Chamonix um skemmtilegan skógarstíg. Við hlaupum síðasta spottan með bros á vör að kirkjutorginu þar sem við skálum eftir magnaða viku. -Ógleymanlegur hlaupadagur þar sem toppur Mt. Blanc og nálægir tindar blasa við allan tímann. -Gisting á hóteli í tveggja manna herbergjum. Kvöldverður ekki innifalinn

Dagur 8

Chamonix – Genf – Ísland
Þriðjudagur 16.ágúst

Ferðalag heim

Tour du Mont Blanc 2024

  • Ágúst 2024
  • Dagsetningar: 9.-16. ágúst 2024
  • Skráning er opin
  • Verð: 314.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 299.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Hópastærð: 20
  • Fararstjórar: Anna Sigríður Arnardóttir & Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
  • Tengiliður/nánari upplýsingar: [email protected]
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields