Grænihryggur dagsferð

Farin verður stórkostleg leið í Landmannalaugum þar sem hinn víðfrægi Grænihryggur verður skoðaður. Þátttakendur hlaupa 20 km leið og verða tveir hraðahópar svo framarlega sem næg þátttaka fæst.

Leiðsögn verður í höndum Önnu Sigríðar Arnardóttur, Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur og Þóru Bríetar Pétursdóttur, en þær eru reynslumiklir þjálfarar og leiðsögukonur hjá Náttúruhlaupum.

  • 18. ágúst 2024
  • Skráning opin
  • Almennt verð: 28.900 kr.
  • Lengd: 1 dagur
  • Hlaupaleið: Landmannalaugar - Grænihryggur - Landmannalaugar
  • Verð fyrir ársáskrifendur Hlaupasamfélags NH: 26.900 kr.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Grænihryggur - dagsferð

Farin verður stórkostleg leið í Landmannalaugum þar sem hinn víðfrægi Grænihryggur verður skoðaður. Þátttakendur hlaupa 20 km leið og verða tveir hraðahópar svo framarlega sem næg þátttaka fæst. Leiðsögn verður í höndum Önnu Sigríðar Arnardóttur, Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur og Þóru Bríetar Pétursdóttur, en þær eru reynslumiklir þjálfarar og leiðsögukonur hjá  Náttúruhlaupum.

Allir fara sömu leið en í tveimur hraðaskiptum hópum*

21km

með 1150 m
hækkun og lækkun

*Ef næg þátttaka næst

Fyrir hverja

Þessi 20 km leið verður farin í tveimur hraðaskiptum hópum svo framarlega sem næg þátttaka næst. Í báðum hópum verður lögð áhersla á að njóta upplifunarinnar og landslagsins á þægilegum hraða.

Ferðin er opin öllum og þau sem hlaupa reglulega 10-12 km og hafa áður farið allt að 20 km rólega ættu að ráða vel við ferðina.

Leiðin er þó krefjandi og nokkrum sinnum þarf að vaða ár.

Ársáskrifendur Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa fá ferðina á hagstæðara verði. Ferðin hentar þeim sem eru að hlaupa með vínrauða, svarta og silfurgráa hóp Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa.

Hvað er innifalið?

Eigin rúta sem verður á staðnum á meðan við hlaupum.

Leiðsögn

Aðstöðugjald til að nota klósett og sturtur.

Hvað er ekki innifalið?

Matur og drykkur. Grillað verður við Landmannalaugar í lok hlaupsins en hver og einn tekur með sér sinn mat til að setja á grillið.

Skyldubúnaður í hlaupinu:

Hlaupajakki – gott að hafa hettu

Síðerma hlaupapeysa

Hlaupabuxur

Vettlingar

Buff eða húfa

Fullhlaðinn sími

1 L af vökva

Orka (nesti)

Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)

A.m.k. tvo góða hælsæris-plástra

Gott að hafa með í hlaupinu:

Sólgleraugu/hatt

Sólaráburður

Plástur og teygjubindi

Álteppi (fæst í apótekum (um 300 kr.)

Farangur:

Hrein föt til skiptana

Hlý peysa og úlpa

Auka húfa og vettlingar

Auka skór

Sundföt  og handklæði

Sápa, sjampó og snyrtivörur

Peningur/kort (öruggara að hafa þetta með á hlaupunum).

Afbókunarreglur ferða

Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] vegna ferða og [email protected] vegna námskeiða.

Næturferðir

  • Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu og er það óendurkræft eftir að viðkomandi ferð er staðfest.
  • Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
  • Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.

Dagsferðir

Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.

Grænihryggur  -  dagsferð

  • 18. ágúst 2024
  • Skráning er opin
  • Hlaupaleið: Landmannalaugar- þrjár getuskiptar leiðir
  • Lengd: 1 dagur
  • Almennt verð: 28.900 kr.
  • Verð fyrir ársáskrifendur hlaupasamfélags NH: 26.900 kr.
  • Hafðu samband: [email protected]
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields