Háifoss og Gjáin Dagsferð

Dagsferð fyrir öll getustig á gullfallegu svæði. Okkar eigin rúta, okkar eigin sundlaug og góð máltíð innifalin. Ekki missa af þessu!

  • 29. maí 2025
  • Skráning er opin
  • Verð: 22.900 kr.
  • Lengd: Um 10 klst
  • Erfiðleikastig: Frekar þægilegt
  • Hópastærð: 40-100
  • Verð fyrir áskrifendur: 21.900 kr.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Skoðaðu fallegt svæði á hlaupum

Dagsferð þar sem við hlaupum frá Háafoss og niður í Gjá og skoðum Stöng á leiðinni.

Þægileg og falleg leið á stígum. Hægt að velja 9km eða 15km

9 km leiðin: um 140m hækkun en 360m lækkun, mest niður á við.

15 km leiðin er sama leið en svo er haldið áfram nokkra km. 320m hækkun og 480m lækkun 

Hlaupið hefst við Háafoss og 9 km hlaupið endar í Gjánni. Báðir hópar skoða bæinn Stöng

Okkar rúta hleypir okkur út hjá Háafoss og sækir okkur þar sem leiðirnar enda. 

Sund í Skeiðalaug og matur á Hekla Fosshóteli (innifalið í verði). Reikna má með að ferðalagið taki allt um 10 klst. 

Fyrir hverja

Við mælum með 9km leiðinni fyrir Náttúrugangara, gullgul og appelsínugul

Við mælum með 15km leiðinni fyrir vínrauð, fjólublá, grá og græn.

Mikið stoppað og notið á leiðinni. Við munum bjóða upp á göngu 9km leiðina ef eftirspurn.

Í góðu lagi að taka fjölskyldu eða vini með. Fyrstir koma, fyrstir fá.

13 ára er lágmarksaldur. Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd foreldra.

Fararstjórn

Anna Sigga, Birkir og fleiri.

Anna Sigga og Birkir verða farartjórar í þessari ferð og svo bætast við fleiri ef þörf krefur.

Innifalið í verði:

Akstur með eigin rútu frá Reykjavík

Aðgangur að Skeiðalaug

Máltíð og gosglas á Hekla Restaurant (Fosshótel)

Leiðsögn frá Náttúruhlaupum.

Ekki innifalið í verði:

Góða veðrið...þið fáið það ókeypis...vonandi 😄

Hvað þarf ég að hafa með?

Skyldubúnaður með í hlaupið:

Hlaupajakki – gott að hafa hettu

Sundföt og handklæði

Hrein föt og skór til skiptana

Síðerma hlaupapeysa

Hlaupabuxur

Vettlingar

Buff eða húfa

Fullhlaðinn sími

1 líter af vökva

Orka (gel eða smá nesti) á hlaupum.

Bakpoki (helst sérhannaðan fyrir hlaup)

A.m.k. 2 stk. vandaðir hælsæriplástrar, td frá Scholl

Gott að hafa með í hlaupinu:

Sólgleraugu/hatt

Sólaráburður

Plástur og teygjubindi Álteppi (fæst í apótekum á um 300 kr.)

Hleðslubatterí fyrir símann

Auka skór

Sápa, sjampó og snyrtivörur

Matur
Hamborgari eða fiskur dagsins
Matur
Hamborgari eða fiskur dagsins
Sund og slökun
Skeiðalaug
Gufur
Hefðbundin sauna
Gufur
Infrarauð gufa

Dagsferð Uppstigningardag

  • 29. maí 2025
  • Skráning er opin
  • Verð: 22.900 kr.
  • Verð fyrir ársáskrifendur: 21.900 kr.
  • Dagsferð 9 klst
  • Erfiðleikastig: Frekar auðvelt. 9k, 15km
  • Hópastærð: 40-100
  • Fararstjórar: Anna Sigga og Birkir
  • Tengiliður/nánari upplýsingar: [email protected]
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields