Farin verður stórkostleg leið í Landmannalaugum þar sem hinn víðfrægi Grænihryggur verður skoðaður. Þátttakendur hlaupa 20 km leið og verða tveir hraðahópar svo framarlega sem næg þátttaka fæst.
Leiðsögn verður í höndum Önnu Sigríðar Arnardóttur, Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur og Þóru Bríetar Pétursdóttur, en þær eru reynslumiklir þjálfarar og leiðsögukonur hjá Náttúruhlaupum.
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Farin verður stórkostleg leið í Landmannalaugum þar sem hinn víðfrægi Grænihryggur verður skoðaður. Þátttakendur hlaupa 20 km leið og verða tveir hraðahópar svo framarlega sem næg þátttaka fæst. Leiðsögn verður í höndum Önnu Sigríðar Arnardóttur, Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur og Þóru Bríetar Pétursdóttur, en þær eru reynslumiklir þjálfarar og leiðsögukonur hjá Náttúruhlaupum.
Allir fara sömu leið en í tveimur hraðaskiptum hópum*
með 1150 m
hækkun og lækkun
Þessi 20 km leið verður farin í tveimur hraðaskiptum hópum svo framarlega sem næg þátttaka næst. Í báðum hópum verður lögð áhersla á að njóta upplifunarinnar og landslagsins á þægilegum hraða.
Ferðin er opin öllum og þau sem hlaupa reglulega 10-12 km og hafa áður farið allt að 20 km rólega ættu að ráða vel við ferðina.
Leiðin er þó krefjandi og nokkrum sinnum þarf að vaða ár.
Ársáskrifendur Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa fá ferðina á hagstæðara verði. Ferðin hentar þeim sem eru að hlaupa með vínrauða, svarta og silfurgráa hóp Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa.
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] vegna ferða og [email protected] vegna námskeiða.
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields