Hlaup í náttúru Íslands verða sífellt vinsælli og hafa utanvegahlaup aldrei verið vinsælli. Íslendingar hafa fyrir löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum, en síðustu 15 ár hafa utanvegahlaup rutt sér til rúms á meðal almennings.
Með því að sameina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum.
Uppgötvaðu nýjan lífsstíl og hlaup í fallegu umhverfi með okkur í Náttúruhlaupum!
Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að stuðla að góðri heilsu og aukinni hamingju fólks með því að leiða það inn í nýjan lífsstíl og vera farvegur fyrir fólk til að stunda hlaup í náttúrunni í góðum félagsskap.
Náttúruhlaup kynna fólki fyrir þessum lífsstíl á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa og í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Við bjóðum einnig upp á hlaupaferðum innanlands og erlendis ásamt fleirum námskeiðum, keppnishlaupum og hlaupaviðburðum.
Rannsóknir benda til þess að náttúran hafi jákvæð áhrif á andlegu heilsu fólks. Eins eru jákvæð áhrif hreyfingar, bæði á líkama og sál, vel þekkt. Samfélag, vinátta og að tilheyra hópi, ýtir sömuleiðis undir hamingju og jafnvægi.
Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í náttúrunni. Náttúruhlaup stuðla einnig að því að fólk komist í gott form á skynsamlegan hátt undir faglegri handleiðslu. Með þessum hætti eru meiri líkur á að fólk geri hlaup í náttúrunni að lífstíl.
Gildi Náttúruhlaupa eru: Lífsgleði – Fagmennska – Umhyggja.
Náttúruhlaup hófu starfsemi 2014 með hinu sívinsæla grunnnámskeiði í Náttúruhlaupum. Fljótlega varð til Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa þar sem fólk mætti endurtekið á námskeið og ljóst var að fólk vildi ekki bara kynningu á þessum lífsstíl, heldur ákveðinn farveg og samfélag.
Síðan þá hefur framboð stöðugt aukist með spennandi hlaupaferðum, undirbúningsnámskeiðum og keppnishaldi.
Teymi Náttúruhlaupa samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir hlaupum og að miðla henni áfram.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields