Hvað, hvernig og hvers vegna?

Hér eru svör við algengum spurningum. Finnur þú ekki svar þitt? Skrollaðu neðst á síðuna, sendu okkur fyrirspurnina og við svörum við fyrsta tækifæri.

Já, 7 klst. Klára þarf hlaupið fyrir kl. 16:00

Stutta svarið er nei. Við elskum hunda og skiljum vel að hundaeigendur vilji hafa þá með en hlaupasamfélagið er ekki hugsað fyrir þá og því má hundurinn ekki trufla aðra þátttakendur. Sem dæmi eru sumir hræddir við hunda, aðrir með hundaofnæmi og slíkar þarfir ganga fyrir. Það hefur þó gerst að fólk hafi tekið hunda með. Við segjum ekkert við því svo framanlega sem:

  • Enginn þátttakandi mótmælir veru hundsins. Ef það gerist, verður eigandinn beðinn um að hætta að koma með hundinn (Hver sem er getur beðið okkur um það og fullrar nafnleyndar er gætt)
  • Hundurinn er hlýðinn, ekki ógnandi og er ekki að trufla aðra þátttakendum
  • Hundurinn sé í bandi allan tímann
  • Eigandi tekur upp eftir hundinn þegar hann gerir þarfir sínar.

Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173

Upplifunaræfingar snúast um að njóta hlaupsins, náttúrunnar og félagsskaparins. Eftir hlaupið ætti okkur því að líða eins og við gætum haldið áfram að hlaupa, ekki vera örmagna af þreytu.
  • Til að velja hóp sem hentar, má endilega prufa sig áfram. Fyrir hvern laugardag, skrá náttúruhlauparar sig í hóp. Það má því alltaf breyta um hóp næsta laugardag.
  • Í öllum hópum, nema silfurgráum og gullgulum, eru tveir leiðtogar. Gullgulir halda hópinn vel, þar er gengið og hlaupið til skiptis og mörg upplifunarstopp tekin.
  • Silfurgrár er hópur fyrir mjög vana hlaupara og eru iðkenndur í þeim hópi hvattir til að vera með GPS track sjálfir og þeim frjálst að fara á undan leiðtoganum.
  • Í hinum þrem hópunum (appelsínugulum, vínrauðum og svörtum), eru leiðtogar fremst og aftast og engin skilinn eftir nema í samráði við iðkandann. Ef iðkandinn er iðulega fremstur í hóp og væri til í að fara aðeins hraðar eða finnst stoppað of lengi, er tilvalið að prufa hópinn fyrir ofan og sjá hvort hann henti betur.
  • Eins ef iðkandinn er einn með leiðtoga aftast og dregst stöðugt aftur úr hópnum, er æskilegt að færa sig í hóp sem fer hægar.
  • Viðmiðið er að fremstu appelsínugulu og öftustu vínrauðu séu á svipuðum hraða og svo koll af kolli. Allir fá þannig svipaðan tíma á fótum eða svipaða erfiða æfingu miðað við form, burtséð frá vegalengd.

Laugardagsæfingar hlaupasamfélagsins eru þannig hugsaðar að allir fái 90 mínútna hlaup/hreyfingu burtséð frá hvaða vegalend hentar þeim/hversu langt þeir fara á þessum tíma. Allir eru því svipað lengi á fótum á æfingunni. Einnig má alltaf auka vegalendina með því að fara sjálf/ur auka hring fyrir eða eftir æfinguna og margir gera það.

Það þarf ekki að mæta með gel á laugardagsæfingar þó það geti verið ágætt að hafa með sér eitt gel eða aðra orku (t.d. súkkulaði eða þurrkaða ávexti) til öryggis. Það er þó góð regla að hafa vökva og næringu í bílnum og fá sér á leiðinni heim. Ef æfingin er lengur en 1,5 klst, þarf að hafa vökva og næringu með.

Afbókunarreglur ferða

Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] vegna ferða og [email protected] vegna námskeiða.

Næturferðir

  • Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu og er það óendurkræft eftir að viðkomandi ferð er staðfest.
  • Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
  • Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.

Dagsferðir

Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.

Ársáskrifendur binda sig í eitt ár, hvort sem greitt er með mánaðargreiðslum eða eingreiðslu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa eftir árið nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected].

Eftir árið, geta þeir sem greiða mánaðrgreiðslu sagt áskriftinni upp með eins mánaða fyrirvara.

Áskrifendur í mánðaráskrift án bindinga, skuldbinda sig að greiða einn mánuð í einu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected]. Segja þarf áskriftinni upp með tveggja vikna fyrirvara.

Námskeið fást að fullu endurgreidd ef hætt er við það a.m.k. tveimur dögum áður en það hefst.  Berast þarf tilkynning þess eðlis á [email protected]. Eftir að námskeiðið hefst, er gjaldið óendurkræft.

Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173

Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.

Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir

Aðeins er hægt að ná í kvittun á PDF formi í gegnum tölvu eða vafra á síma.

Í appinu

1.Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.

2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingaráskriftirkvittanir og það sem er ógreitt.

Í vafra(tölvu)

1.Farið í vafra og inn á síðuna: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup

2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.

3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.

Í raun er það einstaklingsbundið þó flestum finnist bakpokarnir þægilegri auk þess sem þeir eru plássmeiri. Svona heilt yfir þá er í styttri hlaupum í góðu veðri nóg að vera með hlaupabelti en í vetrarhlaupum er gott að hafa hlaupabakpoka og geyma þá auka húfu og vettlinga ásamt einhverri orku í pokanum.

Fannstu ekki svar við spurningunni þinni?

"*" indicates required fields

Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields