Skilmálar Náttúruhlaupa

Við leggjum áherslu á að njóta og hafa gaman. Sýnum hvoru öðru tillitsemi og verum vingjarnleg.
Allir þátttakendur eru skyldugir að útvega sér og hlaupa með búnað sem gefur gott grip í hálku þegar þess þarf. Náttúruhlaup mæla með Kahtoola Exospikes (Íslensku Alparnir) en einnig er til annar góður búnaður. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að framfylgja þessu.
Á námskeiðum, á hlaupaæfingum og í ferðum Náttúruhlaupa áskila Náttúruhlaup sér rétt til að taka myndir og vídeó af þátttakendum til að nota í prentmiðlum, á heimasíðu eða Facebook síðum Náttúruhlaupa. Ef þátttakandi vill ekki að mynd af sér verði birt, vinsamlegast látið vita með því að senda póst á [email protected]. Sendið mynd með vefpóstinum, fullt nafn og kennitölu og þá mun Náttúruhlaup virða þá ósk.
Náttúruhlaup áskila sér rétt til að hækka verð á námskeiðum en þó aldrei eftir að skráning á viðkomandi námskeið er hafin.
Þegar gjald vegna þátttöku í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa hækkar, sendir Náttúruhlaup út netpóst á þátttkendur og tilkynnir hækkunina. Þegar hækkunin tekur gildi, hækkar næsta greiðsla hjá þeim sem eru í mánaðaráskrift án bindinga og ársáskrift með eingreiðslu. Greiðsla vegna ársáskriftar með mánaðargreiðslu, hækkar með næstu greiðslu ef viðkomandi hefur verið áskrifandi í 12 mánuði samfleytt eða lengur. Að öðrum kosti, helst gamla verðið þar til viðkomandi hefur klárað 12 mánuði og eftir það hækkar greiðslan.
Allir þátttakendur Náttúruhlaupa bera ábyrgð á eigin heilsu. Náttúruhlaup taka ekki ábyrgð á slysum né heilsubrests vegna sjúkdóma, meiðsla eða ofþjálfunar.
Námskeið og æfingar Náttúruhlaupa fara fram á auglýstum tíma. Ef þátttakandi kemst ekki á allar æfingar, fær viðkomandi það ekki bætt. Náttúruhlaup eru ekki skyldug til að endurgreiða námskeið eða áskrift eftir að búið er að greiða. Ekki er leyfilegt að færa námskeið eða áskrift yfir á annan einstakling en þann sem skráður er. Ef ófyrirsjáanlegar aðstæður eins og meiðsli eða veikindi koma upp er þó sjálfsagt að senda línu á [email protected]. Náttúruhlaup áskilar sér rétt til að koma til móts við slíkar fyrirspurnir þó Náttúruhlaup séu ekki skyldug til þess. Hvert tilfelli fyrir sig er skoðað.

Afbókunarreglur ferða

Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] vegna ferða og [email protected] vegna námskeiða. Þó er leyfilegt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt ef skrifleg beiðni um afbókun berst innan fimm daga frá bókun.

Næturferðir

Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu og er það óendurkræft.
Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef pantað er tveggja manna herbergi í næturferðum án þess að vera með herbergisfélaga, verður farþegi paraður með farþega af sama kyni. Sé það ekki hægt, þarf viðkomandi að uppfæra í einstklingsherbergi og greiða tilheyrandi kostnað.
Ef lágmarksfjöldi næst ekki 8 vikum fyrir brottför, áskilum við okkur rétt til að fella niður ferðina og endurgreiða.

Dagsferðir

Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.

Hlaupasamfélagið

Ársáskrifendur binda sig í eitt ár, hvort sem greitt er með mánaðargreiðslum eða eingreiðslu. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa eftir árið nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected]. Eftir árið, geta þeir sem greiða mánaðrgreiðslu sagt áskriftinni upp með tveggja mánaða fyrirvara.

Námskeið

Námskeið fást að fullu endurgreidd ef hætt er við það a.m.k. tveimur dögum áður en það hefst. Berast þarf tilkynning þess eðlis á [email protected].
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Tölvukerfi sem Náttúruhlaup nota, kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila.

Með persónuverndarstefnu Náttúruhlaupa er lagður grunnur að því að tryggja  persónuupplýsinga viðskiptavina og öryggi vinnslu persónuupplýsinga þeirra, þar á meðal hvaða upplýsingar eru unnar, hvernig og í hvaða tilgangi og hvaða réttindi viðskiptavinir hafa í því sambandi.

Náttúruhlaup er ábyrgðaraðili vegna vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á þess vegum.

 

ALMENNT

Náttúruhlaup leggur áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina. Náttúruhlaup leggur áherslu á að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga (Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018) Náttúruhlaup leggur áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sér takmörkuð, að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem félaginu ber að veita viðskiptavinum.
Náttúruhlaup leggur áherslu á ábyrga vinnslu upplýsinga um viðskiptavini og að sú vinnsla sé gerð á ábyrgan, öruggan eða löglegan hátt. Náttúruhlaup leggur áherslu á að allar upplýsingar um viðskiptavini, sem þeir láta félaginu í té eða sem Náttúruhlaup sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila séu eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

 

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Náttúruhlaup safnar og varðveitir persónuupplýsingar viðskiptavina. Sem dæmi má nefna samskiptaupplýsingar, reiknings- og bókhaldsupplýsingar. Aðeins er safnað nauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini í samræmi við þá þjónustu sem þeir sækja til Náttúruhlaupa.

 

Náttúruhlaup ÁBYRGIST

Að nota aðeins persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi.
Að þegar persónuupplýsingum viðskiptavina er deilt með þriðja aðila, í lögmætum tilgangi, t.d. vegna tæknilegs viðhalds eða þjónustu vegna greiðslu (hér með þriðju aðilar), skuldbindur Náttúruhlaup sig til þess að vinnsla slíkra upplýsinga takmarkist við þá þjónustu sem inna skal af hendi.
Að tryggja fullan trúnað þriðju aðila við vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga.
Að viðskiptavinir Náttúruhlaupa séu eigendur að sínum eigin persónuupplýsingum, hafi einir aðgang að slíkum upplýsingum, ásamt starfsfólki og stjórnarmönnum Náttúruhlaupa.

 

RÉTTUR HINS SKRÁÐA

Náttúruhlaup leitast við að tryggja að réttindi hins skráða séu tryggð hjá félaginu. Með því er átt m.a. við rétt einstaklinga til að fá leiðrétt eða breytt upplýsingum um sig, fá afrit af þeim upplýsingum sem skráð eru hjá félaginu og fá upplýsingum um sig eytt þegar þessi réttindi eiga við. Í sumum tilfellum kann félaginu að vera óheimilt að verða við beiðni um eyðingu persónuupplýsinga, t.d. þegar lagaskylda kveður á um skráningu persónuupplýsinga. Þegar vinnsla byggir á samþykki einstaklings á hann rétt til að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er, án þess að það hafi áhrif á lögmæti vinnslu á grundvelli samþykkisins fram að afturkölluninni.

Einstaklingur hefur ávallt rétt til að kvarta undan meðferð Náttúruhlaupa á persónuupplýsingum hans til Persónuverndar en nánari upplýsingar um stofnunina má finna á www.personuvernd.is Frekari upplýsingar um rétt hins skráða hjá Náttúruhlaupum má nálgast með því að hafa samband í tölvupóstfangið [email protected]

 

TÖLFRÆÐILEGAR SAMANTEKTIR

Náttúruhlaup áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins.

 

Myndir og myndbönd til markaðsnotknunar

Myndir og myndbönd sem teknar eru af viðskiptavinum í ferðum, námskeiðum eða keppnishlaupum Náttúruhlaupa, kunna að vera notuð á heimasíðu eða á samfélagsmiðlum Náttúruhlaupa. Ef viðskiptavinur óskar eftir að myndefnið af sér verði fjarlægt, er sjálfsagt að verða við því. Vinsamlegast sendið póst á [email protected] til að biðja um það.

HEIMASÍÐA Náttúruhlaupa

Á heimasíðu (vefsvæði) félagsins, kann félagið að safna tæknilegum upplýsingum um notkun, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á vefsvæðinu, heildartímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra. Engum persónugreinanlegum upplýsingum skal safnað saman við slíka vinnslu.

 

UPPLÝSINGAR TIL 3. AÐILA

Náttúruhlaup skuldbindur sig að ekki afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar viðskiptavina til þriðja aðila nema félaginu sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt skriflegri beiðni félagsmanns.

 

BÓKHALDSGÖGN

Bókhaldsgögn Náttúruhlaupa eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast jafnframt við lög þess efnis.

 

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Náttúruhlaup enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Náttúruhlaupa.

Náttúruhlaup ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure).

 

BREYTINGAR

Náttúruhlaup áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Við látum vita af slíkum breytingum á heimasíðu Náttúruhlaupa.

 

TENGILIÐAUPPLÝSINGAR

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu Náttúruhlaupa skaltu hafa samband við okkur hér: tölvupóstfangið; [email protected].

Náttúruhlaup leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem viðskiptamenn treysta félaginu fyrir.

Tab Content

This is a basic text element.

Gerum eitthvað gott, gerum það saman.

Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields