Ultra- og Laugavegsnámskeið

Þann 18. nóvember verður haldið kynningarkvöld á hlaupanámskeiðum fyrir lengra komna. Kynningin fer fram á ZOOM Sjá Facebook viðburð hér.
Námskeiðin sem verða kynnt eru Ultra- og Laugavegsnámskeið 2022. Ultra námskeið Náttúruhlaupa hefur verið haldið síðast liðin 2 ár og er ætlað vönum hlaupurum sem hafa mikla reynslu af utanvegahlaupum og stefna á lengri keppnishlaup (50km+), t.d. Bakgarð 101, Mt. Esja Ultra Maraþon eða Hengil Ultra. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjú 7 vikna tímabil og hefst á fjarþjálfunartímabili 24. janúar. Frá 14. mars til 18. júní hittist hópurinn með þjálfara á sameiginlegum æfingum tvisvar í viku. Á seinna tímabilinu (2. maí-18. júní) verður lögð sérstök áhersla á keppnisundirbúning. Hægt verður að skrá sig á allt námskeiðið (21 vika) eða taka tvö tímabil (14 vikur). Umsjón og þjálfun er í höndum Elísabetar Margeirsdóttur og Rúnu Rutar Ragnarsdóttur.   Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í sjötta skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvisst æfingaprógram, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Allir sem hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu hafa náð því stóra markmiði að ljúka Laugavegshlaupinu.   Laugavegsnámskeiðið stendur yfir í 14 vikur og hefst laugardaginn 9. apríl og stendur fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram þann 16. júlí 2022.
ATH. Námskeiðið seldist upp hratt 2021. Skráning í Laugavegshlaupið fer fram vikuna 5.-12. nóvember og verður tilkynnt um hverjir voru dregnir út 19. nóvember. Þann dag opnar einnig skráning á námskeiðið. Umsjón hefur Elísabet Margeirsdóttir og verður þjálfun í höndum reyndra þjálfara Náttúruhlaupa.
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields