Náttúruganga er fyrir fólk sem vill njóta þess að ganga fjölbreyttar og fallegar leiðir á höfuðborgarsvæðinu í góðum félagsskap.
Ekki er um langar eða erfiðar fjallgöngur að ræða. Náttúrugangan er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk sem er að koma sér af stað í hreyfingu, hleypur ekki eða er að vinna sig upp í að geta hlaupið og stefnir t.d. á að fara á grunnnámskeið í Náttúruhlaupum. Í náttúrugöngunni nýtur fólks þeirra góðu áhrifa sem hreyfing í náttúrunni hefur.
Æfingar í Náttúrugöngu:
Upplifunarganga á laugardögum kl. 09:00. Gengnir eru um 4-7 km á mismunandi stöðum.
Gæðaganga á miðvikudögum kl. 17:30-18:30. Hist er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields