Með virkri þátttöku á námskeiðinu munt þú koma brosandi í mark í Laugavegshlaupinu 2026!
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Laugavegsnámskeið Náttúruhlaupa hefur notið mikilla vinsælda síðast liðin ár og verður nú haldið í níunda skiptið. Námskeiðið býður uppá faglega leiðsögn, markvissa æfingaáætlun, getuskipta hópa og fjölbreyttar sameiginlegar æfingar tvisvar í viku. Námskeiðið stendur yfir í 15 vikur. Fyrsta sameiginlega æfingin verður 8. apríl og stendur námskeiðið fram að Laugavegshlaupinu sem fer fram 11. júlí 2026.
Umsjón: Elísabet Margeirsdóttir


Námskeiðið er fyrir alla sem hafa góðan bakgrunn í hlaupum og stefna á Laugavegshlaupið 2026.
Æskilegt er að þátttakendur…

Til að tryggja góðan árangur í Laugavegshlaupinu er mikilvægt að stunda hlaup reglulega þangað til að námskeiðið hefst (hlaupa a.m.k. 2-3x í viku í 30-60 mínútur og taka eina lengri æfingu á viku sem er a.m.k. 60-90 mínútur). Við mælum með Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fyrir þá sem vilja koma sér í góðan hlaupagír áður en námskeiðið hefst og hlaupa í skemmtilegum félagsskap!
ATH. Laugardaginn 9. maí verður æfing með færri þjálfurum. Helgina 13.-14. júní verður sameiginleg æfing 14. júní en ekki 13. júní (hvetjum þátttakendur að fara í Mt. Esja hálfmaraþonið 13. júní).
Námskeið fást að fullu endurgreidd ef hætt er við það a.m.k. tveimur dögum áður en það hefst. Berast þarf tilkynning þess eðlis á [email protected]. Eftir að námskeiðið hefst, er gjaldið óendurkræft.
Það eru tvær leiðir til að nálgast kvittanir og sjá áskriftir
Aðeins er hægt að ná í kvittun á PDF formi í gegnum tölvu eða vafra á síma.
Í appinu
1.Lengst niðri til hægri sjáið þið 3 láréttar línur og smellið á þær.
2.Á „Mitt svæði“ er hægt að skoða stillingar, áskriftir, kvittanir og það sem er ógreitt.
Í vafra(tölvu)
1.Farið í vafra og inn á síðuna: www.sportabler.com/shop/natturuhlaup
2.Skráið ykkur inn efst í hægra horninu. Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á reikningar og áskriftir efst í hægra horninu.
3.Hægt er að niðurhala kvittunum í PDF formi í reikningar.
Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.
Góða trail hlaupaskó, þægileg íþróttaföt, vindjakka, húfu og vettlinga. Á veturnar er skylda að eiga höfuðljós og hlaupabrodda (t.d. frá Kahtoola). Þeir sem hlaupa mikið lengur en 1 klst í einu þurfa að eiga hlaupabakpoka til að bera næringu, vökva og fatnað. Þátttakendur í silfurgráa hópi hlaupasamfélagsins og ultra námskeiðs, þurfa að eiga GPS hlaupaúr með „navigation“ og kunna að fara eftir trakki, sjá hér: https://vimeo.com/409768173

"*" indicates required fields
"*" indicates required fields