Bakgarður Heiðmörk

Allir geta tekið þátt í Bakgarðshlaupinu. Þú þarft aðeins að treysta þér til að fara 6,7 km á einum klukkutíma. Hversu oft þú gerir það, er undir þér komið!
  • September 2025
  • Skráning opnar í maí 2025
  • Verð: 14.900kr.
  • Lengd: 6,7km
  • Tímasetning: Laugardagur 20. september 2025 kl. 09:00
  • Hlaupaleið: 6,7km hringur í Elliðabæ, Heiðmörk
  • Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km hring innan klukkutíma.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Bakgarður Heiðmörk
Iceland Backyard Ultra

Verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 21. september 2024.

Skráning opnar á næstunni. Best er að gerast áskrifandi að póstlistanum okkur til að fá fyrst tilkynninguna um hvenær skráning opnar (skrollaðu neðst á síðuna) en líklegt er að hlaupið seljist upp hratt. Einnig má fylgjast með á FB hópi keppninnar.

Keppnin verður hefðbundið bakgarðshlaup og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (https://backyardultra.com/rules/).

Hlaupinn verður 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring.

Hvernig virkar Bakgarður?

Keppnin verður með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn er rúmlega 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og er mikilvægt að keppendur séu komnir í ráshólfið og hlaupi af stað þegar bjallan hringir á heila tímanum. Hlauparar sem eru ekki komnir í ráshólfið á heila tímanum þegar hringur er ræstur eru dæmdir úr keppni. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km).

Keppnisleiðin

Sjá nákvæmt kort og gpx skrá af hlaupaleiðinni hér

Verðlaun

Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt. Sá sem klárar Bakgarðshlaupið fær glæsileg verðlaun og viðurkenningu.

Drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Elliðavatnsbæ. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks allan daginn fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.

Skráningu lýkur á miðnætti 9. september að því gefnu að hlaupið verði ekki orðið fullt. Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar til og með 9. september.

Keppendur sem ljúka að minnsta kosti 15 hringjum geta sótt um að gerast félagar í Félagi 100km hlaupara á Íslandi (www.100km.is)

Spurningar og svör

Skráningargjöld fást ekki endurgreidd.

Hægt verður að gera nafnabreytingar á www.netskraning.is til og með 8. september.

Eftir 8. september verður hægt að greiða 2.000 kr. breytingargjald og frá 16.-18. september er breytingargjaldið 2.900 kr.

Frá 8.-18. september þarf sá sem hefur selt miðann sinn að senda póst á [email protected] til að tilkynna nafnabreytingu með þeim sem fær miðann með í cc. Sá sem fær miðann þarf síðan að skrá sig í hlaupið og greiðir í leiðinni breytingargjald. 

Skráning í keppnina er með fyrirvara um að keppnin fái tilskylt leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 

Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.

Í raun er það einstaklingsbundið þó flestum finnist bakpokarnir þægilegri auk þess sem þeir eru plássmeiri. Svona heilt yfir þá er í styttri hlaupum í góðu veðri nóg að vera með hlaupabelti en í vetrarhlaupum er gott að hafa hlaupabakpoka og geyma þá auka húfu og vettlinga ásamt einhverri orku í pokanum.

Bakgarður Heiðmörk

  • September 2025
  • Skráning opnar í maí 2025
  • Tímasetning: Laugardagur 21.september 2024 kl.09:00
  • Hlaupaleið: 6,7km hringur í Elliðabæ, Heiðmörk
  • Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km hring innan klukkutíma.
  • Verð: 14.900 kr.
  • Lengd: 6,7km
  • Hafðu samband: [email protected]
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields