Bakgarður 101

Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Næsta keppni fer fram í Öskjuhlíð, frá Mjölnisheimilinu, 10. maí 2025.

  • 10. maí 2025
  • Skráningu er lokið
  • Verð: 14.900 kr.
  • Lengd: 6,7km
  • Tímasetning: kl. 9:00
  • Hlaupaleið: 6,7km hringur í Öskjuhlíð og á göngustígum meðfram Öskjuhlíð og Nauthólsvík.
  • Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km hring innan klukkutíma.
  • Verðlaun: Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Bakgarður 101

Keppnin verður haldin í fjórða sinn þann 10. maí 2025. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga meðfram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik).

Hvernig virkar Bakgarður?

Keppnin verður með hefðbundnu sniði bakgarðshlaupa og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupinn er rúmlega 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum og er mikilvægt að keppendur séu komnir í ráshólfið og hlaupi af stað þegar bjallan hringir á heila tímanum. Hlauparar sem eru ekki komnir í ráshólfið á heila tímanum þegar hringur er ræstur eru dæmdir úr keppni. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km).

Keppnisleiðin

Hér má sjá leiðina. Með því að smella á flugvélina á myndinni til hliðar, er betur hægt að átta sig á landslaginu, hækkanir og lækkanir á leiðinni.

Silfurmiðar og heimsmeistaramót

Bakgarður 101 2026 verður silfurhlaup og fær sigurvegarinn silfurmiða í landslið Íslands sem keppið í landsliðakeppninni í október 2026. Keppnin er þó tækifæri fyrir öll til að ná sem lengst og geta komist í íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum ef þau hlaupa nægilega langt.

Keppendur sem ljúka að minnsta kosti 15 hringjum geta sótt um að gerast félagar í Félagi 100km hlaupara á Íslandi (www.100km.is)

Innifalið í skráningu

Keppnisnúmer og tímataka: Þú hleypur eins marga hringi og þú vilt. Keppninni lýkur þegar aðeins einn hlaupari nær að ljúka hring.

Hressing og veitingar á drykkjarstöð allan tímann.

Heitar veitingar á 4 klst fresti á meðan þú ert ennþá í keppninni.

Þátttökuviðurkenning

Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður í Mjölnisheimilinu. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúruhlaupa verða til taks fyrir þátttakendur í hvíldartímanum.

Greiðsluskilmálar

Verðið í hlaupið er 14.900 kr. og er greitt við skráningu.

Hlaupið endurgreiðir ekki skráningargjaldið. Nafnabreytingar eru leyfðar til 4. maí og gegn breytingarrgjaldi frá 16. apríl til 4. maí.

Reglur

Aldurstakmark í hlaupið er 18 ára.

Sjá nánar almennar reglur í bakgarðshlaupum: http://backyardultra.com/rules/.

Keppendur fá sendar ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag og reglur í tölvupósti.

Spurningar og svör

Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.

Bakgarður 101

  • 10. maí 2025
  • Skráningu er lokið
  • Tímasetning: Kl.09:00
  • Hlaupaleið: 6,7km hringur í Öskjuhlíð og á göngustígum meðfram Öskjuhlíð og Nauthólsvík.
  • Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km hring innan klukkutíma.
  • Verð: 14.900 kr.
  • Lengd: 6,7km
  • Verðlaun: Þátttöku-/DNF viðurkenning fyrir alla sem taka þátt.
  • Hafðu samband: [email protected]
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields