Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Næsta keppni fer fram í Öskjuhlíð, frá Mjölnisheimilinu, 10. maí 2025.
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Keppnin verður haldin í fjórða sinn þann 10. maí 2025. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga meðfram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik).
Bakgarður 101 2026 verður silfurhlaup og fær sigurvegarinn silfurmiða í landslið Íslands sem keppið í landsliðakeppninni í október 2026. Keppnin er þó tækifæri fyrir öll til að ná sem lengst og geta komist í íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum ef þau hlaupa nægilega langt.
Keppendur sem ljúka að minnsta kosti 15 hringjum geta sótt um að gerast félagar í Félagi 100km hlaupara á Íslandi (www.100km.is)
Götuhlaupaskór duga í mörgum tilfellum en við mælum með því að fólk fjárfesti í náttúruhlaupaskóm (trail skór eða utanvegaskór). Náttúruhlaupaskór eru hannaðir til að veita góða vörn fyrir fæturna og grípa betur á t.d. blautum steinum, í drullu eða í lausamöl. Í slíkum tilfellum eru þeir nauðsynlegur öryggisbúnaður.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields