Tenerife 2024
Hvað er betra en að brjóta veturinn upp með því að fara í sólarlandafrí?
Aðeins eitt…
að hlaupa eða ganga í fallegri og fjölbreyttri náttúru á milli þess sem slakað er á við sundlaugarbakkann eða á ströndinni 😎
Leiðirnar verða merktar þannig að hægt er að hlaupa á eigin hraða og einnig ganga.
Tenerife 2024
hefst eftir
Tenerife fyrir öll getustig!
Upplifðu einn uppáhalds áfangastað íslendinga eins og fáir hafa gert!
Flestir vita að strendurnar eru dásamlegar á Tenerife og veðrið alltaf gott. Færri hafa þó uppgötvað hversu stórbrotið og fallegt landslagið er á eyjunni en hún er draumastaður náttúruhlaupara sem vilja skoða sig um á fjölbreyttum og góðum stígum. Komdu með og uppgötvaðu þessa paradís náttúruhlaupara í skemmtilegum félagsskap!
Gist verður á 4* stjörnu hóteli í Los Christianos (nálægt Amerísku ströndinni) en sú staðsetning er einstaklega hentug því þar er flott fjalllendi (Montana de Guaza) og náttúrustígar í göngufæri fyrir þá sem vilja hlaupa eða ganga meira. Beint flug með Icelandair og fullt fæði er einnig innifalið í þessari dásamlegu hlaupferð.
Lagt verður upp með að njóta allan tímann á mismunandi hraða og því hentar ferðin öllum getustigum.
Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin er hugsuð sem skemmtilegt og þægilegt hlaupafrí fyrir hlaupara af öllum getustigum og reynslumikið göngufólk.
Í síðustu ferð var allt frá 75 ára gullgulum/appelsínugulum þátttakanda í hraðan ultrahlaupara og allir voru ánægðir. Ummælin voru: „Gaman hvað hægt var að sníða dagskrána að fjölbreyttum hópi hlaupara.“
Leiðirnar verða sérstaklega merktar fyrir hópinn og því geta allir farið á sínum hraða, hvort sem viðkomandi vill hlaupa frekar hratt eða ganga leiðirnar.
Í frítíma sínum hefur fólk val um að bæta við vegalengdir á skemmtilegu stígasvæði í grennd við hótelið.

Umsagnir


Boðið verður upp á 5 fjölbreytta hlaupadaga á mismunandi stöðum á eyjunni og einn frjálsan dag inn á milli.
Allar leiðir eru 10-16 km langar á mismunandi náttúrustígum. Oft er um töluverðar hækkanir að ræða á leiðunum og því reyna þær á þó vegalengdir séu ekki lengri en þetta.
Dagsferðirnar eru mislangar en yfirleitt er lagt af stað frá hótelinu um 9:00 og komið aftur milli 14-18. Oftast nær fólk því að sleikja sólina eftir hlaupið á þaki hótelsins eða við sundlaugasvæðið fyrir kvöldmat á hótelinu þar sem fjölbreyttur matur er í boði.
Á frídeginum má t.d. hlaupa á skemmtilegum stígum í nágrenni hótelsins, fara á ströndina, fara í gokart, bátsferð eða versla í stórri verslunarmiðstöð ekki langt frá hótelinu.
Tenerife býður upp á ótrúlega fjölbreytt og stórbrotið landslag. Allt frá töfrandi skógum í stórkostlega fjallasýn. Eins og Ísland, er Tenerife eldfjallaeyja og minnir hraunið á heimahaga en annað má segja um veðrið. Hiti er 20-25°C við hótelið en hlaupin fara fram í fjalllendi Tenerife þar sem er um 15°C hiti.
Við hlaupum í Teide þjóðgarðinum (2000m) þar sem horft er niður á skýin og hlaupið í mögnuðu hraunlögðu fjalllendi á dásamlegum stígum.
Einnig könnum við græna hluta eyjunnar í norðri og hlaupum um kynngimagnaða stíga Anaga þjóðgarðsins þar sem við hlaupum í töfrandi regnskóg og sjáum fallegt útsýni.
Á annarri dagsleið eru allt öðruvísi tré, há og bein grenitré. Einnig hlaupum við niður í hið kyngimagnaða þorp Masca, sem mörgum þykir fallegast þorp Spánar og þótt víða væri leitað. Fjölbreyttnin er mögnuð!
Allar leiðir eru 10-16 km og samanlögð hækkkun er yfirleitt 400-600 m. og því reyna leiðirnar á þó vegalengdir séu ekki meir en þetta.
Þeir sem vilja hlaupa meira, hafa ótrúlega skemmtilegt „leiksvæði“ nálægt hótelinu sem kynnt verður fyrir áhugasömum. Montana de Guaza stígakerfið er gríðarlega fjölbreytt og skemmtilegt og hinum megin við fjalllendið (Palm Mar) er að finna æðislegt náttúrusvæði með fullt af stígum og litlum hæðum.
Fararstjórar eru Birkir Már Kristinsson og Gunnur Róbertsdóttir
Þau eru bæði sjúkraþjálfarar að mennt og reynslumiklir hlaupaþjálfarar. Gunnur er auk þess menntuð leiðsögukona. Hún sér um byrjendur á grunnnámskeiði NH og tekur vel á móti hægari hlaupurum á meðan Birkir leyfir hraðari hlaupurum að fá útrás.
Það er alltaf líf og fjör í kringum þau Birki og Gunni
Innifalið í verði:
- Beint flug flug með Icelandair
- Fararstjórn
- Gisting á 4 stjörnu hóteli í 7 nætur
- Akstur á milli flugvallar og hótels við komu og brottför
- 5x rútuferðir/dagshlaupaferðir
- Fullt alla daga nema ferðadaga
- Aðgangur að Forestal Park Zip Line garði.
Ekki innifalið í verði:
- Ferðatryggingar
- Drykkir
Spurningar og svör
Afbókunarreglur ferða
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected]
Næturferðir
- Náttúruhlaup heldur staðfestingargjaldinu, sem er yfirleitt um 25% af verðinu, ef 90 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúrhlaup heldur 50% af heildarverði ef 30 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
- Náttúruhlaup heldur 100% af heildarverði ef 15 dagar eða skemur er í ferðina við afbókun.
Ef um pakkaferð er að ræaða þar sem flug eða önnur þjónusta sem Náttúruhlaup þurfa að greiða snemma er innifalin, fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Að öðru leyti gilda sömu reglur og hér að ofan.
Dagsferðir
Ef um dagsferð er að ræða, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.