Hlaupaferð um Sikiley 2026

Sikiley með Náttúruhlaupum dagana 12.-19. apríl 2026!

  • Apríl 2026
  • Skráning er opin
  • Verð: 289.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 279.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Dagsetningar: 12.-19. arpíl 2026
  • Hópastærð: 14-20
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Rústir og Etna í baksýn

Sikiley með Náttúruhlaupum

Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og er hluti af Ítalíu. Eyjan er þekkt fyrir hrífandi náttúrufegurð, fornar rústir, líflega menningu og ljúffenga matargerð. Í þessari ferð verður hlaupið um stórbrotið landslag sem spannar allt frá gróðursælum gljúfrum og náttúrulaugum til svörtustu hraunbreiðna í kringum eldfjallið Etnu. Etna er eitt virkasta eldfjall Evrópu og er á heimsminjaskrá UNESCO. Veðurfar er milt í apríl, yfirleitt á bilinu 15–20°C að meðaltali.

Fjallið Etna
kaktusar

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin er miðlungskrefjandi og hentar þeim sem eru í góðri þjálfun og geta verið lengi á fótum nokkra daga í röð. Það eru fimm hlaupadagar og einn frjáls dagur í þessari ferð. Hlaupaleiðirnar eru frá 15-24 km með 700-1500 m hækkun. Þau sem það kjósa geta sleppt úr hlaupadegi og geta þá notið þess sem Taormina hefur uppá að bjóða. Á frjálsa deginum gefst fólki t.d. kostur á fara á ströndina, hjóla, fara í fjórhjólaferð, bátsferð eða njóta þess að rölta um Taormina. Fararstjórar munu koma með uppástungur þess efnis þegar nær dregur.

Til að komast til Sikileyjar þarf tvö flug. Náttúruhlaup munu bóka flug fyrir þá sem það kjósa, en einnig er hægt að að koma sér til og frá Sikileyjar á eigin vegum, t.d. ef fólk vill lengja dvölina. Hópurinn hittist á flugvellinum í Catania að kvöldi fyrsta dags og er akstur til og frá Taormina innifalinn svo og akstur til og frá hlaupaleiðum.

Fararstjórn

Leiðsögumenn eru þær Dagmar Heiða Reynisdóttir og Anna Sigríður Arnardóttir.

Dagmar Heiða Reynisdóttir
Dagmar Heiða Reynisdóttir
Dagmar er einn af þjálfurum Náttúruhlaupa og hefur þjálfað hjá okkur frá árinu 2024 en verið iðkandi Náttúruhlaupa síðan 2019. Hún hefur komið að þjálfun í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, á grunnnámskeiði og Laugavegsnámskeiði. Dagmar er hjúkrunarfræðingur og hefur einnig sinnt þjálfun óléttra kvenna, nýbakaðra mæðra og annarra hópa frá árinu 2007. Dagmar hefur heimsótt Sikiley reglulega og þekkir eyjuna vel. Hún dvaldi þar sem skiptinemi á sínum yngri árum og talar ítölskuna reiprennandi.
Anna Sigríður Arnardóttir
Anna Sigríður Arnardóttir
Anna Sigga er líka einn af þjálfurum Náttúruhlaupa og hefur þjálfað hjá okkur frá árinu 2017 en hefur verið iðkandi Náttúruhlaupa síðan 2015. Hún hefur þjálfað í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, á Fimmvörðuhálsnámskeiði og á Laugavegsnámskeiði, auk þess sem hún hefur starfað sem þjálfari í öðrum hlaupahópi.

Anna Sigga er leiðsögumaður með sérhæfingu í gönguleiðsögn og lauk prófi úr Leiðsöguskóla Íslands vorið 2024. Hún hefur sérstakan áhuga á kortum, tækjum fyrir leiðsögn og hlaupaúrum, og nýtir það m.a. til að finna nýjar og spennandi leiðir fyrir hópa og einnig fyrir sjálfan sig til að auka fjölbreytnina í leiðarvali. 

Innifalið í verði:

Gisting í 7 nætur á Splendid hotel, í bænum Taormina.

Fararstjórar, Dagmar Heiða Reynisdóttir og Anna Sigríður Arnardóttir 

5 hlaupadagar, að meðaltali 6 tímar hvern dag, 15-24 km, 700-1500 m hækkun 

Morgunmatur alla daga og tveir sameiginlegir kvöldverðir (hádegisverður ekki innifalinn) 

Flugvallartransfer frá flugvelli í Catania til Taormina og tilbaka á brottfarardegi 

Rútuakstur á upphafsstað hlaupa 

Flug er ekki innifalið í pakkaverði en hægt verður að kaupa flugsæti í gegnum Náttúruhlaup með Icelandair og SAS í gegnum Kaupmannahöfn sem tekin eru frá í takmarkaðan tíma.

Fólk gengur á stíg upp á við.

Gisting

Gist verður allan tímann á fjögurra stjörnu hóteli með sundlaug í Taormina og er morgunmatur innifalinn. Taormina er þekktur fyrir fallegar strendur, miðaldabyggingar og einstakt útsýni yfir eldfjallið Etnu og yfir strandlengjuna, enda er bærinn staðsettur í um 200 metrum yfir sjávarmáli. Hótelið er mjög vel staðsett nálægt miðbæ Taormina og stutt er niður að strönd með kláf eða fótgangandi. Áhugaverðir staðir í Taormina eru m.a. gríska hringleikahúsið (Teatro Greco), Isola Bella og Piazza IX Aprile.
Mynd af bænum Taormina með Etna í bakgrunni

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1 - Sunnudagur 12. apríl
Lending í Catania á Sikiley seinnipartinn. Rútuferð frá flugvelli til Taormina
Dagur 2 - Mánudagur 13. apríl
Hlaup: Útsýnishlaup um bæinn Taormina og Castemola.
U.þ.b. 15 km / 880 m hækkun
Dagur 3 - Þriðjudagur 14. apríl
Hlaup: Etna þjóðgarðurinn.
U.þ.b. 19 km / 1200 m hækkun
Dagur 4 - Miðvikudagur 15. apríl
Hlaup: Cava Grande del Cassibile.
U.þ.b. 15-19 km /  800-1000 m hækkun.
Dagur 5 - Fimmtudagur 16. apríl

Hvíldardagur. Möguleiki að fara í 2ja tíma bátsferð fyrir þá sem vilja. Ekki innifalið í verði.

Dagur 6 - Föstudagur 17. apríl

Hlaup: Seinni dagurinn í Etna þjóðgarðinum
U.þ.b. 24,5 km /1500 m hækkun

Dagur 7 - Laugardagur 18. apríl

Hlaup: Gole dell’Alcantara
U.þ.b. 20 km / 740 m hækkun

Dagur 8 - Sunnudagur 19. apríl

Brottfarardagur. Rútuferð seinnipartinn frá Taormina á flugvöllinn í Cartania.

Sikiley 2026

  • Apríl 2026
  • Dagsetningar: 12.-19. apríl 2026
  • Skráning er opin
  • Verð: 289.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 279.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Hópastærð: 14-20
  • Fararstjórar: Dagmar Heiða Reynisdóttir og Anna Sigríður Arnardóttir.
  • Tengiliður/nánari upplýsingar: [email protected]
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields