Komdu með í nýtt ævintýri! Hentar flestum getustigum.
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Komdu með í einstakt ævintýri í hinum stórfenglegu Atlasfjöllum ⛰️ . Við bjóðum upp á getuskiptar hlaupa- og gönguleiðir í 2.000 til 3.000 metra hæð. Eitthvað fyrir flest getustig.
Lúxus á miðri leið: Á öllum fimm dagsleiðunum er eldaður hádegismatur á miðri leið. Múlasnar bera matinn, en farangur er fluttur á milli staða með bílum.
Veðurfar: Hitastig er yfirleitt um 15-20°C í fjöllunum, en nær 30° í Marrakech.
Gisting og fæði: Fullt fæði er innifalið nánast alla daga. Gist er í notalegum fjallakofum í tvær nætur, en hinar næturnar er gist í vönduðum tveggja manna herbergjum með sturtu og salerni.
Rúsínan í pylsuendanum: Síðasti dagurinn er frídagur í hinni heillandi Marrakech.
Í þessari mögnuðu ferð upplifum við fjallafegurð sem er gjörólík þeirri íslensku, kynnumst framandi menningu, dásamlegu fólki og magnaðri matargerð.


Fimm dagsleiðir í fjöllunum: Hægt að velja um að ganga eða hlaupa og velja mislangar leiðir þrjá daga af fimm en yfirleitt töluverð hækkun og lækkun. Hentar því breiðum hóp en nauðsynlegt að hafa reynslu af fjallahlaupum eða fjallgöngum.

Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar göngufólki sem gengur reglulega fjöll eins og Esjuna og náttúruhlaupurum sem eru með fjallagrunn. Ekki er krafist mikils hraða en mikilvægt er að fólk sé vel undirbúið og ráði við að vera á fótum lengi, nokkra daga í röð. Öll sem hafa æft með appelsínugulum, vínrauðum, fjólubláum, gráum eða grænum hópi í Náttúruhlaupum ættu að ráða við ferðina. Gullgul sem fara reglulega í fjallgöngur geta einnig tekið þátt, séu þau vel undirbúin.
Hraðinn verður þægilegur og tryggt verður að allir fái að njóta sín. Ef getustig verður breitt, munu Kjartan og Birkir leiða sitthvoran hlaupahópinn og Mohamed gönguhópinn.
Hópurinn mun njóta leiðsagnar Kjartans, Birkis og Mohamed. Kjartan hefur áður ferðast um Atlastfjöllin og er þaulvanur fararstjóri. Birkir fór í prufuferð með infædda fararstjóranum Mohamed og saman hafa þeir farið allar leiðirnar. Birkir er vanur fararstjóri og auk þess með BS í sjúkraþjálfun. Mohamed hefur starfað í fullu starfi sem fararstjóri í heimalandi sínu í 14 ár.
Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Birkir og Kjartan munu leiða getuskipta hlaupahópa en gönguhópurinn fær að njóta sérþekkingu Mohamed.


"*" indicates required fields
"*" indicates required fields