Cinque Terre

Þessi ferð er orðin klassísk, hefur þú ekki örugglega farið a.m.k. einu sinni? Frá Milano fer okkar eigin rúta til Monterosso al Mare. Þar verða höfuðstöðvar okkar þegar við flökkum um þetta stórkostlega svæði, Cinque Terre.

Cinque Terre eða Þorpin fimm, eru afskekkt sjávarþorp í Ítölskum þjóðgarði og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þorpin urðu vinsæll ferðamannastaður eftir að þau urðu aðgengileg með lestum á 20. öldinni. Þorpin eru þekkt fyrir ótrúlega fegurð og eru fullkominn áfangastaður fyrir göngu- og hlaupaferðir. Svo má ekki gleyma að Ítalir eru þekktir fyrir góðan mat og frábæran ís. Meðalhiti í maí eru 18°C, fullkomið hlaupaveður!

  • 11.-18. maí 2025
  • Skráning er opin
  • Verð: 299.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Erfiðleikastig: Miðlungs
  • Hópastærð: 12-23
  • Verð fyrir áskrifendur: 279.000 kr.
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Hreyfing og fegurð

Markmið ferðarinnar er að njóta þess að hreyfa sig í fallegri náttúru. Dagleiðirnar verða á bilinu 10-25km í fjöllum. Lengstu dagleiðunum er yfirleitt skipt í tvennt þar sem hægt er að kaupa snarl og skoða sig um áður en haldið er áfram. Einnig verður í boði að stytta lengstu dagleiðirnar án þess að missa af þorpunum.

Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Við gistum í bænum Monterosso, huggulegum sjávarbæ. Hótelið er nálægt lestarstöðinni, en lestarferðir verða mikið nýttar. 

Stefnt er að því að hlaupa alla dagana nema einn, en þá verður hægt að komast á ströndina, versla eða fara í siglingar. 

Fyrir hverja

Fyrir alla sem hafa hlaupið reglulega og eru í formi. Ekki þarf að vera hraður hlaupari en mikilvægt að hafa reynslu af fjallahlaupum eða fjallgöngum þar sem um er að ræða töluverða hækkun. Miða má við að vera a.m.k. 3-5 klst á fótum á hverjum degi, en það verður mikið gengið þar sem um fjöll og mikilfenglegt landslag er að ræða. Gengið verður upp flest allar brekkur en hlaupið á jafnsléttu og niður á við. 
 
Álagið er upplagt fyrir vínaruða í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa og upp úr eða hlaupara sem fara reglulega 10-15km. Markmiðið er að njóta þess að hreyfa sig í góðu veðri í fallegri náttúru og því ætti enginn að verða útundan. 
 
Hægt er að komast á hvern áfangastað með þægilegum opinberum samgöngum. Upplagt er því að taka t.d. maka með sem er ekki hlaupandi og hann getur hitt hópinn á áfangastað. Einnig má auðveldlega sleppa úr hlaupi einn og einn dag. 

Fararstjórn

Ingvar Hjartarson og Þóra Bríet Pétursdóttir verða fararstjórar ferðarinnar en þau hafa bæði verið farastjórar í þessari ferð margoft áður.

Ingvar vari í námi á Ítalíu og þekkir vel til svæðisins og ítölsku menningarinnar. Ingvar hefur verið leiðtogi í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa síðan 2017, þjálfað á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa ásamt því að þjálfa skokkhópa og byrjendanámskeið hjá Skokkhópi Fjölnis. Ingvar hefur verið á hlaupum síðan 2010 og er einn af hröðustu utanvegahlaupurum landsins.

Þóra Bríet hefur verið leiðtogi í Hlaupasamfélagið Náttúruhlaupa síðan 2018, þjálfað á grunnnámskeiðum Náttúruhlaupa auk þess sem hún sér um gæðaæfingu í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa. Hún er lærð leiðsögukona og hefur stýrt ferðum á vegum Náttúruhlaupa og Arctic Running. 

Innifalið í verði:

Gisting – 7 nætur í Monterosso al Mare

Matur – Morgunmatur innifalinn alla daga, kvöldmatur á degi 2 og 7

Allar samgöngur – fyrir utan flug

Fararstjóri / leiðsögn allar leiðirnar

Dagspassi í Cinque Terre þjóðgarðinum

Ekki innifalið í verði:

Flug til og frá Mílanó

Hádegisverður, drykkir

Kvöldmatur (fyrir utan tvö kvöld).

Dagskrá ferðarinnar

Dagskrá: Ath. Breytingar geta orðið á dagskrá, hvað varðar lengd og uppröðun hlaupaleiða.

Hægt er að fá beint flug báðar leiðir með Icelandair sem við miðum ferðina út frá. Þeir sem vilja koma fyrr eða fara seinna og gera meira út úr fríinu geta gert það en allir þurfa að vera á flugvellinum í Mílanó þegar vélin frá Icelandair lendir síðdegis því þaðan fer okkar rúta með okkur til Monterosso al Mare þar sem við gistum allar 7 næturnar.

Hótelið í Monterosso al Mare býður ekki upp á kvöldverð en nokkrir huggulegir veitingastaðir eru í bænum. Fólk velur því sjálft hvar það borðar kvöldmat en þó verður sameiginlegur kvöldmatur á fyrsta og síðasta dagana.

Á degi 5 (15. maí) er hvíldardagur/frídagur. Hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl. 

Aðra daga að undanskildum ferðadögum er hlaupið/gengið á skemmtilegum stígum á þessu fallega svæði. Ferðast verður á milli staða með opinberum samgöngum (innifalið í verðinu).

Okkar rúta fer með okkur beint á flugvöllin í Mílanó síðasta daginn.

Dagur 1

Ferðadagur
Sunnudagur 11. maí

– Ferðalag til Mílanó, Malpenza flugvöllur. Hægt að fá beint flug með Icelandair sem lendir síðdegis. Hugsanlega er hægt að fá ódýrara flug með því að fljúga í gegnum London. Þeir sem vilja geta komið fyrr og gert meira úr fríinu.

– Okkar rúta frá Malpenza flugvellinum til Htl Palme, í Monterosso al mare. Þó þarf að taka lest síðasta hlutann þar sem rútur mega ekki fara alla leið.  Í Monterosso verður gist verður það sem eftir er ferðarinnar. Ferðalagið tekur um 4 klst.

– Tékkað inn á hótelið okkar. Sameiginlega kvöldmáltíð. 

Dagur 2

Monterosso
Mánudagur 12. maí

– Um 16km hlaup frá Monterosso til Levanto og tilbaka. Þau sem vilja stytta leiðina um helming geta tekið lest tilbaka.

– Fólk borðar kvöldmat á eigin vegum á veitingastöðum í Monterosso.

Dagur 3

Þjóðgarðurinn (8km + 12km)
Þriðjudagur 13. maí

– Hlaup til Vernazza, Corniglia (8km) og þaðan til Manarola/Riomaggiore (ca 12km fjallahlaup með 700-900 m hækkun.

– Allir taka fyrra hlaupið en hægt að taka lest fyrir þá sem vilja sleppa seinna hlaupinu.

Dagur 4

Riomaggiore - Portovene - La Spezia (13km)
Miðvikudagur 14. maí

– Lest um morguninn til Riomaggiore

– 13km fjallahlaup (Riomaggiore -> Portovenere)

– Sigling til baka til Monterosso.

Dagur 5

Hvíldardagur
Fimmtudagur 15. maí

– Þessi dagur er frjáls

– Hægt að fara á ströndina, versla, siglingar o.fl.

Dagur 6

Dagsferð til Portofino skagans
Föstudagur 16. maí

–Við ferðumst með lest á Portofino skagann og tilbaka að degi loknum

– 16 eða 25 km hlaup um helstu bæi og útsýnisstaði Portofino skagana.

Dagur 7

Hlaup meðfram sjávarlengjunni (8-15km)
Laugardagur 17. maí

– Lest til Levanto og hlaupið til norðurs meðfram sjávarlengjunni

– 8-15km hlaup þennan dag.

– Borða saman á veitingastað síðasta kvöldið í Monterosso

Dagur 8

Mílanó og ferðalagið heim
Sunnudagur 18. maí

– Tékkað út af hóteli

– Stutt lestarferð og síðan okkar rúta sem mun keyra okkur alla leið á Malpensa flugvöllin við Milano (ca 3,5 tíma keyrsla).  Þeir sem ætla hugsanlega að lengja ferðina verða eftir í Milanu, þurfa að láta vita fyrirfram.

Umsagnir


Veit ekki hvort það sé hægt að toppa þessa ferð hún sprengdi alla hamingjuskala. Mæli svo sannarlega með þessari ferð.

Borghildur


Frábær ferð í alla staði, ótrúlega fallegar hlaupaleiðir og frábærir fararstjórar. Mæli svo sannarlega með þessari ferð.

Anna Sigríður Arnardóttir


Mögnuð ferð sem verður seint toppuð. Þvílík upplifun og fegurð. Geggjuð ferð til að njóta í geggjuðum félagsskap. Ingvar og Þóra Bríet voru frábærir fararstjórar. Vel skipulögð og ótrúlega fær að takast á við óvæntar uppákomur. Treysti þeim 100%. Myndi svooo mikið mæla með þessari ferð!

Dagmar


Þessi ferð var ólýsanlega geggjuð á allan hátt, ekki hægt að færa upplifunina í orð 🙂


Ferðin var frábær í alla staði. Fullkomnar hlaupaleiðir og frábært skipulag. Hentar fólki á öllum aldri.


Virkilega vel skipulögð ferð þar sem hugsað var fyrir öllum smáatriðum. Fararstjórarnir dekruðu við okkur á alla kanta og voru alltaf skrefi á undan þegar óvæntir hlutir komu upp. Vel haldið utan um hópinn og fyrir vikið upplifði ég afslappað frí sem bauð upp á frábærar hlaupaleiðir, dásamlegt útsýni, góðan félagsskap þar sem hægt var að njóta alls þess besta sem Ítalía býður upp á.


Einstaklega frábær ferð í alla staði, gleði, samheldni og kraftur sameinaðist þarna í allri þessari náttúrufegurð.


Ferðin var frábær í alla staði. Fullkomnar hlaupaleiðir og frábært skipulag. Hentar fólki á öllum aldri.


Frábær ferð í alla staði. Gott skipulag, einstakir fararstjórar og ferðafélagar.

Cinque Terre

  • Skráning er opin
  • 11.-18. maí 2025
  • Verð: 299.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 279.000 kr.
  • Lengd: 8 dagar
  • Erfiðleikastig: miðlungs.
  • Hópastærð: 12-23
  • Fararstjórar: Ingvar og Þóra Bríet
  • Tengiliður/nánari upplýsingar: [email protected]
Náttúruhlaup eru rekin af Arctic Running. Við leggjum áherslu á að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Kennitala: 5­701­12-03­10. VSK númer 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields