Náttúruhlaup bjóða upp á þessa vinsælu hlaupaferð í júlí 2026!
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Hlaupið verður um fallegustu svæði Tour du Mt. Blanc hringsins í Frakklandi og Sviss. Farið verður um dali og fjallaskörð og býður hver dagur upp á nýja sýn á Mt. Blanc.
Fjórar nætur á sjarmerandi 4* hóteli í hjarta Chamonix með sundlaug og garði.
Ógleymanlegir hlaupadagar í stórbrotnu umhverfi Mt. Blanc fjallgarðsins og í mikilli nálægð við sjálfan tindinn. Þetta er án efa eitt flottasta fjalla- og stígasvæði heimsins og það eftirsóttasta á meðal utanvegahlaupara.

Allt skipulag ferðar miðast við að hópurinn fái sem mest út úr hverjum degi. Fararstjórar skipuleggja hvern dag þannig að allir hlauparar nái að ferðast á þægilegum hraða. Suma daga getur hópnum verið skipt upp eftir því hversu hratt eða langt fólk vill fara.

Fyrir hverja er ferðin?
Ferðin hentar hlaupurum með reynslu af til dæmis Fimmvörðuhálshlaupinu eða sambærilegum 20 km fjallaleiðum. Ekki er krafist mikils hraða en mikilvægt er að fólk sé vel undirbúið. Öll sem hafa æft með fjólubláum, gráum eða grænum hópi í Náttúruhlaupum ættu að ráða vel við ferðina og flest í vínrauðum hópi og jafnvel appelsínugulum hópi með góðum undirbúningi.
Hraðinn verður þægilegur og tryggt verður að allir fái að njóta sín. Á leiðinni eru brattar brekkur og því skiptast dagleiðirnar upp í hlaup og göngu með reglulegum hvíldum.
Hópurinn mun njóta leiðsagnar Þóru Bríetar Pétursdóttur og Ingvars Hjartarsonar. Þau þekkja svæðið mjög vel og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiðsögn, hlaupaferðum og utanvegahlaupum.
Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Þetta verður erfitt á köflum, en fyrst og fremst skemmtilegt!


"*" indicates required fields
"*" indicates required fields