Chamonix 2026

Náttúruhlaup bjóða upp á þessa vinsælu hlaupaferð í júlí 2026!

  • Júlí 2026
  • Skráning er opin
  • Verð: 269.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 259.000 kr.
  • Lengd: 5 dagar
  • Dagsetningar: 24.-28. júlí 2026
  • Hópastærð: 14-20
00

Dagar Dagur

00

Klst Klst

00

mín Mín

Það besta af  Mont Blanc

Hlaupið verður um fallegustu svæði Tour du Mt. Blanc hringsins í Frakklandi og Sviss. Farið verður um dali og fjallaskörð og býður hver dagur upp á nýja sýn á Mt. Blanc.

Fjórar nætur á sjarmerandi 4* hóteli í hjarta Chamonix með sundlaug og garði.

Ógleymanlegir hlaupadagar í stórbrotnu umhverfi Mt. Blanc fjallgarðsins og í mikilli nálægð við sjálfan tindinn. Þetta er án efa eitt flottasta fjalla- og stígasvæði heimsins og það eftirsóttasta á meðal utanvegahlaupara.

Allt skipulag ferðar miðast við að hópurinn fái sem mest út úr hverjum degi. Fararstjórar skipuleggja hvern dag þannig að allir hlauparar nái að ferðast á þægilegum hraða. Suma daga getur hópnum verið skipt upp eftir því hversu hratt eða langt fólk vill fara.

Fyrir hverja

Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin hentar hlaupurum með reynslu af til dæmis Fimmvörðuhálshlaupinu eða sambærilegum 20 km fjallaleiðum. Ekki er krafist mikils hraða en mikilvægt er að fólk sé vel undirbúið. Öll sem hafa æft með fjólubláum, gráum eða grænum hópi í Náttúruhlaupum ættu að ráða vel við ferðina og flest í vínrauðum hópi og jafnvel appelsínugulum hópi með góðum undirbúningi.

Hraðinn verður þægilegur og tryggt verður að allir fái að njóta sín. Á leiðinni eru brattar brekkur og því skiptast dagleiðirnar upp í hlaup og göngu með reglulegum hvíldum.

Fararstjórn

Hópurinn mun njóta leiðsagnar Þóru Bríetar Pétursdóttur og Ingvars Hjartarsonar. Þau þekkja svæðið mjög vel og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiðsögn, hlaupaferðum og utanvegahlaupum.

Fararstjórarnir tryggja að allir í ferðinni upplifi öryggi og njóti sín allan tímann. Þetta verður erfitt á köflum, en fyrst og fremst skemmtilegt!

Innifalið í verði:

Fararstjórn (2 fararstjórar)

Gisting í 4 nætur í Chamonix á Hotel Prieuré í twin/dbl herbergjum. Ef óskað er eftir einstaklingsherbergi, sendið fyrirspurn á [email protected] 

3 hlaupadagar, að meðaltali 4,5 - 6 tímar hvern dag, 16-18 km, 950-1450 m hækkun.

Morgunverður alla daga

Prívat transfer að hlaupaleiðum þegar þess þarf.

Flugvallartransfer frá flugvelli í Genf til Chamonix og tilbaka á brottfarardegi .

Ekki innifalið í verði:

Flug (mælum með flugi með Icelandair til og frá Genf)

Matur og drykkur, annað en morgunverður

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1

Ísland – Genf – Chamonix (Frakkland)
Föstudagur 24. júlí
Ferðin hefst í fjallabænum Chamonix þar sem hópurinn gistir í tveggja manna herbergjum á sjarmerandi 4* hóteli á góðum stað í bænum rétt fyrir ofan aðalgöngugötuna. 
Hópurinn kemur til Chamonix seinni partinn og þá gefst góður tími til að skoða sig um þennan frægasta útivistarbæ. Ef veður leyfir mætti skella sér upp í Auigille de Midi kláfinn (3842m) eða taka stuttan hlaupatúr um skemmtilega skógarstíga fyrir ofan bæinn. 
Fararstjórar skipuleggja sameiginlegan kvöldverð ef óskað er eftir því.
 

Dagur 2

Le Tour – Tête aux Vent – Lac Blanc – Chamonix
Laugardagur 25. júlí
Hópurinn ferðast stutta leið til Le Tour í Chamonix dalnum. Fyrsti hlaupadagurinn býður upp á stórbrotið útsýni yfir Chamonix dalinn og Mt. Blanc fjallgarðinn. 
Leiðin liggur til Col des Mottets og þaðan upp til Tete aux Vents (2130), þaðan förum við að Lac Blanc vatninu (2352m) sem er aðeins ofar í hlíðinni en þar er stórkostleg náttúra og útsýni. 
Að lokum hleypur hópurinn niður frá Flegere kláfnum um skemmtilegan skógarstíg, Petit-Balcon, og loks niður til Chamonix og á hótelið.
  • Áætlaður tími: 4,5-5,5 klst. 
  • 16-18km með 950-1150 m hækkun og 1300-1500m lækkun. 
  • Hægt að taka Flegere kláfinn niður í lok dags.

Dagur 3

Les Houches – Col du Tricot – Miage – Les Contamines Montjoie
Sunnudagur 26. júlí
Hópurinn ferðast stutta leið til les Houches. Þaðan er annað hvort tekinn kláfur eða gengið að Bellevue skarðinu (1800m). Næst er hlaupið niður að Bionnassay jöklinum (1750m) þar sem hópurinn nýtur útsýnis frá hengibrú í nepölskum stíl. Næst er haldið yfir Tricot skarðið (2120m) og hlaupinn skemmtilegur stígur að Chalets de Miage (1559m). Eftir hádegisstopp liggur leiðin til Chalets du Truc (1750m) og þaðan er hlaupið niður til Les Contamines bæjarins (1160m). Hópnum er skutlað frá les Contamines til Chamonix í lok hlaupadagsins.
  • Áætlaður tími: 5,5-6,0 klst.
  • U.þ.b. 16km með 1450 m hækkun og 1300m lækkun. 
  • Hægt að taka kláf upp að Bellevue í byrjun dags.

Dagur 4

Trient – Col de Balme – Aiguillette des Posette – Argentière
Mánudagur 27. júlí
Hópnum er skutlað til Trient þorpsins í Sviss. Þaðan er farið að Trient jöklinum og stórkostlega flotta leið yfir að Col de Balme skarðinu (2191m) sem markar landamæri Frakklands og Sviss. Mikið útsýni yfir Chamonix dalinn, Mt. Blanc, Mer de Glace og Argentière jöklana. Frá skarðinu er hlaupið að Aiguillet des Posette áður en leiðin liggur í gegnum skógarstíga niður til Le Tour þorpsins. Þaðan ferðast hópurinn til Chamonix og heldur upp á góða hlaupadaga!
  • Áætlaður tími: 5,5-6,0 klst.
  • 18km með 1300 m hækkun og 1200m lækkun. 
  • Hægt að taka lyftu niður frá Col de Balme.

Dagur 5

Chamonix – Genf - Ísland
Þriðjudagur 28. júlí
Eftir góðan morgunmat heldur hópurinn heim. 
Þau sem vakna snemma geta tekið síðasta hlaupatúrinn í Chamonix fyrir heimferð.

Chamonix 2026

  • Júlí 2026
  • Dagsetningar: 24.-28. júlí 2026
  • Skráning er opin
  • Verð: 269.000 kr.
  • Verð fyrir áskrifendur: 259.000 kr.
  • Lengd: 5 dagar
  • Hópastærð: 14-20
  • Fararstjórar: Þóra Bríet Pétursdóttir og Ingvar Hjartarson
  • Tengiliður/nánari upplýsingar: [email protected]
Náttúruhlaup - Arctic Running ehf. 
Kennitala: 5­701­12-03­10.
VSK númer: 122691.
Skráðu þig á póstlista
Fáðu fréttir af Náttúruhlaupum.
Öll réttindi áskilin © Náttúruhlaup

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields

Náttúruveitan
Fáðu fréttirnar fyrst

Skráðu þig á póstlista Náttúruhlaupa og fáðu vita um leið og við opnum fyrir skráningu á námskeiðum, setjum út nýjar ferðir eða gerum eitthvað annað spennandi. Öll tækifærin beint í innhólfið 😊

"*" indicates required fields