Sikiley með Náttúruhlaupum dagana 12. - 19. apríl 2026!
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og er hluti af Ítalíu. Eyjan er þekkt fyrir hrífandi náttúrufegurð, fornar rústir, líflega menningu og ljúffenga matargerð. Í þessari ferð verður hlaupið um stórbrotið landslag sem spannar allt frá gróðursælum gljúfrum og náttúrulaugum til svörtustu hraunbreiðna í kringum eldfjallið Etnu. Etna er eitt virkasta eldfjall Evrópu og er á heimsminjaskrá UNESCO. Veðurfar er milt í apríl, yfirleitt á bilinu 15–20°c gráður að meðaltali.
Ferðin er miðlungskrefjandi og hentar þeim sem eru í góðri þjálfun og geta verið lengi á fótum nokkra daga í röð. Það eru fimm hlaupadagar og einn frjáls dagur í þessari ferð. Hlaupaleiðirnar eru frá 15-24 km með 700-1500 m hækkun. Þau sem það kjósa geta sleppt úr hlaupadegi og geta þá notið þess sem Taormina hefur uppá að bjóða. Á frjálsa deginum gefst fólki t.d. kostur á fara á ströndina, hjóla, fara í fjórhjólaferð, bátsferð eða njóta þess að rölta um Taormina. Fararstjórar munu koma með uppástungur þess efnis þegar nær dregur.
Til að komast til Sikileyjar þarf tvö flug. Náttúruhlaup munu bóka flug fyrir þá sem það kjósa, en einnig er hægt að að koma sér til og frá Sikileyjar á eigin vegum, t.d. ef fólk vill lengja dvölina. Hópurinn hittist á flugvellinum í Catania að kvöldi fyrsta dags og er akstur til og frá Taormina innifalinn svo og akstur til og frá hlaupaleiðum.
Leiðsögumenn eru þær Dagmar Heiða Reynisdóttir og Anna Sigríður Arnardóttir.
Gist verður allan tímann á fjögurra stjörnu hóteli með sundlaug í Taormina og er morgunmatur innifalinn. Taormina er þekktur fyrir fallegar strendur, miðaldabyggingar og einstakt útsýni yfir eldfjallið Etnu og yfir strandlengjuna, enda er bærinn staðsettur í um 200 metrum yfir sjávarmáli. Hótelið er mjög vel staðsett nálægt miðbæ Taormina og stutt er niður að strönd með kláf eða fótgangandi. Áhugaverðir staðir í Taormina eru m.a. gríska hringleikahúsið (Teatro Greco), Isola Bella og Piazza IX Aprile.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields