NH Vinir njóta sömu fríðinda og ársáskrifendur Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa fyrir utan fullan aðgang að æfingum.
Þessi leið er fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk sem býr úti á landi eða erlendis og vill vera hluti af Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa og nýta það sem er innifalið í áskriftinni fyrir utan sameiginlegar æfingar.
NH Vinir áskriftin er fljót að borga sig ef eitthvað af eftirfarandi er notað, sérstaklega með virði ársgjafarinnar í huga:
Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa nema henni sé sagt upp með því að senda póst á [email protected]
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Vildarkort með afsláttum í ýmsum verslunum með hlaupatengdum vörum. Það eina sem þarf að gera er að hala niður Síminn Pay appinu og sýna rafrænt vildarkortið í verslunum. Dæmi um afsætti:
Athugið að í sumum tilfellum er afslátturinn takmarkaður við ákveðið vöruúrval.
NH Vinir fá líkt og ársáskrifendur Hlaupasamfélagsins, aflátt á flestum ferðum Náttúruhlaupa og sérhæfðum námskeiðum eins og undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegs- eða Fimmvörðuhálshlaupin.
Misjafnt er á milli ára hvaða gjöf áskrifendur fá en yfirleitt er um flík frá 66°Norður að ræða sem er merkt Náttúruhlaupum.
Virði gjafarinnar er yfirleitt á bilinu 8.000-16.000 kr. en síðasta ársgjöfin var Aðalvík stuttermabolur sem kostar 9.500 kr. úti í búð.
Gjöfin er afhent á vorin eða sumrin.
NH Vinir fá vikupóst Hlaupasamfélags Náttúruhlaupa þar sem hægt er að nálgast getuskiptar hlaupaáætlanir, fréttir, þjálfaramola og ýmsar fréttir.
Einnig geta NH Vinir óskað eftir því að fá vikuaðgang að sameiginlegum í Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa, tvisvar á ári. Þú sendir póst á [email protected].
Upplagt fyrir fólk sem býr úti á landi eða erlendis og er í Reykjavík.
Aðgangur að fræðsluefni á innri vef www.natturuhlaup.is er innifalinn í áskriftinni.
Þar má finna allt fræðsluefni sem fram fer á Grunnnámskeiði Náttúruhlaupa og meira til,
meðal annars fræðslumyndbönd um styrktaræfingar, næringu hlauparans, hlaupastíl og fleira.
Einnig eru upptökur af styrktaræfingartímum sem má nýta sér.
NH Vinir er upplögð áskriftarleið fyrir alla sem vilja nýta sér fríðindi ársáskrifenda án þess að taka þátt í æfingum hjá Hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields