Náttúruhlauparar munu fara hlaupaferð um hið stórbrotna svæði við Landmannalaugar. Friðlandið að Fjallabaki er einstakt svæði og verður enginn svikinn af litadýrðinni og landslaginu.
Dagar Dagur
Klst Klst
mín Mín
seconds second
Þrjár vegalengdir eru í boði og leiðir eru mismunandi eftir því hvaða vegalengd er valin en öll fá stórkostlegt landslag!
Val um þrjár hlaupa vegalengdir (ef næg þátttaka).
Lágmarksfjöldi til að ferðin sé farin er 30 manns.
Gera má ráð fyrir um 670 m
hækkun og lækkun
Gera má ráð fyrir um 750 m
hækkun og lækkun
Gera má ráð fyrir um 1150 m
hækkun og lækkun
Stefnt er á að bjóða upp á þrjár vegalengdir með u.þ.b. þessum vegalengdum en með fyrirvara um breytingar.
Stysta leiðin (9-12 km) er fyrir öll getustig en þurfa að geta gengið þessa vegalengd í fjalllendi. Hluti hópsins skokkar og hluti hópsins gengur alla leiðina undir handleiðslu Ólafíu. Við hvetjum þátttakendur Náttúrugöngu og aðra sem vilja ganga frekar en að hlaupa að skrá sig. Ekki er lögð áhersla á hraða heldur að njóta leiðarinnar. Gengið verður upp brekkur og stoppað reglulega til að taka myndir og þjappa hópnum saman.
16-18 km leiðin er fyrir nokkuð vana hlaupara sem hafa farið álíka vegalengdir áður á árinu.
22-25 km leiðin er aðeins fyrir vana hlaupara sem hafa hlaupið að minnsta kosti jafn langt áður í fjalllendi á árinu. Hér verður áherslan líka á að njóta en þó verður farið hraðar yfir en í styttri vegalengdunum.
Berast þarf skrifleg beiðni um afbókun. Mælst er til að notað sé netfangið [email protected] en einnig má senda á [email protected]
Í dagsferð sem þessari, fæst 100% endurgreitt ef meira en tveir dagar eru í ferðina.
"*" indicates required fields
"*" indicates required fields